Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 51
FRÉTTIR 51Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Bio-Kult Pro-Cyan Við þvagfærasýkingum ● Háþróuð þvívirk formúla gegn þvagfærasýkingum ● Trönuberjaþykkni getur hindrað að E. Coli bakteríur taki sér bólfestu í slímhúð þvagrásar ● Sérstakir gerlastofnar* ásamt A vítamíni viðhalda eðlilegri starfsemi þvagrásarkerfis og þarmaflóru Skyndilegar eða þrálátar þvagfærasýkingar geta stafað af ójafnvægi í þarmaflórunni en rannsóknir hafa sýnt fram á að öflugir góðgerlar geta komið á jafnvægi sem dregur verulega úr líkum á slíkum sýkingum. Vilja vægari úrræði  Rússar og Kínverjar ýta á öryggisráðið um að létta á aðgerðum gegn N-Kóreu Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Rússar og Kínverjar lögðu til í fyrrinótt að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna létti á þeim viðskipta- þvingunum sem nú eru í gildi gegn Norður-Kóreu, gegn því að ríkið taki skref í átt að láta kjarnorku- vopn sín af hendi. Þeim skrefum er hins vegar ekki lýst nákvæmlega í tillögu ríkjanna. Meðal annars lögðu ríkin til að innflutningsbanni á sjávarafurðum og vefnaðarvöru frá Norður-Kóreu yrði aflétt þegar í stað. Þá er einnig lagt til að ályktun ráðsins verði aft- urkölluð, þar sem aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna er gert að senda alla norðurkóreska verka- menn sem þar eru aftur til Norður- Kóreu fyrir 22. desember á þessu ári. Útgerð þessara verkamanna er mikil tekjulind fyrir stjórnvöld í Norður-Kóreu, en talið er að margir þeirra séu í nauðungarvinnu. Þá er að lokum hvatt til þess að viðræður Bandaríkjanna og Norð- ur-Kóreu um afvopnun Kóreuskag- ans haldi áfram, en lítið hefur þok- ast áfram í þeim eftir að fundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður- Kóreu, lauk án árangurs í febrúar. Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa síðan þá krafist þess að Bandaríkja- menn gefi eftir nokkrar kröfur sín- ar um afvopnun áður en viðræð- urnar geti haldið áfram. Hafa Norður-Kóreumenn gefið Bandaríkjastjórn frest til áramóta, og meðal annars hótað því að „senda jólagjöf“ ef ekki verði orðið við þeim kröfum. Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu telja að stjórnvöld þar hyggist gera tilraun með eldflaug, sem geti náð á milli heimsálfa. AFP Leiðtogar Lítið hefur þokast þó að Trump og Kim Jong-un hafi hist. CHEOPS-sjónauki Evrópsku geim- ferðastofnunarinnar ESA var settur á sporbaug jarðar í gær, degi á eftir áætlun. Sjónaukanum er ætlað að greina reikistjörnur í sólkerfum ut- an okkar sólkerfis, svonefndra fjar- reikistjarna, og rannsaka þéttleika, samsetningu og stærð þeirra. Samkvæmt tilkynningu frá ESA verður CHEOPS-sjónaukanum einkum beint í átt að björtum stjörn- um, sem þegar er vitað að séu með reikistjörnur í kringum sig. Didier Queloz, einn þeirra sem hlaut nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í ár, sagði við AFP-fréttastofuna að sjónaukinn væri fullkomlega stað- settur til að sinna hlutverki sínu. „Þetta er framúrskarandi stund í geimferðasögu Evrópu og í sögu fjarreikistjarna,“ sagði Queloz. Queloz og Michel Mayor, sam- starfsmaður hans fundu fyrstu fjar- reikistjörnuna fyrir 24 árum. Síðan þá hafa 4.000 aðrar reikistjörnur verið uppgötvaðar. David Ehrenreich, yfirmaður CHEOPS-verkefnisins, sagði við AFP að markmiðið væri að skoða þessar reikistjörnur af mikilli ná- kvæmni, en talið er að sjónaukinn geti meðal annars gefið betri mynd af þeim skilyrðum sem þurfa að vera til að líf geti myndast. Það er hins vegar afar ólíklegt að sjónaukinn muni geta greint hvort líf sé að finna á fjarreikistjörnunum. Skoðar plánetur utan sólkerfisins  CHEOPS-sjónaukinn á sporbaug AFP Geimkönnun Soyuz-eldflaug fór með sjónaukann á sporbaug. Tony Blair, fyrr- verandi forsætis- ráðherra og leið- togi Verka- mannaflokksins, hvatti í gær sam- flokksmenn sína til þess að snúa bakinu við „hálf- bylting- arkenndum sósí- alisma“ eftir að flokkurinn beið sitt versta afhroð í þingkosningum frá árinu 1935 í síðustu viku. Sagði Blair að Jeremy Corbyn, for- maður flokksins, hefði gerst sekur um nánast „skoplega ákvarð- anafælni“ í aðdraganda kosninganna varðandi útgöngu Breta úr Evrópu- sambandinu. „Þessi skortur á forystu varðandi það sem var augljóslega mikilvægasta málefnið ýtti undir all- ar hinar efasemdirnar um Jeremy Corbyn,“ sagði Blair í ræðu sem hann flutti í Lundúnaborg í gær. Sagði Blair að breskir kjósendur hefðu séð Corbyn sem andstæðing vestrænna gilda og vestrænnar utanríkisstefnu, en slík andstaða hefði aldrei lagst vel í hefðbundna kjósendur flokksins. Reynir að höfða til vinstri Gert er ráð fyrir að nýr leiðtogi flokksins verði kjörinn snemma á næsta ári. Talið er líklegt að fram- bjóðendur muni reyna að höfða til vinstri vængsins í kjörinu. Emily Thornberry skuggautanrík- isráðherra varð fyrst til þess að gefa kost á sér í gær, en hún þykir vera náin Corbyn. Rebecca Long-Bailey, sem einnig hefur stutt Corbyn í gegn- um súrt og sætt, er einnig talin ætla að gefa kost á sér. Keir Starmer, sem var talsmaður flokksins í Brexit-málinu, sagði í gær við breska ríkisútvarpið BBC að hann væri að íhuga alvarlega að gefa kost á sér. Starmer, sem hefur verið talinn á miðju flokksins, sagði að rökin fyrir „róttækum stjórnvöldum“ hefðu aldr- ei verið meiri. Gagnrýnir Corbyn harðlega  Ýmsir arftakar nefndir til sögunnar Tony Blair Þessi kóalabjörn, sem nú dvelur í Taronga- dýragarðinum í Sydney í Ástralíu er á meðal þeirra fjölmörgu dýra sem fengið hafa skjól í garðinum vegna skógarelda sem hafa farið illa með heimkynni þeirra í nágrenni borgarinnar. Mikil hitabylgja ríður nú yfir Ástralíu og var heit- asti dagur sem sögur fara af í landinu í gær. Veð- urfræðingar vara hins vegar við því að það met verði mjög líklega slegið áður en árið er búið. AFP Hitabylgja ýtir undir skógarelda í Ástralíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.