Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 69
MINNINGAR 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019
✝ Alda Björgvins-dóttir fæddist í
Reykjavík 7. mars
1959. Hún lést á
heimili sínu í
Reykjavík 9. des-
ember 2019. For-
eldrar hennar voru
hjónin Anna Þor-
láksdóttir, f. 13.10.
1923, d. 8.4. 2013,
og Björgvin Þórð-
arson, f. 9.9. 1922,
d. 17.5. 1997.
Alda var yngst sex systkina.
Þau eru Kristín, f. 1948, lést í
febrúar 2019, gift Glynn (Des);
Steinþór, f. 1950, giftur Bryn-
dísi, Ægir, f. 1952, giftur
Hrönn, Björn Þorlákur, f. 1953,
giftur Önnu Björgu, og Dóra
Hrönn, f. 1954, gift Sigurði Ein-
arssyni.
Sonur Öldu er Gunnar Birnir
ann í París og síðar bæði ensku
og frönsku við Háskóla Íslands.
Hún hafði einnig gaman af
handverki og hönnun. Hún
saumaði mikið á yngri árum, föt
fyrir sjálfa sig, vini og ættingja.
Hún lærði skrautskrift og hafði
af því aukavinnu um tíma. Um
fertugt lét hún gamlan draum
rætast og hóf nám á hönnunar-
braut Iðnskólans í Reykjavík
þaðan sem hún útskrifaðist árið
2001.
Hún hafði gaman af því að
ferðast og yndi af því að lesa
góðar bækur.
Eftir heimkomu frá Frakk-
landi settist Alda að í Reykjavík
þar sem hún bjó eftir það,
lengst á Framnesvegi en und-
anfarin ár við Karlagötu. Hún
starfaði lengst af við skrifstofu-
störf ýmiss konar, m.a. hjá Toll-
inum, Atlas, EJS (síðar Adv-
ania) og nú síðustu ár hjá Vöku.
Útför Öldu fer fram frá Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði í dag,
19. desember 2019, klukkan 13.
Jónsson, f. 13.8.
1982. Faðir hans
og fyrrverandi
sambýlismaður
Öldu var Jón Rún-
ar Gunnarsson, f.
11.11. 1960, d.
29.4. 2013.
Alda ólst upp í
foreldrahúsum á
Garðavegi 13B í
Hafnarfirði. Á
sumrin fór hún
sem barn í sveit til ættingja á
Barðaströnd og á unglingsárum
dvaldi hún nokkur sumur hjá
Stínu systur sinni á Englandi.
Alda lauk stúdentspófi frá
Flensborgarskólnum vorið
1979. Hún hafði alltaf mikinn
áhuga á tungumálum. Hélt hún
því að stúdentsprófi loknu til
Frakklands þar sem hún nam
frönsku við Sorbonne háskól-
Ég sit við tölvuna og ætla að
skrifa minningargrein um hana
Öldu systur mína en mér vefst
tunga um tönn, ekki það að ég
hafi ekki eitthvað að segja heldur
hitt að það skuli vera ástæða til
að gera það núna.
Að yngsta systir mín sé dáin
er óraunverulegt og svo innilega
ósanngjarnt hún var ung, aðeins
sextug sem er enginn aldur, en
slysin gera ekki greinarmun á
aldri og við erum algerlega van-
máttug gagnvart þeim.
Mínar fyrstu minningar um
Öldu eru þær að pabbi var að
keyra mig ásamt Bíbí frænku
minni á BSÍ, við vorum á leiðinni
í sveitina, þegar við fórum
framhjá Landspítalanum þá
sagði hann og benti: þarna er
mamma með litlu systur þína. Ég
sá hana ekki fyrr en um haustið,
þá var þessi litla skotta búin að
hertaka hug og hjarta mömmu
og pabba, sérstaklega pabba sem
sá ekki sólina fyrir henni.
Þegar við Didda byrjuðum að
búa og börnin komu áttum við
hauk í horni þar sem Alda var,
hún var alltaf tilbúin að koma og
hjálpa til og passa þegar við
þurftum á því að halda. Seinna
eftir að hún og Jón Rúnar slitu
samvistum og mamma varð ein
þá voru þær og Gunni hjá okkur
á gamlárskvöld í mörg ár. Öldu
þótti gott að koma með Gunna
því hann og Böðvar okkar eru
jafnaldra.
