Morgunblaðið - 19.12.2019, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
B Æ J A R L I N D 1 4 - 1 6 2 0 1 K Ó P AV O G U R S Í M I 5 5 3 7 1 0 0 L I N A N . I S
O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6
VIÐTAL
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Framleiðsla og sala á Ísey skyri
hefst í Japan í byrjun næsta árs.
Forstjóri Mjólkursamsölunnar segir
miklar vonir bundnar við þennan
nýja markað. Tilkoma Japans á
landakort Íseyjar ásamt fleiri fjar-
lægum mörkuðum, eins og Ástralíu
og Kína, og aukning í Rússlandi og
víðar er grundvöllur spár um nýtt
vaxtarskeið í sölu á skyri á næstu
árum.
„Við erum að vinna eftir þeirri
áætlun sem við gerðum á síðasta
ári,“ segir Ari Edwald, forstjóri MS,
um þróun útflutnings á íslensku
skyri undir Ísey-vörumerkinu.
MS og samstarfsaðilar þess er-
lendis selja um 26 þúsund tonn af
skyri á ári. Um þrjú þúsund tonn
seljast hér innanlands, um sjö þús-
und eru framleidd og seld í Banda-
ríkjunum og um 16 þúsund tonn
eru seld á öðrum mörkuðum, að-
allega í Evrópu. Hluti af því skyri
sem selt er á Evrópumarkaði er
fluttur frá Íslandi en megnið er
framleitt í mjólkursamlögum í Dan-
mörku og víðar.
Útflutningur á skyri og fram-
leiðsla og sala samstarfsaðila er-
lendis hefur margfaldast á örfáum
árum eða frá því MS hóf að leggja
áherslu á þennan þátt starfsem-
innar. Allt markaðsstarf erlendis
fer nú í gegnum dótturfélagið Ísey
útflutning sem Ari stýrir.
Ekki aukning í ár
Það telst því til tíðinda þegar
ekki sést stóraukning á milli ára
hjá Ísey útflutningi, eins og árið í
ár er dæmi um. Salan erlendis
verður svipuð og í fyrra. Það gerist
þrátt fyrir aukningu á ýmsum
mörkuðum, eins og til dæmis í
Bretlandi. Ástæðan er einkum sú
að vegna harðnandi samkeppni í
Finnlandi, sem verið hefur stærsti
skyrmarkaðurinn í Evrópu, hefur
orðið samdráttur í sölu. Hefur orðið
40% samdráttur í Finnlandi frá
árinu 2015 þegar salan náði há-
marki. Þá hefur ekki orðið aukning
í Sviss í ár.
„Ég tel að við séum að ná vopn-
um okkar á ný í Finnlandi. Eftir
samdrátt alla mánuði ársins snerist
þróunin við í nóvember. Við bindum
vonir við að salan minnki ekki frek-
ar, heldur fari að aukast á ný,“ seg-
ir Ari.
Hann segir að mikilvægur þáttur
í því að halda dampi með útflutn-
inginn sé að standa við bakið á
samstarfsaðilum úti á mörkuðum.
Það hafi meðal annars verið gert
með þriggja daga fundi sem Ísey
útflutningur efndi til með öllum
samstarfsaðilum í Hveragerði í
haust. Fengnir voru erlendir fyr-
irlesarar til að fjalla um Ísey vöru-
merkið og markaðsstarf auk þess
sem fulltrúar fyrirtækisins komu
sínum boðskap á framfæri. Ari seg-
ir stefnt að því að halda slíka fundi
árlega, næstu árin.
Þá segir Ari að þróun og upp-
setning skyrbara undir merkjum
Ísey hjálpi almenna markaðs-
starfinu og öfugt. Fyrsti Ísey skyr-
barinn erlendis var einmitt opnaður
í Helsinki í október. Fyrirhugað er
að koma upp 28 skyrbörum þar í
landi á næstu fimm árum. Skyrbar-
averkefnið er í sjálfstæðu félagi
sem MS á aðild að og leigir starfs-
leyfi til rekstraraðila. Verið er að
Spennandi markaður í Japan
Ísey útflutningur er að fóta sig á fjarlægum mörkuðum í samvinnu við öflugt samstarfsfólk
Forstjóri MS bindur miklar vonir við Japansmarkað en þar hefst framleiðsla í byrjun næsta árs
AFP
Tókýó Fjölmenni er eitt af því sem einkennir höfuðborg Japans. Það felur í sér tækifæri fyrir fyrirtæki sem eru að markaðssetja nýjar vöru.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Útrás Ari Edwald, forstjóri MS, stýrir sjálfur útflutningi þekkingar á skyr-
gerð og vörumerkinu Ísey skyr til Asíu og Eyjaálfu.
SJÁ SÍÐU 32
Útflutningur á skyri