Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 91

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 91
lífið í kjölfar áfallsins, s.s. metnaði, þrjósku, trú á sjálf sig, ákveðni, þrautseigju, seiglu, að þiggja og fara eftir ráðum ann- arra, jákvæðni, klókindum og óþolinmæði gagnvart aðstæðun - um. Öll upplifðu þau ótta og óvissu gagnvart framtíð sinni og fjölskyldu sinnar sem olli þeim vanlíðan. Öll fóru í gegnum sjálfsskoðun ýmist á eigin spýtur eða með aðstoð fagmanna sem hafði í för með sér breytt hugarfar til góðs. Þar hófst úr- vinnsla áfallsins fyrir alvöru. flest þeirra fundu fyrir eigin for- dómum yfir þeirri stöðu sem þau voru komnir í og það tók fólk mislangan tíma að taka sjálft sig í sátt á ný. Margir þátttakendur töldu kröfur sem gerðar voru til þeirra í uppeldinu, s.s. að standa sig og taka ábyrgð, hafa haft jákvæð áhrif á úrvinnslu áfallsins. fjárhagsáhyggjur voru sérstaklega stór og neikvæður þáttur að mati hluta þátttakenda sem hafði kvíða, vanlíðan og óvissu í för með sér. Sumir þátttakendur földu líðan sína meðvitað út á við á úrvinnslutímabilinu til að verja sig og halda reisn sinni. Þegar ég var meðal fólks lét ég bara sem ekkert væri … mér fannst það best til að verja mig … ég hafði engan áhuga á að vera að væla eitthvað utan í fólki sem spurði nærgöngulla spurninga og fór svo kannski heim og baktalaði mann eða vorkenndi manni … þannig að ég bar bara höfuðið hátt og brosti … og ef mér leið illa þá var ég bara heima hjá mér. [María] allir þátttakendur áttu börn þegar þau urðu fyrir áfallinu og voru börnin þeim fastur punktur í tilverunni. Mörg þeirra lýstu þó sektarkennd yfir að hafa brugðist börnunum þar sem þeim gekk misvel að hugsa um þau á þessum tíma. Keðjuverkun frekari áfalla á vegferðinni frekari áföll áttu sér stað hjá öllum þátttakendum og höfðu í öllum tilvikum neikvæð áhrif á líðan þeirra. Mörgum fannst sú hjálp sem þau höfðu þegar fengið frá fagaðilum við að vinna úr fyrri áföllum nýtast vel þegar frekari áföll dundu yfir. Þannig fannst sumum fyrri áföll hjálpa sér við úrvinnslu frek- ari áfalla. Mér fannst ég vera … svona sjóaður í þessu … bara vanur … það kom mér ekkert orðið á óvart lengur. Það breyttist þá frekar í reiði eða eitthvað sko. En ekkert svona „af hverju ég“ eða eitthvað svoleiðis sko … það var allt bara hætt að koma mér á óvart. [Leifur]. algengast var að frekari áföll tengdust ótryggri fjárhagslegri af- komu í kjölfar fyrra áfallsins sem gat haft alvarlegar afleiðingar fyrir þátttakendur og fjölskyldur þeirra, s.s. skilnað, fátækt og húsnæðismissi. jónas sagði svo frá: „Ofan í allt saman var ég tekjulaus þarna í mánuði sko … meðlagsgreiðslur, leiga, það fór bara allt … misstum íbúðina … við gátum ekki borgað.“ Enginn er eyland: Þörfin fyrir stuðning og um- hyggju á vegferðinni Samkvæmt lýsingum þátttakenda voru það ýmsir þættir sem höfðu áhrif á hvernig lífið eftir áfallið þróaðist, hversu lengi ein- kenni áfallsins vörðu og hvernig þau unnu úr því. Öll voru sam- mála um að stuðningur hafi haft jákvæð áhrif en stuðningsleysi neikvæð. allir þátttakendur sögðu frá þörf sinni fyrir að fá að tjá sig við einhvern sem þau treystu, á borð við ástvini, vini eða fagfólk. Ástvinir voru þátttakendum mjög mikilvægir og höfðu mikil áhrif á vegferð þeirra. anna sagði: „Maður þarf þessa hlýju vináttu eða þá fjölskyldu sem stendur … með manni … og svo líka ráðgjöf.