Alda var skemmtileg að vera
með alltaf jákvæð og meðvituð
um hagi fólks, á fjölskyldusam-
komum gaf hún sér tíma til að
tala við alla og vissi vel hvað
ungu fólki var ofarlega í huga og
gat rætt við unga sem aldna um
það sem stóð hjarta þess næst.
Hún hélt eins góðu sambandi við
okkur systkinin og hún gat, vildi
hitta okkur helst á hverjum
sunnudegi eins og við gerðum á
meðan mamma lifði, bauð heim í
hina árlegu skötuveislu, hélt allt-
af upp á afmælið sitt og allir voru
velkomnir. Á þessu ári varð Alda
sextug og í tilefni af því vildi hún
halda veislu og bjóða ættingjum,
vinum og vinnufélögum heim en
þar sem íbúðin er frekar lítil
frestaði hún veislunni, tók sig til
og hannaði sólpall í bakgarðinn
sem ég, Steinþór og Gunnar
Birnir smíðuðum en veislan var
síðan haldin í byrjun ágúst ásamt
því að nýi pallurinn var vígður.
Alda var afar listræn, hún
hafði fallega rithönd og skraut-
ritaði á kerti í samvinnu við
blómabúð, einnig á kort og
spássíur í bókum, mörg barna-
börn mömmu eiga biblíur sem
Alda skreytti. Hún vildi þroska
þessa listrænu hæfileika enn
frekar og fór í nám á hönnunar-
braut í Iðnskólanum í Reykjavík.
Það er höggvið stórt skarð í
tilveru okkar Diddu við þennan
harmleik, við kíktum oft inn á
Karlagötunni án þess að gera
boð á undan okkur, alltaf voru
móttökurnar jafn ánægjulegar
og hlýjar, við söknum Öldu óg-
urlega og það verður erfitt að
takast á við tilveruna án hennar,
það er svo skrítið hvað maður
tekur samferðafólkið sem sjálf-
gefið það er ekki fyrr en það er
farið að maður fer að hugsa að
samskiptin hefðu kannski getað
verið öðruvísi, við ráðum ekki við
slysin og kveðjum Öldu sem er
farin í blómabrekkuna á vit horf-
inna ástvina.
Gunnar Birnir, við Didda vott-
um þér okkar dýpstu samúð,
einnig öðrum sem eiga um sárt
að binda. Hvíl í friði, elsku systir
og mágkona.
Ægir og Hrönn.
Elsku Alda, skólasystir mín og
vinkona, er fallin frá svo óvænt
og allt of fljótt. Þótt stundum
væri langt á milli samverustunda
var vináttan einlæg og hrein og
Alda var viðstödd alla merkisvið-
burði í lífi fjölskyldunnar.
Ógrynni góðra minninga allt frá
unglingsárum verður enn dýr-
mætara á kveðjustund.
Ég kveð kæra vinkonu með
söknuði og votta Gunnari Birni,
systkinum og öðrum ástvinum
dýpstu samúð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem)
Lína Guðlaug Atladóttir.
Hið árlega jólaboð sauma-
klúbbsins Stjörnunnar björtu hjá
Öldu á Karlagötunni tilheyrir nú
fortíðinni. Það var einmitt í síð-
asta boði sem sú hugmynd kom
upp að gefa okkur sjálfum upp-
lifun í afmælisgjöf þetta árið þar
sem við yrðum sextugar á árinu
eða því næsta. Úr varð ferð til
Kaupmannahafnar í lok nóvem-
ber þar sem við nutum lífsins
saman heila helgi.
Vinskapur okkar spannar
rúma hálfa öld. Hann hófst með
því að Alda kom yfir hólinn frá
Garðavegi yfir á Hellisgötu til
Signýjar til að vera samferða í
Lækjarskóla í upphafi skóla-
göngunnar. Við hinar bættumst
svo í vinahópinn og fylgdumst að
allan skólaferilinn frá fyrsta
bekk í barnaskóla fram að út-
skrift frá Flensborgarskóla árið
1979 þar sem við settum upp
hvítu kollana.
Þó að við færum hver í sína
áttina um stund þá héldum við
alltaf sambandi. Alda var þessi
trausta stoð sem hélt okkur sam-
an og bauð í árlegt jólaboð. Það
var alltaf jafn gaman að hittast,
fá heitt súkkulaði og mömmu-
kökur og fara yfir árið sem var
að líða. Það var alltaf eins og við
hefðum hist í gær. Þannig er
traustur vinskapur.
