Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 70
70 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 ✝ HólmfríðurFinnbogadóttir fæddist 1. júlí 1931 á Lágafelli, A-Landeyjum. Hún lést 28. nóvember 2019. Eiginmaður hennar var Reynir Jóhannsson, f. 14.2. 1927, d. 12.11. 2012. Eftirlifandi dótt- ir er Særún Arsenault Esjars- son. Eiginmaður hennar er Aðalsteinn Esjarsson, þau búa í Danmörku. Barnabörn Hólmfríðar eru Myrra Rós Þrast- ardóttir, Guð- björg Líf Þrast- ardóttir og Reyn- ir Hólm Þrastar- son. Dóttir Myrru er Lára Þöll Búa- dóttir. Börn Guð- bjargar eru: Emi- lie Lif Stage, Freya Stage og Magnus Holm Stage. Útför Hólmfríðar fór fram 5. desember 2019 í kyrrþey. Kæra Hófý. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Ég kynntist þér vel þegar ég fór að vinna í skógræktinni hjá þér fyrir rúmlega 20 árum. Þau tengsl voru mér ákaflega mik- ilvæg og kenndu mér margt. Þú varst mikið hörkutól og kveinkaðir þér lítið, þó eflaust hafi oft verið ástæða til. Ég hafði auðvitað ekkert verksvit þegar ég byrjaði að vinna í skógræktinni og þú lést mig heyra það, en ég held nú að það hafi eitthvað lagast með tím- anum. Þú talaðir ekki mikið um til- finningar, en ég fann að þér þótti vænt um mig og sýndir mér alltaf mikla umhyggju á þinn hátt. Þú spurðir alltaf hvernig gengi og spurðir líka um stjúpbörnin mín, sem mér þótti mjög vænt um að þú skyldir gera. Við reyndum að heimsækja þig þegar við kom- um í heimsókn til Íslands og alltaf voru höfðinglegar mót- tökur. Þér líkaði ekki við alla og lést skoðanir þínar óhindrað í ljós. Ég sá í þér marga persónu- leikaþætti sem ég hef sjálf og held að það hafi hjálpað mér mikið að hafa sterka fyrirmynd. Ég sá í þér að konur geta allt sem þær vilja og staðið jafn- fætis körlunum. Það var mjög mikilvægt fyrir mig. Þú gekkst langt til þess að hjálpa öðrum og oft held ég að þú hafir ofgert sjálfri þér. Það var aldrei lognmolla í kringum þig. Þér var mikið í mun að krakkarnir í skógræktinni hefðu það gott. Það var skrýtið að koma upp í Þöll þegar þú varst hætt að vinna þar. En gott fólk er búið að taka þar við sem heldur áfram að skapa gott og heimilislegt andrúmsloft fyr- ir viðskiptavini. Þú hefðir eflaust ekki óskað að það yrðu skrifaðar um þig lofræður. Ég hefði viljað segja þetta við þig meðan þú lifðir, en einhvern veginn tókst mér það ekki. Þegar ég flutti heim til Ís- lands varstu komin á Sólvang. Það var skrýtið að sjá þessa stóru, öflugu konu, sitja að- gerðalausa. Einhvern veginn hafði ég aldrei ímyndað mér það. En nú hefur þú fengið friðinn og ert komin í faðm þeirra sem eru farnir á undan. Við hin eigum margar dýrmæt- ar minningar um sérstaka konu sem snerti marga. Ég læt fylgja með sálm sem mér þótti vænt um. Megi gæfan þig geyma, megi Guð þér færa sigurlag, megi sól lýsa þína leið, megi ljós þitt skína sérhvern dag. Og bænar bið ég þér, að ávallt geymi þig Guð í hendi sér. (Bjarni Stefán Konráðsson) Hvíl í friði og takk fyrir allt. Þín bróðurdóttir, Ragnhildur. Hólmfríður var einstök manneskja, drífandi og kraft- mikil hugsjónakona sem trúði á jöfnuð. Hún gekk í félag ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði stuttu eftir að hún flutti í bæ- inn og tók þátt í starfi Alþýðu- flokksins um langa hríð. Þar eignaðist hún marga góða vini en hún átti líka góða og trausta vini sem voru á annarri skoðun en hún í