“ Viðbrögð frá öðru fólki voru mismunandi. Þau sem fundu fyrir samkennd og stuðningi sögðu það hafa verið sér dýrmætt en stuðningsleysi vakti upp neikvæðar og niðurbrjótandi tilfinningar. karen lýsti þessu svo: Það var svolítið erfitt að koma inn og upplifa svolítið tvær fylk- ingar. Þeir sem að … litu allt í einu á mig sem einhvern ógurlegan sjúkling og ég var ekki merkilegur pappír lengur eða svo hinir sem að bara … „flott hjá þér“ og ánægðir með … og fékk mikinn stuðning frá … Mér fannst ég helst upplifa [þetta] í vinnunni svona sterkt. núverandi makar mættu flestir þörf þátttakenda fyrir stuðning og höfðu jákvæð áhrif á vegferð þeirra í átt að meiri þroska en fyrrverandi makar höfðu yfirleitt neikvæð áhrif. ný ást hafði jákvæð áhrif. flestir í nánustu fjölskyldu sýndu stuðning eftir áfallið, s.s. varðandi afkomu, andlegan stuðning, umhyggju og ást, aðstoð með börn og heimilishald og aðstoð gagnvart kerf- inu. Sumir þátttakendur lýstu stuðningsleysi frá sínum nánustu sem var þeim erfitt. flest fundu fyrir stuðningi frá vinum en karlkyns þátttakendur upplifðu margir blendin viðbrögð frá vinum sínum, til dæmis umhyggjuleysi, höfnun og neikvæðni í sinn garð eftir áfallið. Viðbrögð vinnuveitanda og samstarfs- manna voru misjöfn. Enginn þátttakandi fann fyrir afgerandi stuðningi samstarfsmanna og nokkur þeirra lýstu umhyggju- leysi og neikvæðum viðbrögðum samstarfsmanna sem olli þeim mikilli vanlíðan. Jákvæð áhrif þess að takast á við ný verkefni Sérhæfð endurhæfingarúrræði voru þeim þátttakendum sem nýttu sér þau mjög mikilvæg. Mörg þeirra vissu fram að því ekki hvert þau gætu snúið sér til að fá viðeigandi aðstoð. Þátt- takendur lögðu áherslu á snemmtæka íhlutun sem og mikil- vægi utanumhalds og stuðnings til lengri tíma. Þau töldu vilja og jákvæðni vera lykilinn að velgengni í endurhæfingu. … hvað þau eru tilbúin að aðstoða fólk og koma því aftur á á lappirnar sko … en þú náttúrulega verður að hafa viljann til að gera það, það þýðir ekkert að ætla að fara þarna inn … bara til að þykjast ætla að taka þátt í þessu … þú verður bara að gera þetta með jákvæðu hugarfari. (Leifur) Þátttaka í atvinnulífinu var þátttakendum mikilvæg og hafði uppbyggjandi áhrif á líf þeirra. … að fara að vinna, vinna á vinnumarkaði … að vera partur af þjóðfélaginu, partur af programmet skilurðu bara … finna húmor, finna þú veist þetta að tala við fólk svona um daginn og eitthvað án þess að það sé verið að tala um stanslaust að eitthvað sé að, veikindi og eitthvað … bara fólk úti í lífinu, bara um dag- inn og veginn, veðrið … það lyfti mér á annan stall. (fanney) nokkrir þátttakendur upplifðu skort á vilja og sveigjanleika á vinnumarkaði þegar kom að því að fara að vinna á ný. ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.