Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 B Æ J A R L I N D 1 4 - 1 6 2 0 1 K Ó P AV O G U R S Í M I 5 5 3 7 1 0 0 L I N A N . I S O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6 VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Framleiðsla og sala á Ísey skyri hefst í Japan í byrjun næsta árs. Forstjóri Mjólkursamsölunnar segir miklar vonir bundnar við þennan nýja markað. Tilkoma Japans á landakort Íseyjar ásamt fleiri fjar- lægum mörkuðum, eins og Ástralíu og Kína, og aukning í Rússlandi og víðar er grundvöllur spár um nýtt vaxtarskeið í sölu á skyri á næstu árum. „Við erum að vinna eftir þeirri áætlun sem við gerðum á síðasta ári,“ segir Ari Edwald, forstjóri MS, um þróun útflutnings á íslensku skyri undir Ísey-vörumerkinu. MS og samstarfsaðilar þess er- lendis selja um 26 þúsund tonn af skyri á ári. Um þrjú þúsund tonn seljast hér innanlands, um sjö þús- und eru framleidd og seld í Banda- ríkjunum og um 16 þúsund tonn eru seld á öðrum mörkuðum, að- allega í Evrópu. Hluti af því skyri sem selt er á Evrópumarkaði er fluttur frá Íslandi en megnið er framleitt í mjólkursamlögum í Dan- mörku og víðar. Útflutningur á skyri og fram- leiðsla og sala samstarfsaðila er- lendis hefur margfaldast á örfáum árum eða frá því MS hóf að leggja áherslu á þennan þátt starfsem- innar. Allt markaðsstarf erlendis fer nú í gegnum dótturfélagið Ísey útflutning sem Ari stýrir. Ekki aukning í ár Það telst því til tíðinda þegar ekki sést stóraukning á milli ára hjá Ísey útflutningi, eins og árið í ár er dæmi um. Salan erlendis verður svipuð og í fyrra. Það gerist þrátt fyrir aukningu á ýmsum mörkuðum, eins og til dæmis í Bretlandi. Ástæðan er einkum sú að vegna harðnandi samkeppni í Finnlandi, sem verið hefur stærsti skyrmarkaðurinn í Evrópu, hefur orðið samdráttur í sölu. Hefur orðið 40% samdráttur í Finnlandi frá árinu 2015 þegar salan náði há- marki. Þá hefur ekki orðið aukning í Sviss í ár. „Ég tel að við séum að ná vopn- um okkar á ný í Finnlandi. Eftir samdrátt alla mánuði ársins snerist þróunin við í nóvember. Við bindum vonir við að salan minnki ekki frek- ar, heldur fari að aukast á ný,“ seg- ir Ari. Hann segir að mikilvægur þáttur í því að halda dampi með útflutn- inginn sé að standa við bakið á samstarfsaðilum úti á mörkuðum. Það hafi meðal annars verið gert með þriggja daga fundi sem Ísey útflutningur efndi til með öllum samstarfsaðilum í Hveragerði í haust. Fengnir voru erlendir fyr- irlesarar til að fjalla um Ísey vöru- merkið og markaðsstarf auk þess sem fulltrúar fyrirtækisins komu sínum boðskap á framfæri. Ari seg- ir stefnt að því að halda slíka fundi árlega, næstu árin. Þá segir Ari að þróun og upp- setning skyrbara undir merkjum Ísey hjálpi almenna markaðs- starfinu og öfugt. Fyrsti Ísey skyr- barinn erlendis var einmitt opnaður í Helsinki í október. Fyrirhugað er að koma upp 28 skyrbörum þar í landi á næstu fimm árum. Skyrbar- averkefnið er í sjálfstæðu félagi sem MS á aðild að og leigir starfs- leyfi til rekstraraðila. Verið er að Spennandi markaður í Japan  Ísey útflutningur er að fóta sig á fjarlægum mörkuðum í samvinnu við öflugt samstarfsfólk  Forstjóri MS bindur miklar vonir við Japansmarkað en þar hefst framleiðsla í byrjun næsta árs AFP Tókýó Fjölmenni er eitt af því sem einkennir höfuðborg Japans. Það felur í sér tækifæri fyrir fyrirtæki sem eru að markaðssetja nýjar vöru. Morgunblaðið/Árni Sæberg Útrás Ari Edwald, forstjóri MS, stýrir sjálfur útflutningi þekkingar á skyr- gerð og vörumerkinu Ísey skyr til Asíu og Eyjaálfu.  SJÁ SÍÐU 32 Útflutningur á skyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.