pólitíkinni. Hólmfríður var ræktunar- manneskja enda alin upp í sveit og hefði allt eins getað hugsað sér að verða bóndi, en Magnús bróðir hennar tók við búskapn- um af foreldrum sínum á Lága- felli. Hólmfríður var í farskóla heima í Austur-Landeyjum og fór síðan í húsmæðraskóla á Laugarvatni. Hún vann eftir það um tíma í Skógarskóla og hjálpaði til við búskapinn heima á sumrin. Þegar hún réðst sem ráðskona á bát í Keflavík kynntist hún mannsefni sínu, Reyni Jóhannssyni frá Hauga- nesi á Árskógsströnd. Gengu þau í hjónaband 1953 og fluttu nokkru síðar til Hafnarfjarðar. Hólmfríður vann við af- greiðslustörf og var um tíma með blómaverslun. Eftir að Særún dóttir þeirra fæddist haustið 1963 var Hólmfríður heimavinnandi, passaði börn, sinnti þjónustustörfum og sitt- hvað fleira. Hólmfríður var mjög trúuð og tók virkan þátt í starfi Sálarrannsóknarfélags Hafnarfjarðar. Árið 1980 kom hún til starfa hjá Skógræktarfélagi Hafnar- fjarðar og var fastráðin árið eftir. Hún tók við formennsku í félaginu 1989 og gegndi því embætti til 1998, þegar hún var ráðin framkvæmdastjóri félags- ins. Þeirri stöðu sinnti hún til ársins 2013 þegar hún lét form- lega af störfum. Hólmfríður var farsæll formaður og framkvæmdastjóri. Félags- mönnum fjölgaði til muna fyrir tilstuðlan hennar. Hún virkjaði ungt fólk, lagði ríka áherslu á samviskusemi og góð vinnubrögð og kenndi mörgum unglingnum að sinna ræktunarstarfinu. Félagsstarfið varð kraftmeira en það hafði verið í langan tíma og fjölgaði félögum jafnt og þétt. Reynir og Hólmfríður áttu drjúgan þátt í að bæta aðstöðuna á starfssvæði félagsins í Höfða- skógi, hann með smíðum og alls konar viðvikum og hún gaf þeim sem komu í gróðrarstöð- ina góð ráð og sá til þess að all- ir fengju kaffi og með því. Hólmfríður sat í varastjórn Skógræktarfélags Íslands og var heiðursfélagi SÍ. Hún var einnig heiðursfélagi Skógrækt- arfélags Hafnarfjarðar. Ég kynntist Hólmfríði lítil- lega árið 1969 en kynni okkar hófust fyrir alvöru árið 1996 þegar hún fékk mig til að sjá um gönguleiðsögn á Skógar- og fjölskyldudegi félagsins. Stuttu seinna var ég kosinn í stjórn fé- lagsins og tók síðan við for- mennskunni. Það var gott að vinna með Hólmfríði að málefnum félags- ins. Hún var létt í lund og gerði oft að gamni sínu en var ætíð hreinskiptin og lá ekki á skoð- unum sínum á mönnum og mál- efnum. Hún var sannur vinur vina sinna og þeir sem öðluðust traust hennar áttu í henni hvert bein. Við kveðjum góða konu sem skilur eftir margar góðar minn- ingar. Særúnu dóttur Hólmfríð- ar, börnum hennar og barna- barni, ásamt öðrum ættmennum og vinum vottum við innilega samúð. Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktar- félags Íslands. Fallinn er frá einn af máttar- stólpum skógræktar í landinu, Hólmfríður Finnbogadóttir. Á aðalfundi Skógræktarfélags Hafnarfjarðar 2013 á alþjóða- degi skóga var Hólmfríður sæmd merki félagsins og gerð að heiðursfélaga þess er hún lét af störfum sem framkvæmda- stjóri. Áður hafði Hólmfríður verið gerð að heiðursfélaga Skógræktarfélags Íslands. Hólmfríður starfaði hjá Skóg- ræktarfélagi Hafnarfjarðar í 33 ár, þar af sem framkvæmda- stjóri í 15 ár. Hún hélt þó um stjórnartaumana lengur eða í 24 ár því hún varð formaður fé- lagsins árið 1989. Hún var fyrsta konan sem gegndi for- mennsku í félaginu og fyrsti framkvæmdastjóri þess í fullu starfi. Segja má að Hólmfríður