Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 60
Tilgangur
Meðalævilengd Íslendinga fer stöðugt hækkandi og á sama tíma eru
vaxandi kröfur um að aldraðir eyði ævikvöldinu í heimahúsum. Árið
2013 voru 13,6% íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum 65 ára eða eldri.
Tilgangur verkefnisins var að rannsaka athafnir og þátttöku í daglegu
lífi meðal heimabúandi eldri borgara á þessu svæði.
Aðferð
rannsóknin var lýsandi þversniðsrannsókn og byggðist á heildarúr-
taki allra íbúa rannsóknarsvæðisins sem höfðu náð 65 ára aldri og
bjuggu heima. Þátttakendur voru 68 konur og 61 karl á aldrinum
65–91 árs (þátttökuhlutfall=80,1%). gögnum var safnað með staðlaða
mælitækinu „Efri árin, mat á færni og fötlun“ þar sem þátttakendur
meta erfiðleika sína við athafnir,tíðni þátttöku sinnar og takmörkun
sína á þátttöku. niðurstöðurnar eru á jafnbilakvarða (0–100) þar sem
fleiri stig þýða minni erfiðleika við athafnir, tíðari þátttöku eða minni
takmörkun á þátttöku. niðurstöður voru bornar saman eftir kyni og
aldurshópum (65–74 ára og 75–91 árs) og marktektarmörk sett við
p<0,05.
Niðurstöður
Í heildina álitu karlar erfiðleika sína við athafnir minni (M=68,0) en
konur (M=61,3) og hið sama gilti um yngri aldurshópinn (M=72,2)
miðað við þann eldri (M=57,4). konur tóku oftar þátt í athöfnum
(M=51,9) en karlar (M= 49,2) og yngri aldurshópurinn (M=52,0) var
einnig virkari en sá eldri (M= 49,3). Eldri hópurinn taldi þátttöku sína
líka takmarkaðri en sá yngri (M=68,8 og M=78,8). Þátttakendur lýstu
ýmiss konar hindrunum sem eldri borgarar þurfa að yfirstíga til að
eiga möguleika á að sjá um sig sjálfa og að taka þátt í samfélaginu.
Ályktanir
niðurstöðurnar gefa innsýn í athafnir og þátttöku eldri borgara á af-
mörkuðu dreifbýlu svæði og hafa hagnýtt gildi fyrir öldrunarþjónustu
á rannsóknarsvæðinu.
Lykilorð: athafnir daglegs lífs (aDL), dreifbýli, félagsleg þátttaka,
heilsa, öldrun.
Inngangur
Íslendingar eru með langlífari þjóðum heims og því er spáð að
meðalævilengd landsmanna haldi áfram að hækka (hagstofa
Íslands, e.d..Á efri árum aukast verulega líkurnar á að fólk glími
við langvinna sjúkdóma og skerta líkamsstarfsemi og eigi erfitt
með mikilvægar athafnir og þátttöku í daglegu lífi (he og Lar-
sen, 2014; goodman o.fl., 2016; arnadottir o.fl., 2011). Slíkum
erfiðleikum fylgja margvíslegur vandi sem getur snúið að ein-
staklingnum sjálfum, þjóðfélaginu og öldrunarþjónustu. Þessa
erfiðleika og vanda er mikilvægt að þekkja og sjá fyrir, en rann-
sóknir sýna að með viðeigandi íhlutun og hvetjandi umhverfi
er mögulegt að efla samfélagsþátttöku og bæta líf eldri borgara
(Christensen o.fl., 2009).
Á sunnanverðum Vestfjörðum hefur hlutfall eldri borgara
vaxið jafnt og þétt á síðustu árum, hraðar en á landinu í heild
(hagstofa Íslands, e.d.. Í byrjun árs 2013 voru 13,6% íbúa á
svæðinu 65 ára eða eldri en það var tæplega einu prósentustigi
hærra en á landsvísu (12,9%). Árið 1992 var þetta hlutfall
aðeins 9,2% og þá það sama og á landinu öllu. Á heilsuvefsjá
Embættis landlæknis fyrir árið 2013 mátti sjá að óvenjuhátt
hlutfall aldraðra bjó í heimahúsum á þessu landsvæði. heilsa
og færni eldri borgara á þessu tiltekna svæði hefur hins vegar
ekki verið rannsökuð.
Í lögum um málefni aldraðra kemur skýrt fram að það er
réttur hvers aldraðs einstaklings að búa í heimahúsum og fá
tilhlýðilega heilbrigðis- og félagsþjónustu (Lög um málefni
60 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018
Nýjungar: upplýsingar um daglegar athafnir og félagslega
þátttöku eldri borgara á sunnanverðum Vestfjörðum og þá
þætti sem takmarka þátttöku þeirra.
Hagnýting: niðurstöðurnar gefa vísbendingu um að hvaða
einstaklings- og umhverfisþáttum skuli beina þjónustunni í
þeim tilgangi að bæta líf eldri einstaklinga á svæðinu.
Þekking: rannsóknir hafa í takmörkuðum mæli beinst að
sambandinu á milli athafna og þátttöku eldri borgara og bú-
setu þeirra á strjálbýlum svæðum.
Áhrif á störf hjúkunarfræðinga: niðurstöðurnar gætu hvatt
heilbrigðisstarfsmenn, svo sem hjúkrunarfræðinga, til að
beina athyglinni meira að hinu flókna samspili sem á sér stað
milli líkamlegrar getu eldri einstaklinga og umhverfisins.
Hagnýting rannsóknarniðurstaðna
Margrét Brynjólfsdóttir, heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði.
guðrún Pálmadóttir, heilbrigðisvísindasvið háskólans á akureyri: iðjuþjálfunarfræðideild.
Sólveig Ása Árnadóttir, heilbrigðisvísindasvið, Læknadeild: námsbraut í sjúkraþjálfun.
Athafnir og þátttaka eldri borgara:
Lýðgrunduð rannsókn á 65 til 91 árs íbúum
á sunnanverðum Vestörðum