Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 65
MINNINGAR 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 unnar sem hafa glímt við les- blindu og aðra námsörðugleika. Sjálf geislaði hún af jákvæðum krafti sem hafði bætandi áhrif á umhverfið. Stór þáttur í starfi hennar var að virkja foreldra og forráða- menn til samstarfs. Hennar skoðun var sú að auðvitað væru þeir mestu sérfræðingarnir í því er varðaði þeirra eigin börn og skjólstæðinga. Þess vegna væri lykilatriði að fá þá með í þjálfun og æfingar heima. Vinna hennar fólst því einnig í því að leiðbeina þeim. Þegar Gyða lét af störfum við Iðnskólann hélt hún áfram sínu starfi heimafyrir og mætti víða á fræðslufundi til að segja frá og kenna úrræðin sem hún byggði á. Hún hélt því staðföst áfram að bæta hag fólks á öllum skólastig- um, bæði hvað varðar lesblindu og önnur sértæk námsvandamál. Ævistarf hennar hefur því létt lífið hjá fjölda fólks sem fékk ný tækifæri eftir aðstoð frá henni. Með vísan í Einræður Starkaðar er óhætt að fullyrða að hún hafi „dimmu í dagsljós breytt“ hjá fjölmörgum. Við undirritaðir viljum fyrir hönd okkar fyrrverandi sam- starfsmanna hennar við Iðnskól- ann í Reykjavík þakka fyrir sam- vinnuna og vináttuna og sendum fjölskyldu Gyðu okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Fjölnir og Frímann. Það var mikið lán að kynnast þeim hjónum Gyðu Stefánsdótt- ur kennara og Sigurði Helgasyni sýslumanni er við, ung prests- hjónin, vorum að stíga okkar fyrstu skref á Seyðisfirði árið 1981. Þau voru bæði lífsreynd og full starfsorku. Þar fóru rétt- sýnn og vitur embættismaður og glæsileg hugsjónakona. Skemmst frá að segja tókst góð og einlæg vinátta með okkur, vinátta sem hélst meðan þau lifðu. Í þeim hjónum fundum við hugsandi kristið fólk, sem elsk- aði kirkjuna sína og bar um- hyggju fyrir samfélaginu. Er þau hjónin voru nýflutt til Seyðisfjarðar stóð þannig á að eiginkonur okkar beggja þurftu að vera fyrir sunnan til lækninga yfir jólin. Ákváðum við Sigurður að við skyldum bjóða hvor öðrum í jólamatinn; ég með rjúpur á að- fangadagskvöld og hann með hangikjöt á jóladag. Ekki fer miklum sögum af eldamennsk- unni, en vinátta okkar dýpkaði og efldist. Þar fékk ég að kynn- ast einstökum embættismanni, eldhuga og einlægum trúmanni nánar. Hann varð mér sönn fyr- irmynd. Þau hjónin áttu það til að líta inn til okkar á gönguferðum sín- um. Kom þá fyrir að Sigurður sagði hvatlega um leið og hann vatt sér inn úr dyrunum: „Séra Magnús, nú þurfum við eina stutta og sterka.“ Þá var snar- lega brugðist við og stuttri bæn andvarpað upp á staðnum. Gyða átti lifandi, einlæga kristna trú, sem var aflvaki til góðra verka. Hún var einstök kona, kraftmikil, hugrökk og brennandi hugsjónakona. Hún brann fyrir umbótum í sér- kennslumálum og talaði svo fal- lega um tækifæri þeirra sem glímdu við lesblindu er hún var að leita lausna á vanda þeirra. Þannig tók hún á hverju máli af dýpt og skilningi. Hún var ein- stök móðir og bar mikla um- hyggju fyrir börnunum sínum sem öll voru orðin fullorðin er við kynntumst þeim. Á síðari árum var það afar ánægjulegt að hitta Gyðu oft í kirkjulegu starfi í Kópavogi, bæði á Alfanámskeið- um og á samkomum. Við minn- umst Gyðu með innilegu þakk- læti í huga og vottum börnum hennar og barnabörnum innilega samúð. Guð blessi ykkur og styrki. Guðrún Dóra Guðmanns- dóttir og Magnús Björn Björnsson. ✝ Jón Helgasonfæddist 12. desember 1932 á Akureyri. