Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 6999 kr.kg Lambahryggur með hvítlauksfyllingu 10980kr.kg Nautalund miðja Chateaubriand með rósmarín og trufflu marineringu 4999 kr.kg Lambalæri með villisveppafyllingu Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Hátíðarsteikur frá Kjötkompaní Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Við getum sagt í grófum dráttum aðníutíu prósent hafi verið mjög sáttvið sumardvöl sína. Það þýðir þóekki að dvölin hafi alltaf verið létt, að það hafi ekki verið áskoranir og erfiðleikar. Um tíu prósent eru ósátt við sveitadvölina og við fjöllum líka um ofbeldi, enda vissum við þegar við fórum af stað að siðurinn að senda börn í sveit hafði frekar neikvæða mynd á sér. Við vorum ekki að leita eftir ljótum sögum eða góðum, heldur öllum sögum. Við er- um hvorki að segja að þetta hafi verið algóður siður eða eitt allsherjarofbeldi, held- ur að þetta hafi verið marg- brotið,“ segir Jónína Einarsdóttir en hún er ein þeirra sem stóðu að rann- sókn sem gerð var á þeim íslenska sið að senda börn í sveit. Í kjölfarið voru gefnar út tvær bækur, önnur heitir Send í sveit þetta var í þjóðarsálinni, og geymir hún frásagnir fyrrverandi sumardvalarbarna, sveitafólks og foreldra, en hin heitir Send í sveit súrt, saltað og heimabakað, en sú bók er með miklu og skemmtilegu myndefni og þar eru helstu niðurstöður rannsóknarinnar dregnar saman. „Við gerðum spurningalistakönnun til að reyna að átta okkur á heildinni. Við vitum að fjöldi fólks á mjög góðar minningar frá sumar- dvöl í sveit, en við vitum líka að ekki leið öllum vel og sumir struku. Eftir viðtöl við fólk þar sem við báðum það að horfa til baka og segja okkur hvað það lærði af sveitadvölinni, eða hvernig það breytti því, þá voru ótrúlega margir sem sögðu að þeir væru ekki það sem þeir eru í dag ef þeir hefðu ekki farið í sveit. Í sveitinni var tekið meira mark á þeim og talað við þau eins og þau væru fullorðið fólk. Þau fengu mikla ábyrgð og lærðu að vera sjálf- stæð, fengu verkefni sem þau áttu að klára. Sumir sögðust hafa orðið að mönnum í sveit- inni, lært að vinna, en aðrir segja dvöl sína hreinlega hafa verið þrælkun. Sumir krakkar fengu verkefni í sveitinni sem þau réðu ekki við, sem getur verið mjög niðurbrjótandi. Það var allur gangur á þessu.“ Engin börn voru á götum borgarinnar Jónína segir að elsta heimildin um að senda börn í sveit sem hún fann á timarit.is sé frá 1892. „Um leið og þéttbýli fór að myndast á Ís- landi byrjaði þessi hefð og var enn mjög al- geng allt fram til 1980, jafnvel lengur, en eftir það dró mikið úr því að börn væru send í sveit. Sveitirnar fengu það uppeldishlutverk að taka á móti kaupstaðarbörnum yfir sumartímann og foreldrar vildu senda börn sín í sveit af alls- konar ástæðum. Alla tíð var þó skortur á al- vörusveitabæjum sem gátu tekið við öllum þessum börnum, það er eitt af því sem kom mér mest á óvart. Þegar mest var þá voru fleiri drengir en stúlkur sendir í sveit og drengir dvöldu líka lengur hvert sumar og fóru í fleiri sumur. Ætla má að sextíu til sjötíu prósent barna hafi farið í sveit þegar siðurinn var hvað algengastur, enda voru engin börn á götunum í ákveðnum hverfum í Reykjavík á sumrin, nema stúlkur að passa lítil börn. Við erum með frásagnir af stelpum sem voru orðnar þreyttar á að passa börn í bænum og vildu frekar fara í sveit, þeim fannst meira spennandi að fá að keyra dráttarvél og djöfl- ast í útiverkum. Börnum var treyst fyrir dráttarvélum og við gerðum okkur far um að taka viðtöl við fólk sem ók dráttarvélum á barns- og unglingsaldri og fyrir flesta var það spennandi ævintýri og það var mikil ásókn í það. Ótrúlega ungir krakkar voru settir undir stýri og það voru deilur á Alþingi um það mál á sínum tíma, enda urðu hræðileg dráttar- vélaslys. Sumar frásagnir af því eru mjög átakanlegar.“ Einnig sjónarhorn sveitafólksins Jónína segir samspil margra þátta hafa orðið til þess að siðurinn að senda börn í sveit hafi að mestu lagst af. „Að hluta til er það vegna hinnar miklu vélvæðingar í landbúnaði, þá þurfti minni mannskap til að vinna verkin. Einnig hafa áhrif breyttar hugmyndir um vinnu barna og um vinnuvernd, sem og umræðan um dráttar- vélaslys. Þegar ofbeldisumræðan fór af stað upp úr 1990 varð fólk hrætt við að senda börn í sveit. Í fjölmiðlum og bókum var fjallað um ofbeldi sem börn urðu fyrir. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir bókmenntafræðingur var með okkur í þessum rannsóknum og hún hefur skoðað bókmenntir þar sem fólk segir frá sveitadvöl sinni. Ljóð og barnabókmenntir varpa gjarnan ljóma á sveitadvöl barna í sveit en í ævisögum má oft finna ljótar lýsingar á meðferð á börnum sem fóru í sveit, sem að sumu leyti endurspegla umræðuna almennt í samfélaginu og sumir viðmælenda okkar sögðu að fólk hafi í framhaldinu hætt að treysta ókunnugum,“ segir Jónína og bætir við að henni þyki mjög áhugvert hversu stór hluti barna fór til vandalausra í fyrsta sinn sem þau fóru í sveit. „Ég tek fram að við gerðum okkar far um að sjónarhorn heimafólks, sveitafólksins og sveitabarnanna kæmi líka fram. Til dæmis var sveitafólkið stundum í stökustu vandræðum því það var endalaust verið að biðja það að taka börn í sveit og krökkunum í sveitinni fannst stundum að þau börn réðust inn í þeirra líf, þau voru misskemmtileg eins og gengur og gerist. Aftur á móti myndaðist oft vinskapur fyrir lífstíð.“ Góðir vinir Börn um 1940-1950 í Gautlöndum 1 í Mývatnssveit. Bú Að Felli í Dýrafirði 1962, bæði heimabörn og börn í sveit. Rakað Stúlka að störfum í Melbreið í Fljótum fyrir 1985. Oft myndaðist vinskapur fyrir lífstíð Nánast alla 20. öldina kynntist stór hluti íslenskrar æsku þeim sið að vera send í sveit. Jónína Einarsdóttir og samstarfsfólk hennar hafa rannsakað þessa íslensku venju og gefið út bækur með frásögnum fyrrverandi sumardvalarbarna, sveitafólks, foreldra og annarra. Langflestir sem horfa til baka eru ánægðir, en um tíu prósent eiga slæmar minningar, þar sem m.a. heimþrá, erfiðisvinna og ofbeldi koma við sögu. Gaman Börn á Skriðnesenni á Ströndum 1990 gefa heimalningum að drekka úr pelum. Jónína Einarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.