Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 40
40 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Við þurfum öll að geta nærst vel; öðruvísi líður okkur ekki vel, né getum notið dagsins. Því þarf stundum að útbúa mat við hæfi fólks sem ekki getur nærst á hefð- bundin hátt. Mikilvægt er að koma til móts við þann stóra hóp sem á erfitt með að kyngja, en getur komið niður maukuðum mat,“ segir Guðlaug Gísladóttir næringarfræð- ingur. Ná ekki að tyggja og kyngja Veikindi af ýmsum toga geta valdið því að fólk getur ekki nærst eðlilega – og borðað almennan mat sem þarf að tyggja og kyngja. Hér má nefna sjúkdóma eins og MND, sem er hrörnun hreyfitauga, park- inson, sumar tegundir krabba- meina. Er líka nokkuð algengt að eldra fólk tapi kyngingargetu. Oft verður því fangráð að fólk fái nær- ingu um slöngu. Eigi að síður er mikilvægt að geta sem lengst feng- ið mat í munn eða eins og Guðlaug segir: fallegt og næringarríkt fæði „Aðstandendur sem ég hef rætt við segja mikilvægt að geta boðið öllum í fjölskyldunni upp á sama mat, en útbúinn þannig að það henti þeim sem glíma við kyng- ingarerfiðleika. Og það vil ég ein- mitt gera með kynningu á mauk- fæði,“ segir Guðlaug sem hefur lengi starfað á næringarstofu Landspítala, en er nú í meist- aranámi í klíniskri næringarfræði við HÍ. Lokaverkefni Guðlaugar er að skoða þörfina fyrir maukaðan mat. hver framleiðir og hver framtíðin geti orðið. Niðurstöður muni von- andi hjálpa við frekari þróun verk- efnisins. Vegna þessa hefur Guð- laug meðal annars verið í samstarfi við Guðjón Sigurðsson, formann MND-félagsins. Einnig Mennta- skólann í Kópavogi, fagskóla mat- vælagreina. Í skólanum fóru Guðný Jónsdóttir næringarrekstrarfræð- ingur, Ægir Friðriksson mat- reiðslumeistari, Sigurður Daði Friðriksson matreiðslumeistari og Margrét Sigurbjörnsdóttir hús- stjórnarkennari í brautryðendastarf og þróuðu fæðið og uppskriftir. Úr varð svo glæsileg 55 manna, þriggja rétta veisla með maukfæði sem efnt var til í haust. „Í fyrstu ætlaði ég að halda mat- reiðslunámskeið hjá MND-félaginu en fann að betra væri að leita til fagfólks. Markmiðið er að koma þessari sérþekkingu út í þjóðfélagið með von um vitundarvakningu,“ segir Guðlaug og heldur áfram: Mauka og móta matinn „Maukmatur kemur misvel út hvort heldur er horft til bragð- og litgæða. Flest hráefni er þó hægt að fínmauka og móta, svo sem fisk, kjöt, grænmeti, ávexti, og brauð. Mikilvægt er að maukið sé örðu- laust og með réttri áferð. „Mik- ilvægt er að tryggja öryggi fólks við að kyngja, matast, njóta og uppfylla næringarþörf. Þeir sem borða lítið eða undir orkuþörf þurfa að fá fæðið prótein- og orkubætt.“ Uppskriftir að maukfæði þarf að þróa með tilliti til áferðar, bragð- og litagæða. Í sumum tilvikum get- ur líka þurft að nota þykkiefni eða annan vökva til að þynna eða þykkja mat í rétta áferð. Þegar bú- ið er að fínmauka til dæmis kjúk- ling er maukið sett í form og svo í frysti. Maturinn er svo hitaður upp í örbylgjuofni þar sem hann heldur sér fullkomlega, segir Guðlaug og bætir við að hún hafi oft séð fólk með kyngingaerfiðleika einangrast því það hættir að vilja eða geta borðað með öðrum. Fjölskyldu- spjall við eldhúsborðið dettur út. Gleðihormón fara í gang