Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 Gefðu frí um jólin með gjafabréfi Icelandair Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta er einn af stóru atburðunum sem raforkukerfið hefur þurft að takast á við,“ segir Tryggvi Þór Har- aldsson, forstjóri Rarik. Enn er glímt við eftirköst og af- leiðingar óveðursins mikla í síðustu viku. Rafmagnsleysi og rafmagns- truflanir hafa hrjáð íbúa á Norður- landi og enn er víða keyrt á varaafli. Á meðfylgjandi korti má sjá ótrúlegt umfang lagnanets Rarik og Lands- nets og hversu víðtækar bilanir starfsmenn fyrirtækjanna hafa mátt glíma við. Tryggvi segir að áður hafi þurft að glíma við rafmagnsleysi, til að mynda 1991 og 1995. „Það var í sveit- unum en flutningslínurnar stóðu það allt af sér. Núna er flutningskerfið og stofnkerfið inn í dalina það sem er að fara. Þetta er mjög víðtækt straumleysi.“ Aðspurður segir Tryggvi að svo kunni að fara að afleiðingar óveðurs- ins hafi það í för með sér að breyta þurfi áformum um endurnýjun lagnakerfis Rarik. „Svona atburður hefur alltaf þau áhrif að einhverjum verkefnum er flýtt. Það borgar sig ekki að fara í mjög dýrar framkvæmdir við lag- færingar ef áætlað er að línan sé tek- in niður eftir 2-3 ár. Þetta gæti til að mynda átt við í Hörgárdal, þar sem erfitt er að eiga við línu sem liggur í gegnum skóginn, og í Svarfaðardal. Það hefur ekkert verið ákveðið en það eru ákveðin verkefni sem getur borgað að taka á sig flýtikostnaðinn við.“ Tryggvi segir að þegar um hægist verði farið í það að skoða og meta kerfið þannig að ákvarðanir um end- urbætur verði teknar á réttum for- sendum. Hann segir að enn sé langt í að kerfi Rarik komist í samt lag. „Í rauninni verður kerfið ekki komið almennilega í lag fyrr en næsta sumar. Hluti af kerfinu verður til bráðabirgða þangað til. En við vonumst til að verða búin að losa all- an dísel fyrir jól. Kerfið er enn við- kvæmt og við verðum að vona að veð- urguðirnir gefi okkur frið um jólin.“ Húnaflói Skagi Reykjaströnd Glaumbæjarlína Svarfaðardalur Vatnsnes Heggstaðanes Vestur-Hóp Svínadalur Svalbarðsströnd Tjörnes Melrakkaslétta Árskógsströnd Fnjóskadalur Reykjadalur Aðaldalur/Kinn Bárðardalur Hörgárdalur Svartárdalur BlöndudalurHvammstangavegamót Bilun í jarðspennistöð í strengkerfi Bilun í jarðspennistöðvum í strengkerfi Enn er verið að glíma við rafmagns- leysi og rafmagnstrufl anir víða. Herma yfi rvöld að þetta sé eitt hið mesta viðvarandi rafmagns- leysi sem landsmenn hafi mátt glíma við. Þar sem verst lét var rafmagnslaust í þrjá sólarhringa. Markvisst hefur verið unnið að því að leggja strengi í jörð eftir að mikið tjón varð á loftlínukerfi nu árið 1991. Jarðstrengir þykja hafa minnkað rafmagnstrufl anir til muna, ekki síst á ísingasvæðum. Stefnt er að því að allt kerfi Rarik verið komið í jörð árið 2035. Rafmagnstrufl anir á Norðurlandi Akureyri Húnaflói Jarðstrengir og loftlínur á Norðurlandi Dreifi kerfi Rarik 9.000 kílómetrar rúmir er heildarlengd dreifi kerfi s Rarik Flutningskerfi Rarik Bilanir vegna óveðursins. Brotnir staurar, línuslit og/eða einangrunarvandamál vegna ísingar og seltu. Jarðstrengir Loftlínur 11.000 íbúar máttu þola rafmagnsleysi á 7.600 heimilum í óveðrinu nú í desember* Jarðstrengir Loftlínur Heimild: Landsnet og Rarik. *Kom fram í ræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráð- herra á Alþingi í fyrradag. 65% af dreifi kerfi Rarik eru jarðstrengir 1.000 milljónir kr. er árlegur kostnað- ur við endurnýjun loftlínukerfi s Rarik með um 200 km jarðstreng hverju sinni 15 milljarðar kr. er áætlaður kostnað- ur fram til loka verkefnis- ins árið 2035 Flutningskerfi Landsnets 33-220 kV línur Virkjun Meginfl utningskerfi Svæðisfl utningskerfi Bilanir vegna óveðursins „Viðkvæmt kerfi“ kortlagt eftir jól  Starfsmenn Rarik vinna að viðgerðum  Vera kann að línulögnum verði flýtt í Hörgárdal og Svarf- aðardal  Kerfið kemst ekki almennilega í lag fyrr en næsta sumar  „Mjög víðtækt straumleysi“ Ljósmynd/Rósant Guðmundsson Óveður Starfsmenn Rarik hafa þurft að fást við erfið verkefni undanfarið. Starfsmenn umferðarþjónustu Vega- gerðarinnar svöruðu samtals um 2.500 símtölum á þriðjudag og mið- vikudag í síðustu viku, þegar óveður gekk yfir landið, þetta kemur fram í frétt Vegagerðarinnar. Starfsmenn voru tilbúnir í að gista í vinnunni ef þess þyrfti vegna anna að sögn Kristins Þrastar Jónassonar, deildarstjóra umferðarþjónust- unnar. Starfsmenn þjónustunnar svöruðu rúmlega þúsund símtölum á þriðju- deginum og um 1.500 símtölum á miðvikudeginum. Símtölin á þriðjudeginum voru helst vegna Reykjanesbrautar og höfuðborgarsvæðisins. Á mið- vikudeginum snerust símtölin mest- megnis um mokstur og opnanir vega. Kristinn segir að ekki hafi þurft að kalla út auka mannskap þótt starfs- fólk hafi verið boðið og búið að koma til vinnu. 2.500 símtöl á tveimur dögum Afleiðingar ofsaveðurs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.