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Eir 1. desember 2019. Jón var sonur hjónanna Helga Thorberg Krist- jánssonar vél- stjóra, f. 1904, í Ólafsvík, d. 1976, og Kristínar Jónsdóttur, f. 1909 á Búðum Snæfellsnesi, d. 2002. Systkini Jóns eru: 1) Kristín, f. 1. ágúst 1931, gift Reinharði Wilhelm Sigurðssyni. 2) Krist- ján, f. 1934, kvæntur Björgu Láru Jónsdóttur. 3) Jóhannes, f. 1936, kvæntur Fríðu Sigur- veigu Traustadóttur. Eiginkona Jóns var Aðal- heiður Margrét Guðmunds- dóttir, f. 11. maí 1942, d. 24. sept. 2011. Hún starfaði sem heilbrigðisritari á Landakots- spítalanum. Foreldrar hennar voru Guðmundur Kristján Kristjánsson og Aðalheiður Klemensdóttir. Jón og Aðalheiður giftust 11. maí 1963 og þau eignuðust þrjú börn: 1) Guðmundur tón- stjóri á ýmsum skipum og bát- um frá 1952-68. Jón og Aðal- heiður hófu búskap í risíbúð á Holtsgötu 31 í Reykjavík og síðar á Hraunteig 22 til 1969. Það sama ár ákvað fjölskyldan að flytjast búferlum norður til Skagastrandar og bjuggu þar í 18 ár, lengst af á Fellsbraut 13. Jón var vélstjóri á skipum Skagstrendings hf. frá 1969- 87, á miklum uppgangstíma staðarins er skuttogaravæð- ingin landsins var í algleym- ingi. Árið 1987 togaði svo höfuðborgin í fjölskylduna aft- ur og þau fluttust á Holtsgötu 21 er varð þeirra heimili æ síð- an. Hætti Jón til sjós um svipað leyti og byrjar að vinna hjá Vélsmiðjunni Héðni hf. þar til hann lætur af störfum 2002 fyrir aldurs sakir. Þar sem Jón var bæði list- rænn og völundur á tré og járn undi hann vel sínum hag við smíðar og listsköpun. Hafði hann mikið yndi af tónlist, þótti lipur gítarleikari. Jón og Aðalheiður byggðu frá grunni sumarbústað í Ketlubyggð við Hellu. Aðalheiður andaðist 2011. Seinustu árin fékkst Jón við tréútskurð á Norðurbrún við Hrafnistu. Útför Jóns fer fram frá Nes- kirkju í dag, 19. desember 2019, og hefst athöfnin kl. 13. listarmaður, f. 11. okt. 1962 í sambúð með Rannveigu Egilsdóttur, börn þeirra eru: a) Sig- urjón Thorberg b) Egill Heiðar, stjúpsynir Guð- mundar eru Daníel Takefusa Þórisson og Bjarnfinnur Sverrisson. 2) Kristín tann- tæknir, f. 22. janúar 1964, gift Ragnari Smára Ingvarssyni vélstjóra, börn þeirra eru: a) Jón Ingi b) Aðalheiður c) Alex- ander, stjúpsynir Kristínar eru Haukur Ægir Ragnarsson og Leifur Þór Ragnarsson. 3) Æg- ir Thorberg flugvélaverkfræð- ingur, f. 27. júní 1971, börn hans eru: a) Ragna Birna b) Margrét Helga Thorberg, stjúpdóttir Ægis er Isabella Helga Seymour. Jón fæddist á Akureyri en ólst upp á Siglufirði. Hann lauk barnaskóla Siglufjarðar 1944 og Iðnskóla Siglufjarðar 1949. Ungur hóf hann að stunda sjó- mennsku og lauk minna mót- orvélstjóraprófi á Akureyri 1952 og meira mótorvélaprófi í Reykjavík 1966. Hann var vél- Nú er komið að kveðjustund- inni, kæri bróðir. Það hefur legið í loftinu að það styttist í þinni jarðvist hér. Við áttum mjög góða æsku á Siglufirði, þar sem þú varst okk- ur bræðrum fyrirmynd í leik og starfi. Þegar við fluttum út í Bakka þá eignuðust við árabát og síðar trillu sem notuð var óspart til veiða. Við stunduðum hnísuveiðar á vorin og eggjatöku í Héðinsfirði. Eitt sinn var afráð- ið að fara út í Drangey í eggja- töku. Tók sú ferð 24 tíma en eft- irtekjan var ekki mikil, því Skagfirðingarnir voru á undan okkur. Síðar meir var farið á vertíð í Vestmannaeyjum. Eftir það minnka samskipti okkar, við för- um sitt í hverja áttina, en alltaf varstu okkur kær, okkar stóri bróðir. Þú fórst á togara og síðan á bát sem var seldur til Skaga- strandar og þar settust þið Alla að og bjugguð í mörg ár. Við bræðurnir dreifðumst um landið, þú á Skagaströnd, Diddi í Ólafs- vík og Jói í Keflavík. En aldrei slitnuðu vinaböndin. Þegar börnin okkar voru upp- komin, þá var farið að huga að