Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 25% afsláttur til jóla af svuntum, sloppum og handklæðum SMÁRATORGI GLERÁRTORGI KRINGLAN LINDESIGN.IS Páll Vilhjálmsson telur að ein-kennilegt fréttamat birtist enn og aftur hjá fréttastofu ríkisins:    RÚV sendirítrekað frétta- menn hálfa leið yfir hnöttinn, til Nami- bíu, en lætur vera að senda frétta- mann á hamfara- svæði á Íslandi.    Í Namibíu eru aðstæður semhvorki fréttamenn RÚV né ís- lenskur almenningur þekkir til.    Fréttir þaðan má kríta liðugt.    Norðurland Íslands er afturvettvangur sem kemur okkur öllum við sem byggjum þessa eyju.    Þegar RÚV afsakar fjarverusína frá hamfarasvæðum á Ís- landi með þeim orðum að ,,stund- um voru upplýsingar frá einni stofnun þvert á upplýsingar frá annarri“ blasir spurningin við: hvers vegna voru fréttamenn RÚV ekki á staðnum?    Hvers vegna sátu fréttamennRÚV við símann í Efstaleiti þegar náttúruhamfarir skullu á norðurlandi en flugu reglulega til Namibíu í ómerkilegum erinda- gjörðum?    RÚV misnotar almannafé til aðstunda fréttaskáldskap í Namibíu en sinnir ekki lögbundnu hlutverki sínu á Íslandi.    RÚV er ekki trúverðug stofnunog ætti ekki að vera á fram- færi almennings. Páll Vilhjálmsson Rafmagnslaus starfsemi STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Í aðdraganda jóla skjóta iðulega upp kollum hin ýmsu kvikindi sem borist hafa til landsins með fjöl- breyttum innflutningi vegna jóla- haldsins. Sitthvað berst til dæmis með dönsku jólatrjánum, alls kyns glingri, fersku grænmeti og ávöxt- um. Á aðventunni að þessu sinni ber hæst köngulær sem fólk hefur fengið í kaupbæti með amerískum vínberjum. Frá þessu er greint á vef Nátt- úrufræðistofnunar og segir þar að köngulær séu meðal áhugaverðustu smádýra og af óskiljanlegum ástæðum líki fólki almennt illa við þær. Þar kemur fram að frétt á visi.is fyrir mánuði um komu köngulóar, sem gjarnan gengur undir heitinu svarta ekkjan, hafi vakið athygli og opnað augu fólks. Svarta ekkjan sé samheiti yfir margar af meira en þrjátíu teg- undum ekkjuköngulóa. „Fleiri svartar köngulær með rauðum blettum skutu kollum upp úr vínberjaklösum í kjölfar fréttar- innar síðustu dagana í nóvember og fram í desember. Þegar upp var staðið höfðu sjö slíkar borist okkur á Náttúrufræðistofnun til skoðunar. Ekki er ástæða til að óttast þessar frænkur Ein þeirra reyndist vera ekkju- könguló (Latrodectus) eins og sú fyrstnefnda en hinar voru af áhuga- verðri ætt stökkköngulóa. Allar fundust þær á höfuðborgarsvæðinu og tilheyrðu tegund sem hafði ekki áður fundist hér á landi. Allar höfðu þær fengist í kaupbæti með amerískum vínberjum sem fólk hafði keypt í verslunum úr einni og sömu verslunarkeðjunni. Þær vöktu nokkurn ugg, svartar á lit með rauða bletti, reyndar á baki en ekki kviði. Tegund þessi er algeng í Norður-Ameríku og hefur verið nefnd krúnukönguló (Phidippus au- dax). Stökkköngulær höfðu áður borist með vínberjum til landsins. Í lok árs 2017 og svo áfram árið eftir bárust Náttúrufræðistofnun fjögur eintök af tegund sem hafði ekki áð- ur fundist hér á landi. Svo vill til að þar var á ferð náinn ættingi krúnu- köngulóar í Norður-Ameríku og hlaut hún heitið þrúgukönguló (Phi- dippus johnsoni). Ekki er ástæða til að óttast þessar frænkur. Tilneyddar geta þær bitið með sterkum kjálkum sínum en afleið- ingarnar verða varla verri en smá- vægilegur sviði og roði sem gengur fljótt yfir,“ segir meðal annars á vef Náttúrufræðistofnunar. aij@mbl.is Köngulær í kaupbæti með vínberjum á aðventu  Áhugaverð smá- dýr  Sjö svartar með rauðum blettum Ljósmynd/Erling Ólafsson Gestir Frá vinstri eru ekkjukönguló, krúnukönguló og þrúgukönguló. Af óskiljanlegum ástæðum líkar fólki almennt illa við köngulær, segir á vef NÍ. Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Rannsókn lögreglunnar á skipu- lagðri glæpastarfsemi tengdri versl- unum Euro Market er enn á loka- metrunum að sögn Karls Steinars Valssonar, yfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögregl- unnar. Ákvörðun líklega tekin fljótlega Segir hann að lítið sem ekkert hafi breyst í málinu á síðastliðnu ári en býst við að ákvörðun verði tekin um ákæruna fljótlega þó hann telji ólík- legt að það verði fyrir áramót. Í sam- tali við Morgunblaðið á sama tíma í fyrra sagðist Karl búast við að málið yrði sent til saksóknara á árinu. Það er ljóst að töluverð töf hefur orðið á málinu en rúmlega tvö ár eru nú liðin frá því að fimm einstaklingar voru handteknir hér á landi í tengslum við rannsóknina sem varðar skipulagða glæpastarfsemi í þremur löndum; Póllandi, Hollandi og Íslandi. Spurður um ástæður fyrir töf málsins segir Karl að fleiri aðgerðir hafi verið nauðsynlegar eftir að lög- reglan taldi að rannsóknum ætti að vera lokið. „Flækjustigið er hátt í málinu. Það er mjög umfangsmikið og það eru mikil erlend samskipti. Það hefur reynt á mjög margt í þessu ferli sem að hefur þurft að takast á við. Það hefur gert það að verkum að þetta hefur tekið lengri tíma,“ segir Karl. „Við lögðum auðvitað ekki upp með þennan tíma en þetta er bara bú- ið að taka þennan tíma.“ Töf Flækjustigið er hátt í Euro Market-málinu sem ekki er lokið. Flækjustig málsins ástæða tafar Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa í október árið 2017 fyrir utan skemmtistaðinn Moe‘s Bar & Grill við Jafnasel veist að öðrum manni á fimmtugsaldri. Skv. ákæru kastaði sá yngri poka með óopnuðum bjór- dósum í þann eldri og lenti pokinn á öxl og hálsi þess eldri. Í kjölfarið sló sá yngri hinn með járnröri í höf- uðið og eftir það sló hann eða kast- að múrsteini í höfuð hins. Fékk sá eldri opinn x-laga skurð á höfði vegna árásarinnar. Þurfti að sauma 14 spor til að loka skurðinum. Einn- ig fékk hann innankúpublæðingu og sprungu í ennisbeini við árás- ina. Fer fórnarlamb árásarinnar fram á 3,5 milljónir í bætur. Ákærður fyrir árás með röri og múrsteini
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.