hafi lyft grettistaki því öll aðstaða í Höfðaskógi tók stakkaskiptum í stjórnartíð hennar, en félagið var eingöngu með tvo litla verkfæraskúra áður en hún tók við, en eignaðist í stjórnartíð hennar húsin Höfða og Selið auk gróðurhúsa sem gjörbyltu starfi félagsins. Hún stóð fyrir því að Gróðrarstöðin Þöll, dótt- urfélag Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, var sett á lagg- irnar til að sinna ræktun og sölu á plöntum til félagsins, fé- lagsmanna og alls almennings. Ýmsir viðburðir og áherslur í starfi félagsins eiga sér rætur í framkvæmdastjórnartíð hennar svo sem reglulegar heimsóknir leikskóla í skóginn, rósagarður Rósaklúbbsins, trjásýnireitur- inn í Höfðaskógi auk jólatrés- sölunnar í desember svo fáein atriði séu nefnd. Hún ræktaði gott samband við ráðamenn bæjarins og var vel meðvituð um nauðsyn góðs samstarfs þó að ákveðna hörku hefði á stundum þurft til að veita mik- ilvægum málefnum brautar- gengi. Hún hafði í heiðri gott sam- band við ýmsa velunnara skóg- ræktarfélagsins sem og þá fjöl- mörgu aðila og félagasamtök sem hafa umsjón með land- nemaspildum á skógræktar- svæði félagsins og uppskar ómetanlegan stuðning þegar það lá við. Má sem dæmi í því sambandi nefna Værðarstíginn í Höfðaskógi sem Lionsklúbb- urinn Ásbjörn lét vinna í landi félagsins. Hún stofnaði til farsæls sam- bands við Cuxhavenfélagið sem tengir vinabæina Hafnarfjörð og Cuxhaven í Þýskalandi. Vinalundur – einn af fjölmörgu trjálundum félagsins er tileink- aður Cuxhaven. Hólmfríður var vakin og sof- in yfir þessu stóra áhugamáli og má segja lífsstarfi sínu. Hún bar skynbragð á að laða að sér áhugafólk um skógrækt í stjórn félagsins og til annarra sjálf- boðaliðastarfa sem var tilbúið að leggja þessum hugsjónum lið. Á þessum árum fjölgaði fé- lagsmönnum líka verulega þar sem Hólmfríður var ófeimin við að róma skógræktina og hvetja fólk til að leggja félaginu lið. Hún var ósérhlífin í öllum sín- um störfum hvort sem var við verkstjórn eða framkvæmd við skógræktina. Hún hreinlega móðgaðist ef t.d. einhver af „strákunum“ hennar vildi ferma pallbílinn með áburðar- pokum fyrir hana – hún var sko fullfær um að henda þessum pokum á pallinn þótt komin væri yfir sjötugt. Það er með þakklæti og söknuði að við stjórn og starfsmenn Skóg- ræktarfélags Hafnarfjarðar kveðjum Hólmfríði um leið og við sendum fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd stjórnar og starfsmanna Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, Sigurður Einarsson. Við Hólmfríður kynntumst vorið 1982 þegar ég hóf störf fjórtán ára gamall hjá Skóg- ræktarfélagi Hafnarfjarðar. Við tengdumst strax sterkum bönd- um sem áttu eftir að endast alla tíð. Við störfuðum á sumrin saman með Óla Villa næstu ár- in. Fljótlega var ég orðinn heimagangur á Skúlaskeiðinu hjá Hófí og Reyni. Ég fékk gjarnan að fara með þeim upp í spildu en á þessum árum út- hlutaði félagið spildum til skóg- ræktar og tókum við sitt hvora spilduna í fóstur. Ég minnist ferða með Hófí og Reyni til Auður og Magn- úsar að Lágafelli í Landeyjum þaðan sem Hófí var ættuð. Við Hólmfríður ferðuðumst ekki bara saman innanlands. Eftir- minnilegasta ferðin okkar sam- an var til Alaska árið 2001 með Skógræktarfélagi Íslands. Hólmfríður var alveg ein- staklega gjafmild. Maður var alltaf velkominn í mat og kaffi á Skúlaskeiðið. Hún heimsótti mikið sjúka vini og vandamenn. Sótti