utanlandsferðum. Fyrsta ferðin okkar var Teriborgar-ferðin til S-Evrópu og heimsóttum þá líka Feneyjar og Júgóslavíu. Þetta var eftirminnileg ferð, í mörg ár skemmtum við okkur konung- lega að rifja upp þá ferðasögu. Við fórum líka saman á Costa del Sol og þaðan yfir Miðjarðarhafið til Marokkó og fórum þar 2000 ár aftur í tímann. Stórkostleg ferð sem verður lengi höfð í minnum, þó þú sért nú farinn frá okkur, kæri bróðir. Siglingin sem við fórum sam- an um Karíbahafið í eina viku var líka stórkostleg og við met- um það mikils að hafa fengið þennan tíma til að njóta saman. Eitt sinn fórum við bræðurnir í hjólhýsaferð um Vestfirði þar sem ekið var upp á fjöll og heið- ar. Þá ræddum við bræður að aldrei höfðum við séð þessa firði frá þessu sjónarhorni, eftir að hafa siglt firðina ótal sinnum. Kæri bróðir, þú byggðir ykk- ur Öllu sumarbústað sem hægt og hljótt varð að höll, eftir alla þína vinnu sem þú lagðir í hann. Margar góðar stundir áttum við saman í þessum sælureit. Þú ræktaðir stóran skóg á þessum harða mel þar sem hefði mátt halda að ekkert gæti vaxið. En þú gafst ekki upp. Þín einurð og alúð var eitt af þínum aðals- merkjum, svo ekki sé talað um þitt yndislega lundarfar. Þér tókst að koma okkur öllum í gott skap með þínu stóra brosi og faðmi. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Jóhannes (Jói) og Fríða, Kristján (Diddi) og Björg. „Elsku Nonni frændi, yndis- legi Nonni föðurbróðir, hefur kvatt okkur. Hann er farinn til hennar Öllu sinnar sem svo sannarlega hefur tekið honum fagnandi með opn- um örmum. Við systkinin eigum því láni að fagna að hafa þekkt Nonna frænda alla okkar ævi. Hann var elsti bróðir pabba. Þeir voru miklir vinir og bar aldrei skugga á þann vinskap, sem lýsti sér í því að mikill sam- gangur var á milli þeirra og fengum við systkinin að njóta góðs af. Nonni var þessi ljúflingur sem öllum leið vel með. Nærvera hans var engu lík. Hann var hlýr, alltaf brosandi, skemmtilegur, greiðvikinn, lista- maður mikill, gæddur miklu jafnaðargeði og svo spilaði hann á gítar. Nonni kallaði okkur allt- af frænkur-frændur, enda vorum við skyldari en orðið segir til um. Við eigum margar yndislegar minningar um Nonna frænda, hér eru nokkrar sem koma upp í hugann. Nonni frændi að sprauta jóla- snjó á stofugluggana fyrstu jólin okkar í Keflavík – fallegasta jólaskreyting sem við höfðum nokkurn tíma séð. Nonni frændi, sem keypti gít- ara fyrir okkur systur í Japan og sagði okkur dásamlegar sögur þaðan þegar hann var sendur til Japans að sækja togara á síðustu öld. Nonni frændi með gítarinn í fjölskylduboðum og hvað þau gátu sungið hann og Alla. Nonni frændi, listamaðurinn sem skar út þvílíkar gersemar og sór sig þar svo sannarlega í ættina okkar. Nonni og Alla með okkur fjöl- skyldunni í Karíbahafinu og það að sjá hvað þeir bræður voru nánir vinir rétt eins og mamma og Alla voru er okkur ógleym- anlegt. Elsku Nonni frændi, það að hafa kynnst þér og átt svo marg- ar dásamlegar stundir með þér og átt vinskap þinn alla tíð er ótrúlegur heiður sem verður aldrei tekinn frá okkur. Nú ertu kominn til hennar Öllu þinnar sem fór allt of snemma frá þér og okkur hinum. Við Jóabörn sendum allri fjöl- skyldu þinni okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Sigríður Jóhannesdóttir, Björg Jóhannesdóttir, Olgeir Jóhannesson, Una Jóhannesdóttir, Trausti Jóhannesson. Lítil stúlka stendur við snúru- staurinn heima í Bakka á Siglu- firði. Amma hennar er að hengja upp þvott í sumarþeynum, þeirri stuttu leiðist. Hún er búin að sitja og fylgjast með skipunum sem sigla inn og út fjörðinn. Síld- arvertíðin