Alda hafði ávallt frumkvæðið
að því að hóa stúdentsárgangin-
um saman á tíu ára fresti, nú síð-
ast í maí síðastliðnum. Það sem
hún tók að sér gerði hún hundrað
prósent.
Alda var duglegust af okkur
að halda upp á afmælið sitt. Á
einum fallegasta degi ágústmán-
aðar var hún með boð heima á
Karlagötu í tilefni af sextugsaf-
mæli sínu fyrr á árinu. Þar voru
samankomin fjölskylda Öldu,
vinir og vinnufélagar og Alda í
essinu sínu.
Þegar við komum frá Kaup-
mannahöfn um daginn kvödd-
umst við á flugvellinum með
þeim orðum að hittast næst í
jólaboðinu hjá Öldu. Við gerðum
góðlátlegt grín að því að við vær-
um í saumaklúbbi þar sem væri
einn fundur á ári og alltaf hjá
sömu manneskjunni. Við lofuðum
bót og betrun. Við ætluðum svo
að halda áfram að gera eitthvað
skemmtilegt saman, Danmerk-
urferðin væri aðeins upphitun
fyrir fleiri ferðir.
Ekki grunaði okkur þá að jóla-
boðið yrði með öðru sniði þetta
árið og að við ættum ekki eftir að
sitja saman á Karlagötunni oftar.
Allt hefur sinn tíma og við erum
enn og aftur minnt á hve stutt er
milli lífs og dauða.
Við færum einkasyni Öldu,
Gunnari Birni, systkinum Öldu
og fjölskyldum þeirra okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Elsku Alda, megi stjarnan
bjarta lýsa þér um vegi sumar-
landsins.
Aldís, Hanna, Ragnheiður,
Signý og Vilborg.
Alda Björgvinsdóttir
✝ Þórður J.Karlsson
fæddist í Hvera-
gerði 1. ágúst
1944. Hann lést á
Sólvangi 8. desem-
ber 2019.
Foreldrar hans
voru Klara Guðrún
Þórðardóttir, f. 1.
júní 1923, d. 4. júlí
2008, og Karl Jó-
hann Magnússon,
f. 7. september 1916, d. 26.
ágúst 1989. Bræður Þórðar eru
1) Magnús Einar Karlsson, f. 2.
október 1942, d. 26. október
1995, eiginkona Fjóla Að-
alsteinsdóttir, f. 4. apríl 1942,
d. 26. október 1995. 2) Ottó H.
Karlsson, f. 16. apríl 1946, d.
11. október 2007, eiginkona
Guðríður Aðalsteinsdóttir, f.
13. febrúar 1946, d. 31. mars
2003. 3) Karl Ómar Karlsson, f.
13. maí 1948, eiginkona Fríða
eiginkona Freyja Árnadóttir, f.
13. september 1969, börn Hálf-
dáns með fyrrverandi eigin-
konu Elínu Margréti Guð-
mundsdóttur, f. 25. apríl 1969,
eru Guðmundur Birkir, f. 16.
júní 1994, og Thelma Rós, f. 11.
janúar 2002. 3) Jökull Ingvi, f.
5. janúar 1976, sambýliskona
Snædís Ögn Flosadóttir, f. 1.
mars 1983, börn þeirra eru
Dagur Snær, f. 25. september
2001, Hekla Mjöll, f. 19. októ-
ber 2005, og Logi Fannar, f. 9.
nóvember 2005.
Þórður stundaði sjómennsku
í 40 ár en á seinni árum vann
Þórður hjá Sendibílastöð Hafn-
arfjarðar og Glerborg. Þórður
var í fulltrúarráði Sjómanna-
dagsráðs frá 2003-2016 og í
stjórn Sjómannafélags Hafn-
arfjarðar frá 2007-2016. Á sjó-
mannadaginn 2010 í Hafn-
arfirði var Þórður heiðraður
fyrir störf sín á sjó.
Útför Þórðar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 19.
desember 2019, og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Guðjónsdóttir, f.
11. mars 1946. 4)
Rúnar Karlsson, f.
21. ágúst 1951.
Hinn 26. mars 1967
kvæntist Þórður
Málmfríði Þór-
hallsdóttur, f. 31.