Skynfærin, til dæmis lykt og sjón, ráða miklu um matarlyst. Góður matur og vel útlítandi kemur gleðihormónum í gang. „Maukaður matur sem er borinn fram sem kúlur eða klessur á disk er óaðlaðandi. Þegar matarlystin dvínar vegna þessa þá borðar fólk minna sem leiðir oft til þyngd- artaps og vannæringar með tím- anum sem veldur mörgum öðrum kvillum. Fallegt, mótað maukfæði hefur jákvæð áhrif gagnvart matn- um sem skiptir máli þegar fæðið er borið fram,“ segir Guðlaug að síð- ustu. Maukað fæði leysir margra vanda  Nýmæli í næringarfræði  Stór hópur á erfitt með að kyngja  MND og krabbamein  Hannar lausnir í háskóla  Samstarf og sérþekking  Vel útlítandi matur kemur gleðihormónum í gang Morgunblaðið/Árni Sæberg Næringarfræðingur „Mikilvægt er að tryggja öryggi fólks við að kyngja, matast, njóta og uppfylla næringarþörf, segir Guðlaug Gísladóttir. Mauk Vel mótaðir maukréttir eru bragðgóðir og afar næringarríkir. Kiwanisklúbburinn Eldey í Kópa- vogi kom á dögunum færandi hendi í Ljósið, endurhæfingarmiðstöð krabbameinsgreindra og aðstand- enda þeirra, og gáfu styrk að and- virði 2 milljóna króna. Var þetta afrakstur af tveimur góðgerðargolfmótum sem leikin hafa verið á þessu og síðasta ári. Mótin hafa alltaf verið haldin á Leirdalsvelli, sem er völlur Golf- klúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Golfklúbburinn hefur alla tíð stutt við mótin, m.a. með afslætti á vall- argjaldi og aðstoð við mótahaldið. Árið í ár var hið ellefta sem mótin eru haldin og hefur allur ágóði af þeim síðustu árin runnið til Ljóss- ins. Fjöldi keppenda á mótunum hefur verið í kringum 80. Þá hefur Eldey einnig verið með svokallaða Eldeyjar-óskabrunna sem eru staðsettir á fjölförnum stöðum og hafa þeir verið að safna peningum til Ljóssins. „Við ákváðum að styrkja Ljósið eftir að nokkrir af okkar félögum höfðu nýtt sér starfsemi þess með góðum árangri. Fulltrúar Ljóssins hafa líka verið mjög öflugir í að fá fyrir- tæki til að taka þátt í góðgerð- argolfmótinu með því að kaupa eitt eða fleiri holl og leggja til kepp- endur,“ segir Eyþór K. Einarsson, formaður fjáröflunarnefndar Eld- eyjar og fv.umdæmisstjóri Kiwanis. Styrkur Erna Magnúsdóttir, forstöðumaður Ljóssins, tók við styrknum frá félögum í Kiwanisklúbbnum Eldey í Kópavogi, tveimur milljónum króna. Tvær milljónir til Ljóssins frá Kiwanisklúbbnum Eldey  Afrakstur góðgerðargolfmóta síðustu tveggja ára Íbúar Reykjavík- urborgar eiga nú þess kost að sækja sér salt og sand á hverfa- stöðvar og verk- bækistöðvar borgarinnar vilji þeir vinna á hálku og bæta þannig öryggi á gönguleiðum og í heimkeyrslum. Kemur þetta fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Eru íbúar þá jafnframt beðnir um að hafa með sér margnota ílát. Þeir plastpokar sem staðið hafa fólki til boða heyra brátt sögunni til og verða aðeins lagðir til á meðan birgðir endast. Þá er sérstaklega vakin athygli á því að hverfastöðin fyrir Vesturbæ, sem var á Njarð- argötu, er flutt að Fiskislóð 37C. Ekki er ætlast til þess að fólk í fyrirtækjarekstri sæki sér salt og sand á þessar stöðvar, þetta er ein- ungis í boði til heimilisnota. Reykjavíkurborg útvegar salt og sand Vetur Það getur tekið á að moka. Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.