er í algleymingi og all- ir eru að flýta sér, nema hún. Hún er orðin ansi stúrin því eng- inn sinnir henni því amma henn- ar slær ekki slöku við, snúrurnar eru bráðum fullar af nýþvegnum þvotti. En allt í einu sér hún út undan sér Nonna frænda birtast í útidyrunum í Bakka. Hún stendur upp og byrjar að vola, hún kann nefnilega á frænda sinn. Volið breytist í grát og svo fara tárin að renna niður kinnar hennar. Hún sér að Nonni frændi staldrar við og hún veit að sigurinn er á næsta leiti. „Komdu til Nonna frænda, frændi skal taka þig með sér.“ Sú stutta lítur brosandi til ömmu sinnar gegnum tárin, hleypur um hálsinn á Nonna frænda sín- um og þau leiðast saman út í daginn. Í dag kveð ég Nonna frænda, unglinginn sem hafði ómælda þolinmæði gagnvart litlu frænku sem svaf á daginn og grét um nætur. Nonna frænda sem kitl- aði ungbarnið heila kvöldstund meðan amman fór á kvenfélags- fund og þegar hún kom heim voru allar bleyjur búnar og litla frænka með hiksta af kátínu. Nonna frænda sem gaf mér gítar í 10 ára afmælisgjöf. Nonna frænda sem spilaði á harmon- ikku og gítar og kenndi mér að njóta lifandi tónlistar. Nonna frænda sem var alltaf hrókur alls fagnaðar, ljúfur og hlýr. Elsku Gummi, Kidda og Æg- ir, tengdabörn, börn og barna- börn. Ykkar er missirinn mestur. Ég kveð með þakklæti Nonna frænda sem fylgdi mér í gegnum lífið og alla hans ljúfmennsku og elsku í minn garð, sem gerði mig sterkari í lífsins ólgusjó. Fyrir það ber að þakka. Góður maður er burt genginn. Helga Margrét (Helga Magga) litla frænka. Gamall vinur og samstarfs- maður er fallinn frá. Jóni Helga- syni kynntist ég fyrst er ég fór til sjós 16 ára gamall 1957 á síld- arbát en þar var Jón vélstjóri. Jón reyndist mér vel og leið- beindi oft af sinni alkunnu glað- værð og gerði lítið úr yfirsjónum viðvaningsins. Síldin var brellin og gaf ekki oft færi á sér þetta sumar. Veiðin varð ekki mikil en alltaf hélt Jón sinni glaðværu framkomu og hélt uppi fjörinu um borð, að ekki sé minnst á þegar við lágum í brælum inni á Siglufirði eða Raufahöfn. Það var oft glatt á hjalla þegar Jón tók upp gítarinn í káetunni og stjórnaði söng skipsfélaga og gesta. Um haustið skildu leiðir en við hittumst aftur í janúar 1969. Skagstrendingur hf. á Skaga- strönd var að leita að skipi sem átti að fara á togveiðar til þess að afla hráefnis fyrir frystihúsið á staðnum. Þegar við skoðuðum skip sem okkur leist vel á kom í ljós að Jón var þar yfirvélstjóri og við vorum svo heppnir að hann féllst á að aðstoða okkur við vélstjórnina fyrstu mánuðina. Ekki nóg með það heldur ákvað Jón fljótlega að flytja með fjöl- skyldu sína til Skagastrandar og halda áfram vélstjórnarstarfinu. Tveimur árum seinna bætti Skagstrendingur við sig nýlegu skipi frá Noregi sem var fyrsta skipið sem notaði eingöngu kassa undir aflann og flutti Jón sig þá yfir á nýja skipið. Áfram var haldið og næst lá fyrir að sækja nýjan skuttogara til Jap- ans. Við Jón flugum frá Keflavík til New York og þaðan til Tókýó og Muroran á Hokkaídí í Japan með viðkomu í Alaska. Við vor- um allir óvanir svona langferðum og ekki alltof öruggir um hvern- ig við ættum að bera okkur að en alltaf hélt Jón sínu góða skapi og rólyndi hvað sem á gekk. Við dvöldum þarna í mánaðartíma þar sem Jón kynnti sér allan vél- búnað skipsins gaumgæfilega á meðan skipstjórinn, Guðjón Ebbi, dvaldist mest á stjórnpalli en allur vélbúnaður og fiskveiði- og siglingabúnaður var af nýj- ustu gerð og þeim að sumu leyti nýlunda því bátarnir gömlu höfðu ekki jafn fullkominn búnað og þessi nýsmíði. Allt tókst þetta vel og 15. október 1973 sigldu þeir