ágúst 1944. For-
eldrar hennar voru
Þórhallur Hálfdán-
arson, f. 30. októ-
ber 1916, d. 6.
október 2011, og Guðmunda
Halldórsdóttir, f. 14. júlí 1919,
d. 26. apríl 2011.
Börn þeirra Þórðar og
Málmfríðar eru: 1) Þórhildur,
f. 4. júní 1962, eiginmaður Þór
Jóhannsson, f. 20. ágúst 1961,
börn þeirra eru Þórdís Lilja, f.
27. desember 1987, Arndís
Sara, f. 22. mars 1990, Steinar
Páll, f. 11. apríl 1999, og Kári
Freyr, f. 11. apríl 1999. 2) Hálf-
dán Karl, f. 17. desember 1966,
Elsku afi, í dag kveðjum við
systkinin þig. Við eigum ófáar
minningar sem við höfum skap-
að saman í gegnum árin. Ára-
mótaboðin heima hjá þér og
ömmu á Hrauntungu, þar sem
þú eldaðir svínakótilettur í raspi
sem var besti hátíðarmatur í
heimi, og þegar við vorum uppi í
bústað, þar sem þú varst alltaf
með eitthvert verkefni í gangi,
voru gleðistundir sem munu
seint gleymast. Við munum eftir
því þegar við komum upp í bú-
stað og afi var tilbúinn með við-
arbúta til að leyfa okkur að
brenna í útiarninum, sem þótti
spennandi. Það var ekkert verk
of stórt fyrir afa og gátum við
alltaf treyst á hann til að að-
stoða okkur ef eitthvað kom upp
á. Nefna má þegar Arndís kom
að bílnum með sprungið dekk,
afi var kominn innan fárra mín-
úta til að hjálpa til. Þannig var
afi alltaf tilbúinn að koma og að-
stoða okkur. Við gætum talið
upp margar minningar sem við
eigum um afa sem fólust flestar
í því að afi var að sinna ein-
hverjum verkefnum í kringum
sig. Sú minning sem stendur
upp úr og við eigum alltaf eftir
að geyma í hjarta okkar er frá
jólunum. Á hverju ári eftir að
búið var að opna pakkana, hvort
sem afi hafði verið með okkur
þau jól eða kom til okkar seinna
um kvöldið, sló hann út jólin.
„Nú eru jólin búin,“ sagði hann
og brosti.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa)
Hvíl í friði elsku afi.
Þórdís Lilja, Arndís
Sara, Steinar Páll og
Kári Freyr.
Þórður J. Karlsson
Við þökkum innilega samúð og kveðjur sem
okkur hafa borist vegna andláts og útfarar
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
ÁGÚSTAR G. SIGURÐSSONAR,
vélstjóra, skipatæknifræðings og
útgerðarmanns í Hafnarfirði,
sem lést í Hafnarfirði föstudaginn 29. nóvember. Útför hans fór
fram miðvikudaginn 11. desember frá Hafnarfjarðarkirkju.
Guðrún Helga Lárusdóttir
Jenný Ágústsdóttir Halldór Kristjánsson
Ólafía Lára Ágústsdóttir Snorri Hauksson
Helga Ágústsdóttir Ólafur Skúli Indriðason
barnabörn og barnabarnabörn
✝ BjarnheiðurEinarsdóttir
fæddist á Ólafs-
firði 17. nóv-
ember 1939. Hún
lést á heimili sínu
10. desember
2019.
Foreldrar
hennar voru Ein-
ar Einarsson, f.
15. ágúst 1901, d.
30. október 1952,
og Guðrún Dagbjört Sigvalda-
dóttir, f. 15. júlí 1900, d. 12.
júlí 1997. Systkini Bjarnheið-
ar: Halldór, látinn, Matthías,
látinn, Elsa, látin, Brynhildur,
látin, Jóna Kristlaug og Sig-
valdi.
Fyrri eiginmaður Bjarn-
heiðar er Hilmar Hafsteinn
Svavarsson, f. 4. mars 1940.
Þau skildu. Synir þeirra: 1)
Kristján Már, f. 18. september
1961. 2) Sigurður Smári, f. 18.
ágúst 1965, d. 18.
september 1983.
Sambýlismaður
hennar var Guð-
mundur Haukur
Sigursteinsson, f.
