Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 58
58 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • Sími: 553 1380 STOFNAÐ 1953 Njóttu jólabakstursins, við hreinsum fötin Hver er eiginlega leyndardómurinn á bak við gleðileg jól? Við því er auðvitað ekkert eitt rétt svar, eins og hver og einn veit. Maður skyldi reyndar ætla að það væri fullt af sérfræð- ingum um þetta mál- efni úti í samfélaginu, því að vikurnar fyrir jól hafa fjölmiðlarnir varla undan að bera í okkur „upplýsingar“ um það frá hinum og þessum aðilum úti í bæ, hvernig við eig- um að ná gleðinni í hús um jólin. Og aug- lýsingarnar sem fylla póstkassana hjá okk- ur gera það sama. Yfirleitt er gleði jólanna samkvæmt auglýsingunum talin felast í því að kaupa eitthvað dót eða mat eða föt, hvort sem við höfum nú efni á því eða ekki. En, það er nú samt eins og eitthvað vanti á jólagleðina hjá mörg- um. Þess vegna langar mig til þess að benda þér á allt aðra leið. Hún felst í því sem ég kalla „uppskrift að gleðilegum jólum“. Ég hef búið hana til upp úr hinum og þessum samtölum sem ég hef átt við fólk út um borg og bý á undanförnum árum. En þótt margir hafi komið með ábend- ingarnar hér að því hvað felst í jólagleð- inni, þá eru samt flest- ir ótrúlega mikið á sama máli um þessa uppskrift, bæði hvað þarf í hana og hvernig eigi að matreiða hana til þess að úr verði gómsætur og vellukkaður „réttur“. Ef þér og þínum líst vel á hana mæli ég með því að þið skellið ykkur í „baksturinn“ þegar kemur að jól- um á þessu ári. Forsendan fyrir því að upp- skriftin heppnist vel er reyndar sú að allir sem ætla að halda jól saman komi með hráefnið í kökuna. Það verða auðvitað líka allir að taki þátt í því að baka hana, leggja sitt af mörkum. En hér kemur þá uppskriftin að gleðilegum jólum: 2 bollar af ást 2 bollar af trausti milli ástvina 4 bollar af tíma, næði og ró 4 bolli umhyggja fyrir þeim okkar sem eru einmana, sorgmædd og sjúk 4 dl húmor til að brosa að óréttlæti og spillingu samfélagsins okkar 175 g mjúk vinátta tölum saman um það sem skiptir máli 1 1/2 dl fyrirgefning 3 stórar matskeiðar af virðingu 2 tsk. gagnkvæmur skilningur á því hvernig öðrum líður 2 tsk. jákvæðni Stór slatti af hrósi, sérstaklega ef við höfum ekki hrósað hvert öðru lengi Aðferð: Hrærið öllu varlega saman í góðri skál. Skálin er það umhverfi sem þið hafið búið ykkur og það rými sem þið gefið hvort öðru í lífinu. Ætlið ykkur góðan tíma því annars er hætta á að eitthvað af þurrefnunum gleymist eða hlaupi í kekki. Farið varlega með að bæta áfengi í uppskriftina. Best er að sleppa því alveg. Bakist í vinalegu umhverfi og eins lengi og þurfa þykir. Hægt er að krydda og skreyta kökuna allt eftir smekk. Það breytir ekki sjálfri kök- unni, en útkoman verður skemmti- legri og persónulegri. Ekki skaðar krem með tilbreytingu að eigin vali. Munið að tala saman um baksturinn, því annars brennur allt við í ofn- inum. Berist fram í tíma og ótíma við jólaljós Jesú Krists og með bros á vör. Gleðileg jól. Uppskrift að gleðilegum jólum Eftir Þórhall Heimisson »Ef þér og þín- um líst vel á hana mæli ég með því að þið skellið ykkur í „baksturinn“ þegar kemur að jólum á þessu ári. Þórhallur Heimisson Höfundur er prestur og hjónaráðgjafi. Gleðileg jól Samvera er mikilvægt innihaldsefni í uppskrift að góðum og gleðilegum jólum. Fasteignir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.