félagar Arnari í höfn á Skagaströnd. Það vakti athygli að í öllum íbúðaklefum skipsins var útvarp og hljómflutnings- tæki en það hafði ekki tíðkast í fiskveiðiflota landsmanna fram að því en Jón hvatti mjög til þess að útbúa aðstöðu allrar áhafn- arinnar þannig að sómi væri að. Ég minnist þess líka þegar ég í forföllum var munstraður 3. vélstjóri á Arnari, og Jón hafði falið mér að skipta úr svartol- íubrennslu yfir á gasolíu tveimur tímum áður en við komum að landi og mér urðu á einhver mis- tök við það, hversu fljótt og yf- irvegað Jón brást við þegar ég vakti hann í vandræðum mínum og aldrei stríddi hann mér á mis- tökunum þótt hlægileg væru. Jón var á Arnari þar til hann fór yfir á Örvar sem var fyrsti frystitogari Íslendinga árið 1982 og starfaði með okkur hjá Skagstrendingi hf. til ársins 1987 er hann flutti aftur til Reykjavík- ur. Skemmtilegur og góður vinnufélagi mun lifa lengi í minn- ingunni. Sveinn Ingólfsson. Var að róta í verkfæratösk- unni í vikunni sem leið. Gerist ekki oft enda seint talinn hand- laginn í minni sveit. Það fyrsta sem við mér blasti var forláta skiptilykill. Hann lá ósköp grandvar innan um öll hin verk- færin og átti klárlega sinn virð- ingarsess innan um tæki og tól sem safnast höfðu saman í ár- anna rás. Það var eitthvað sem varð til þess að hann fangaði alla mína athygli. Það var í raun ekki lykillinn sjálfur, smá svona rún- um ristur, kominn til ára sinna og bar þess glögg merki að hafa stigið ölduna í gegnum tíðina. Heldur voru það stafirnir JH sem rétt mótaði fyrir á enda skaftsins. Það rann þá upp fyrir mér að Jón Helgason hafði lánað mér þennan skiptilykil fyrir mörgum árum. Vonandi bara eina verk- færið sem ég hafði gleymt að skila því þau voru ófá verkfærin og heilræðin sem ég fékk frá honum í Ketlubyggðinni þegar sumarhús okkar í fjölskyldunni lágu saman. Ég horfði ofan í verkfæratöskuna og á einhvern hátt áttaði ég mig á þeirri mynd- líkingu sem við mér blasti. Látleysi og hógværð en á sama tíma tímalaus styrkur þess sem alltaf hefur staðið fyrir sínu og vel það. Jón hafði þann frábæra eig- inleika að flýta sér hægt, tala ró- lega og lágt og þar með fanga andartakið. Það þarf nefnilega stundum að ígrunda hlutina að- eins. Þegar það er búið er hægt að fara af stað, án nokkurs asa heldur fumlaust. Vinna sig svo í gegnum verkefni dagsins eða líf- ið með staðfestu þess sem veit hvert hann stefnir. Á þennan hátt virkaði Jón alltaf á mig. Hæglátur handleiksmaður sem vildi allt fyrir alla gera enda hef ég ásamt svo mörgum öðrum svo sannarlega notið góðs af því í gegnum árin. Nú höfum við fylgst að í rúm 50 ár. Yndislegur tími heilt yfir og margs að minnast sem maður er þakklátur fyrir. Seinni hálf- leikur hafinn hjá mér en komið að lokum hjá þér. Ég veit að þú varst orðinn sáttur, bæði við líf- ið, guð og menn. Hætta skal leik þegar hæst stendur og þetta var orðið fínt. Kankvís svipurinn, léttir hljómar á gítarinn og sumarand- varinn á pallinum í Ketlubyggð- inni er myndin sem situr eftir í huganum. Takk fyrir allt. Klemens Arnarson. Jón Helgason Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI SELJAN, fyrrv. alþingismaður, Kleppsvegi 14, Reykjavík, lést á Landspítalanum, Fossvogi, þriðjudaginn 10. desember. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 20. desember klukkan 13. Jóhanna Þóroddsdóttir Helga Björk Helgadóttir Þóroddur Helgason Hildur Magnúsdóttir Jóhann Sæberg Helgason Ingunn K. Indriðadóttir Magnús Hilmar Helgason Sólveig Baldursdóttir Anna Árdís Helgadóttir Indriði Indriðason barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.