29. desember 1945,
d. 21. október
2019. Þau slitu
samvistum. Þau
áttu eina dóttur,
Berglindi Heiðu, f.
31. ágúst 1983, d.
30. nóvember 2013. Berglind
Heiða átti tvær dætur: 1)
Bjarnheiður Ninja, f. 4. janúar
2006. 2) Sæunn Árný, f. 18.
desember 2008.
Bjarnheiður var verkakona
og vann meðal annars við fisk-
vinnslu í Grindavík og umönn-
unarstörf á Grund og á Drop-
laugarstöðum í Reykjavík.
Útför Bjarnheiðar fer fram
frá Bústaðakirkju í dag, 19.
desember 2019, klukkan 13.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Hvíldu í friði elsku amma mín
og kysstu mömmu og Smára frá
mér.
Bjarnheiður Ninja.
Óvænt og fyrirvaralaust
kvaddi Bjarnheiður þetta líf. Við
ráðum ekki okkar næturstað en
mikið óskaplega var erfitt að fá
hringinguna um fráfall Böddu.
Við kynntust þegar Berglind,
dóttir Böddu, og Simmi stjúpson-
ur minn fóru að vera saman.
Berglind og Simmi slitu samvist-
um en saman áttu þau tvær dæt-
ur, Bjarnheiði Ninju og Sæunni
Árnýju sem núna syrgja ástkæra
ömmu sína. Ninja hefur alist upp
hjá mér frá bernsku og er mér
sem dóttir og Badda talaði alltaf
um mig sem mömmu Ninju. Við
Badda höfum frá því Ninja fædd-
ist verið í miklum samskiptum og
skipti það mig miklu máli að
Ninja væri í góðum samskiptum
við ömmu sína og nöfnu, enda sá
Badda ekki sólina fyrir henni.
Ömmuhelgar voru reglulega og
alltaf var það þannig að Ninja
kom heim með eitthvað sem
amma hennar gaf henni. Ég
keyrði Ninju alltaf til ömmu sinn-
ar og sótti hana, því Badda hafði
ekki bíl til umráða.
Mér finnst tilhugsunin erfið
um að ég eigi ekki eftir að setjast
niður með Böddu, fá kaffibolla og
gott spjall. Lífið fór hörðum
höndum um Böddu og ég velti því
oft fyrir mér hvernig hún stæði
upprétt.
Badda átti þrjú börn, elstur er
Kristján Már sem var haldreipið
hennar og henni alveg ómetan-
legur og umhyggja hans fyrir
henni var óendanleg og hún Elín
vinkona Kristjáns var Böddu
mjög kær og var henni mjög góð.
Smári var næstelstur en hann
fórst af slysförum aðeins 18 ára
að aldri, yngst var svo mamma
Ninju, hún Berglind Heiða, sem
einnig fórst af slysförum aðeins
30 ára að aldri. Það er þyngra en
tárum taki fyrir foreldri að fylgja
börnum sínum til grafar og mikil
sorg, en Badda var trúrækin og
ég held að það hafi hjálpað henni í
gegnum þennan mikla missi. Við
Ninja höfum setið og rifjað upp
liðna tíma með ömmu Böddu og
það yljar okkur núna að eiga dýr-
mætar minningar um einstaka
konu.
Við Badda vorum fyrir löngu
farnar að ræða fermingu Ninju á
næsta ári og byrjaðar að plana
gestalista og annað. Mikið sem
við hlökkuðum til að vera með
stúlkunni okkar á fermingardag-
inn. Ég veit að amma Badda
verður með okkur í anda en mikið
eigum við eftir að sakna hennar
um ókomna tíð. Hún er nú sam-
einuð Smára og Berglindi og
verður lögð til hinstu hvílu hjá
þeim.
Elsku hjartans Badda mín,
mikið er nú erfitt að þurfa að
kveðja þig. Farðu í friði elskuleg.
Elsku Kristján, Elín, Ninja
mín og Sæunn, ykkur votta ég
mína dýpstu samúð og bið þess
að minningarnar megi verða ykk-
ur ljós í lífinu og milda sorgina og
söknuðinn.
Margt þú hefur misjafnt reynt,
mörg þín dulið sárin.
Þú hefur alltaf getað greint,
gleði bak við tárin.
(JÁ)
Sigrún Ríkharðs.
Bjarnheiður
Einarsdóttir