mikið útfarir fallinna fé- laga. Hún var alltaf tilbúin að sækja eða skutla manni ef því var að skipta. Hún var í nánum tengslum við karmelsystur og færði þeim reglulega blóm og greinar. Hólmfríður var opin fyrir tækninýjungum. Hún vildi létta störfin. Hún var t.d. sú fyrsta sem ég vissi um sem fékk sér farsíma. Hún var ung í anda og lét t.d. ekki unglingamenningu fara í taugarnar á sér. Hólmfríður var mikil tilfinn- ingamanneskja. Hún var ein- staklega hrifnæm. Hún var hreinskilin og vinur vina sinna. Hólmfríður á mikinn þátt í velgengni Skógræktarfélags Hafnarfjarðar en Hólmfríður varð formaður félagsins árið 1989 og síðan framkvæmda- stjóri allt til ársins 2013. Hólm- fríður var mjög virk félagslega og starfaði fyrir jafnaðarmenn, Rauða krossinn, sat í stjórn Skógræktarfélags Íslands og stjórn Gróðurs fyrir fólk, var í ávana- og fíkniefnanefnd Hafn- arfjarðar, fegrunarnefnd Hafn- arfjarðar og fleira. Ég hóf aftur störf hjá félag- inu 1996. Við undirbjuggum t.d. glæsilega aðalfundi Skógrækt- arfélags Íslands árin 1996 og 2006. Gróðrarstöðin Þöll leit dagsins ljós. Hólmfríður vildi auka fjölbreytni trjáa í skóg- inum. Hún var dugleg að fóðra fuglana við Þöll. Sérstaklega unni hún hrafninum. Eftir að við Sverrir fluttum í Fjörðinn árið 2011 var ég mikið hjá Hófí eftir að heilsa hennar fór að versna. Það var alltaf einstaklega góður andi á Skúla- skeiðinu. Þar var búálfur að Hólmfríðar sögn en þau hjónin voru trúuð og töluðu opinskátt um framhaldslíf, lækna sem komu að handan og þess hátt- ar. Ég kveð samstarfsfélaga, vinkonu og svo miklu meira. Minningarnar ylja. Samúðar- kveðjur til Særúnar, Myrru, Guðbjargar, Reynis og fjöl- skyldna þeirra. Steinar Björgvinsson. Hólmfríður Finnbogadóttir ✝ IngibjörgSteindórsdóttir fæddist í Reykjavík 28. janúar 1923. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Hömrum 14. des- ember 2019. Foreldrar henn- ar voru Steindór Sigurbjörn Gunn- arsson, prent- smiðjustjóri í Stein- dórsprenti hf., f. í Reykjavík 26. mars 1889, d. 29. mars 1948, og kona hans Stella Gunnarsson (fædd Jóhanna Petra Bjarnason) húsfreyja, f. í Keflavík 18. maí 1896, d. 6. maí 1956. Systkini Ingibjargar voru Höskuldur, f. 9. september 1918, d. 3. apríl 1967, Anna Amalie, f. 2. apríl 1921, d. 19. júlí 1979, og Stella Þorbjörg, f. 25. júlí 1926, d. 1. febrúar 2019. Samfeðra var Gunnar Wedholm, f. 17. nóv- ember 1922, d. 7. mars 2000. Árið 1943 giftist Ingibjörg Hálfdáni Steingrímssyni, prent- smiðjustjóra í Steindórsprenti, f. á Flateyri við Önundarfjörð 26. september 1920, d. 15. ágúst 2012. Ingibjörg og Hálfdán eignuðust þrjú börn, Steindór, f. 19. mars 1945, Stellu Petru, f. 18. ágúst 1948, og Kristínu, f. 8. september 1954. Steindór er kvæntur Sólrúnu Björnsdóttur, f. 31. janúar 1941, og eiga þau tvö börn, Ingibjörgu, f. 23. mars 1972, og Kjartan Örn, f. 5. júní 1974. Dóttir Stein- dórs af fyrra hjóna- bandi er Björk, f. 17. maí 1969. Sonur Sólrúnar af fyrra hjónabandi er Björn Briem, f. 20. ágúst 1964. Stella Petra er gift Lárusi Halldórssyni, f. 12. janúar 1945. Sonur hennar af fyrra hjónabandi er Ari Jóhann Kast, f. 27. desember 1972. Börn Lárusar af fyrra hjónabandi eru Helga, f. 28. október 1967, Halldór, f. 17. nóvember 1968, Guðrún, f. 27. febrúar 1971, og Birna, f. 18. desember 1976. Kristín er gift Gunnari Hilmari Sigurðssyni, f. 9. mars 1954 og eiga þau þrjá