Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 42
42 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 VIÐTAL Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Viðtökurnar hafa verið mjög góð- ar, miklu betri en við áttum von á. Byggðasagan hefur þróast eins og lagt var upp með, að þetta yrði gott uppflettirit fyrir allar jarðir héraðsins. Það hefur líka nýst á mörgum sviðum, eins og í ferða- þjónustu, við skipulagsvinnu sveit- arfélaga, fyrir fasteignasala og fræðimenn. Fólki hefur einnig þótt gott að grípa í þetta og lesa sér til um eina jörð í einu,“ segir Hjalti Páls- son, ritstjóri og aðalhöf- undur Byggðasögu Skagafjarðar, en níunda bindið er nú komið út. Þar er fjallað um 50 býli í Holts- hreppi hinum forna í Fljótum, sem skiptist í þrjú byggðarlög; Stíflu, Fljót og Úlfsdali. Aðrir höfundar verksins auk Hjalta eru Kári Gunnarsson og Egill Bjarnason. Átti fyrst að taka 10-12 ár Tuttugu ár eru nú liðin frá því að fyrsta bindið kom út. Hjalti segir þetta verkefni hafa í upphafi átt að taka 10-12 ár og bindin áttu að vera sex. Nú er orðið ljóst að bindin verða alls tíu og stefnt er að útgáfu síðasta bindisins eftir tvö ár. Þar verður fjallað um Málmey og Drangey, jarðir Hofs- óshrepps og verslunarstaðina Hofsós, Grafarós og Haganesvík, auk þess sem heimildaskrá fyrir öll bindin verður birt. Þó að 20 ár séu liðin frá útgáfu fyrsta bind- isins þá er lengra síðan farið var að vinna að gerð byggðasögunnar. Hjalti var skjalavörður við Héraðsskjalasafn Skagfirðinga á Sauðárkróki þegar hann var feng- inn til verksins í árslok 1995 en vinnan hófst síðan af krafti árið 1996. Þá var Unnar Rafn Ingvars- son kominn til starfa á skjalasafn- inu og Hjalti gat einbeitt sér meira að byggðasögunni. Árið 2000 tók Unnar við af Hjalta sem héraðs- skjalavörður, sem um aldamótin hellti sér alfarið í ritun byggðasög- unnar. Vildu eignast sína „Búkollu“ Spurður hvernig hugmyndin að byggðasögunni hafi kviknað segir Hjalti margt hafa komið til. Ýmsir Fékk vísbendingar að handan  Níunda bindi Byggðasögu Skagafjarðar komið út  Tekur fyrir Holtshrepp hinn forna í Fljótum  20 ár liðin frá útgáfu fyrsta bindisins  Eitt bindi eftir  Víða leitað fanga við öflun heimilda Morgunblaðið/Björn Jóhann Byggðasaga Hjalti Pálsson ritstjóri og Óli Arnar Brynjarsson hjá Nýprenti á Sauðárkróki við uppsetningu á ní- unda bindi Byggðasögu Skagafjarðar, sem nú er komið út. Von er á tíunda og síðasta bindinu eftir tvö ár. Guðbrandur Þór Jónsson frá Saurbæ í Fljótum, segir svo frá í Byggðasögunni, í samtali við Hjalta: „Einu sinni í póstferð að vetri til var ég að fara frá Saurbæ og stefndi beint á brúna fyrir Fljótaá. Þá var Sökkukelda á ísi og ég rétt kominn yfir hana þegar kallað var frá Minnholti: „Þóóór!“ Ég sneri mér við og kallaði já á móti. Þá var kallað með enn hærri rödd: ,,Haltu kjafti!“ Þetta samtal heyrðist á alla bæi hér um kring og þótt mjög skemmtilegt, því að það var ekkert meira. Til skýringar má þó segja að hundur Jóns í Minnholti stóð þar hjá honum og gelti og Jón hafði því beint orðum sínum til hans.“ Heyrðist þá „haltu kjafti“ SAGA FRÁ ÞÓR Í SAURBÆ SÖLUAÐILAR Reykjavík: Gullbúðin, Bankastræti 6 s: 551-8588 · Gilbert úrsmiður, Laugavegi 62 s: 551-4100 · Meba Kringlunni s: 553-1199 · Michelsen Úrsmiðir, Kringlunni s: 511-1900 Kópavogur: Klukkan, Hamraborg 10 s: 554-4320 · Meba Smáralind s: 555-7711 · Hafnarfjörður: Úr & Gull, Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 · Keflavík: Georg V. Hannah úrsmiður, Hafnargötu 49 s: 421-5757 · Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður, Glerártorgi s: 462-2509 · Akranes: Guðmundur B. Hannah úrsmiður, Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s: 471-1886 · Selfoss: Karl R. Guðmundsson úrsmiður, Austurvegi 11 s: 482-1433 · Vestmannaeyjar: Geisli, Hilmisgötu 4 s: 481-3333
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.