Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Einn er sá vegur sem hefur sér- stöðu í umræðunni um skilavegi. Er það Álftanesvegur í Garðabæ. Eftir er að leggja hluta vegarins, þ.e. frá Engidal að Garðahrauni. Þegar vegurinn verður fullbúinn mun hann verða mikil samgöngubót. En Vegagerðin hyggst ekki leggja þennan vegaspotta sem eftir er og Garðabær hefur engin áform um það heldur. Á meðfylgjandi korti sést lega vegarins. Rétt er að taka fram að Álftanes- vegur er ekki hluti af áætlun um skilavegi, segir í minnisblaði sem lögfræðideild Vegagerðarinnar sendi samgönguráðuneytinu í apríl síðastliðnum. „Ósamið er um skil Álftanesvegar og hafa viðræður um hann gengið stirðlega. Um skil hans gilda önnur sjónarmið sem grund- vallast ekki á fyrrgreindri breyt- ingu á skilgreiningu stofnvega sbr. lög nr. 80/2007, heldur sjónarmiðum sem finna má í 59. gr. a vegalaga, um sameiningu sveitarfélaga,“ segir orðrétt í minnisblaðinu. Í 59. grein vegalaga segir: „Nú hefur sameining sveitarfé- laga þau áhrif að vegur færist úr flokki stofnvega í flokk sveitarfé- lagsvega og skal þá Vegagerðin halda við veginum í að hámarki fimm ár frá sameiningu. Að þeim tíma loknum skal vegurinn afhentur sveitarfélaginu að fullu en heimilt er að semja um styttri tíma í þessu sambandi.“ Álftaneshreppur sameinaðist Garðabæ 1. janúar 2013 og þá fór Álftanesvegurinn allur inn fyrir bæjarmörk Garðabæjar. Og því er fimm ára tímaramminn liðinn fyrir nokkru. Heldur áfram úr Engidal Eins og mönnum er eflaust í fersku minni var árið 2015 lokið við að leggja nýjan Álftanesveg frá gatnamótum við Bessastaðaveg í gegnum Gálgahraun að Hafn- arfjarðarvegi í Engildal. Umhverf- isverndarsinnar mótmæltu þessari vegagerð kröftuglega. En Álftanesvegurinn mun ekki enda í Engidal því samkvæmt áætl- unum mun hann liggja áfram alla leið að Reykjanesbraut, samanber meðfylgjandi kort. Eftir er að leggja veginn frá Engidal að Garða- hrauni/Flatahrauni. Þaðan er búið að leggja stuttan spotta yfir að Reykjanesbraut. Hafa ýmsir undr- ast að þessi vegaspotti beri heitið Álftanesvegur en það á sér þessa skýringu. Vegagerðin hefur engin áform um að leggja það sem eftir er af Álftanesvegi enda sé það Garða- bæjar að sjá um þá framkvæmd. Morgunblaðið fékk upplýst hjá G. Pétri Matthíassyni, upplýsingafull- trúa Vegagerðarinnar, að engin undirbúningsvinna hafi farið fram varðandi þessa vegalagningu. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðbæ, segir hins vegar að engin áform séu uppi hjá Garðabæ að fara í þessa vegaframkvæmd eins og sakir standa. „Þessi umræddi vegur er hins vegar talinn upp á lista yfir þær framkvæmdir sem getið er um í stóra samkomulaginu (120 milljarðar) til að auka um- ferðaflæðið á höfuðborgarsvæðinu og því lítum við svo á að hér sé um stofnbraut að ræða,“ segir Gunnar. Hann bendir í því samhengi á í 5. grein samkomulags ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborg- arsvæðinu frá í haust þar sem fjallað er um flýtingu framkvæmda og þær taldar upp. Meðal annar segir þar um eitt af flýtiverkefn- unum: Reykjanesbraut-Álftanes- vegur-Lækjargata. Að framansögðu má sjá að alls er óvíst hvort og þá hvenær þessi vegakafli verður lagður. Vegagerðin vill koma veginum yfir til Garða- bæjar, sem ekki vill taka við honum að svo stöddu. En hitt er ljóst að þetta yrði mik- il samgöngubót sem myndi m.a. létta umferð af Fjarðarhrauni í gegnum Hafnarfjörð. Hver klárar Álftanesveginn?  Vegagerðin telur að Garðabær eigi að taka við veginum enda sé hann allur innan bæjarmarkanna  Bæjarstjóri segir engin áform um vegalagningu  Teljist stofnvegur í nýjum samningi við ríkið Morgunblaðið/sisi Garðahraun/Flatahraun Hér endar vegaspotti Álftanesvegar frá Reykjanesbraut. Vegurinn mun svo í framtíðinni liggja áfram í átt að Engidal. Ísafold- arprentsmiðja til hægri á myndinni. Næst Engidal mun vegurinn liggja fram hjá Fjarðarkaupum. Óvíst er hvenær ráðist verður í þessa þörfu framkvæmd. Fyrirhuguð lega Álftanesvegar í gegnum Molduhraun Molduhraun Kortagrunnur: OpenTopoMap Garðahraun, friðlýst svæði GARÐABÆR G A R Ð A B Æ R HAFNARFJÖRÐUR F ja rð a rh ra u n Rey kja nes bra ut Suðurhraun Flat ahra un KAPLAKRIKI Álftanesvegur Bæjarmörk Hafnar- fjarðar og Garðabæjar Reykja nesbra ut Staðið hefur í stappi undanfarin ár milli Vegagerðarinnar og sveit- arfélaga um vegi sem kallaðir hafa verið skilavegir. Um er að ræða allt að 70 kílómetra af stofnvegum í og við þéttbýli, víða á landinu. Til stóð að sveitarfélögin tækju við þessum vegum um næstu áramót en ekkert hefur gengið í samningum milli aðila. Varð nið- urstaðan sú að með lögum á Al- þingi var yfirtökunni frestað um eitt ár, eða til ársloka 2020. Þegar vegalögin voru sett 2007 hófust samningaviðræður milli Vegagerðarinnar og sveitarfélaga um yfirfærslu vega sem ekki flokkast sem þjóðvegir sam- kvæmt skilgreiningu laganna til viðkomandi sveitarfélaga, en þær báru ekki árangur. Í kjölfar end- urskoðunar á vegalögum árið 2014 var samþykkt bráðabirgða- ákvæði þar sem tilgreint er að Vegagerðinni sé heimilt að semja við sveitarfélögin um yfirfærslu vega sem færðust frá Vegagerð- inni til sveitarfélaga við gild- istöku laganna. Sveitarfélögin hafa fært fram margvísleg rök fyrir því að ekki geti orðið af yfirtöku. Í tilviki Garðabæjar er því hafnað að yf- irfærslan geti átt sér stað. Ekki hafi verið uppfyllt skilyrði lag- anna um að fram fari ástandsmat og kostnaðargreining sem gæti verið grundvöllur samkomulags aðila. Vegagerðin hefur ekki náð samkomulagi við sveitarfélög ÁRANGURSLAUSAR VIÐRÆÐUR FRÁ ÁRINU 2007 UM SKILAVEGI Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is GLÆSILEGIR „PLUG IN HYBRID“ TIL SÖLU AUDI A3 E-TRON, VW GOLF GTE, VW PASSAT GTE OG M. BENZ E350E VW GOLF GTE PREMIUM Nýskr. 03/2018, ekinn 22 Þ.km, bensín/ rafmagn, sjálfskiptur, leðursportsæti, glerþak, stafræntmælaborð, 18“ álfelgur, stóri skjárinn ogmikið fleira Verð 4.880.000 kr. Raðnúmer 259690
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.