syni, Hálfdán, f. 13. júlí 1976, Sigurð, f. 26. ágúst 1980, og Davíð, f. 28. júlí 1982. Auk sjö barnabarna eru langömmubörn- in sextán og langalangömmu- börnin þrjú. Ingibjörg ólst upp og bjó alla tíð í Reykjavík þar til árið 2009 að þau hjónin fluttust í íbúðir aldraðra í Hlaðhömrum í Mos- fellsbæ. Hún stundaði nám í Kvennaskólanum í Reykjavik og ásamt því að sinna heimili sínu og börnum starfaði hún í fjöl- skyldufyrirtækinu Steindórs- prenti. Útför Ingibjargar fer fram frá Lágafellskirkju í dag, 19. desember 2019, klukkan 15. Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund og fagnar með útvaldra skara, þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und. Hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Kærleikurinn vermir eins og vor. Um veröld sína dreifir ljúfu geði. Svo fyrnist seint um farin vinarspor. Sem fetuð voru til að skapa gleði. (Ágúst Böðvarsson) Með þessum ljóðum vil ég kveðja elskulega tengdamóður mína, sem lést 14. desember sl. og þakka henni fyrir samfylgdina. Hvíl í friði. Þín tengdadóttir, Sólrún. Ingibjörg Steindórsdóttir Elsku besti brósi minn, þá er komið að kveðjustundinni. Þegar ég kvaddi þig í sumar mátti ég búast við að sjá þig ekki framar, en það er alltaf jafn erfitt að taka því þegar ein- hver sem manni þykir vænt um hverfur úr lífi okkar. Þú skilur eftir margar og góðar minningar og verður gott að ylja sér við þær. Ég man alltaf eftir því þegar þú varst í sveit í Skagafirð- inum og mátti ég vera hjá þér í heila viku. Þar sem ég hafði aldrei verið í sveit, var eitthvað um sjö ára, þótti mér þetta frekar ævin- týralegt. Fékk að fara á hestbak og fannst ég vera eins og Roy Ro- gers, sem var þá aðalbarnamynd- in. Nefndi ég hestinn auðvitað Trigger og þóttist vera að elta bófa út um allt. Eitt skiptið vildi hesturinn hlaupa heim með mig á bakinu og Gunnar kallaði „haltu fast í faxið svo þú dettir ekki“. Það bjargaðist. Eins átti ég að vera eftir heima á bænum hjá gamalli konu, sem ég var skelfilega hrædd við, á meðan Gunnar færi á dansleik, en þegar hann sá hvað ég var óttaslegin Gunnar Páll Ingólfsson ✝ Gunnar PállIngólfsson fæddist 26. maí 1934. Hann lést 10. desember 2019. Útför Gunnars fór fram 16. desem- ber 2019. ákvað hann að vera heima. Svona var hann, alltaf bestur. Hann var alltaf duglegur að skrifa og kom í ljós að hann hafði skilið eftir sig bók með fullt af ljóð- um. Eins hafði hann gaman af að skrifa um upplifun sína bæði á landi og sjó. Mamma sagði mér að þegar hann var átta ára hefði hann sagst vera að skrifa ævisögu sína. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Hann var mjög góður tónlist- armaður og spilaði bæði á gítar og píanó. Einnig samdi hann lög og texta og eitt hið þekktasta er Út- laginn. Hann spilaði um árabil fyr- ir kvöldverðargesti á Grand hóteli, bæði lög eftir sig og aðra. Eftir því sem árin liðu skildi leiðir okkar. Ég flutti utan en við hittumst alltaf þegar ég kom heim til Íslands. Var okkur fjölskyld- unni alltaf tekið opnum örmum. Lillý konan hans var yndisleg og áttum við mjög vel saman. Einnig voru Eddi bróðir og konan hans Gerða okkur kær og var mikið skrafað og spjallað þegar við heimsóttum þá bræðurna. Megir þú hvíla í friði elsku brósi minn og kysstu þau öll frá mér sem bíða þín fyrir handan. Þín systir, Valgerður Ingólfsdóttir (Vaddý).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.