Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 79
DÆGRADVÖL 79 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 maður svonefndrar Evrópustefnu- nefndar Alþingis hafði ég kynnst vel áformum og stefnu Evrópusam- bandsins. Hitt var erfiðara að þegar kom að úrsögn þriggja landa úr EFTA þurfti að skera niður öll um- svif, þar á meðal að fækka í starfs- liði. Þá féllu mörg tár.“ Síðar var Kjartan fastafulltrúi Ís- lands í Brussel til Evrópusam- bandsins 2002-2005. Hann var þá aðalsamningamaður Íslands við ESB um breytingar á EES- samningi vegna inngöngu Austur- Evrópuþjóða í sambandið. Fjölskylda Eiginkona Kjartans er Irma Karlsdóttir bankafulltrúi við Lands- banka Íslands, f. í Svíþjóð 26. mars 1943. Stúdent frá MR 1974. Þau eru búsett í Reykjavík. Dóttir Irmu og Kjartans er María Eva Kristína, f. 22. mars 1963, við- skiptafræðingur frá HÍ og hagfræð- ingur MA frá University of Cali- fornia Santa Barbara, gift Þorkeli Guðmundssyni, Ph.D. í rafmagns- verkfræði. Börn þeirra eru Kári, f. 1988, Atli, f. 1992, og Sunna, f. 1995. Systir Kjartans er Ingigerður María Jóhannsdóttir Dahl, f. 13. maí 1944, verslunarmaður og lyfja- tæknir, eiginmaður hennar er Reynir Guðnason, kennari og skóla- stjóri. Foreldrar Kjartans voru hjónin Jóhann Þorsteinsson, f. 9. maí 1899, d. 16. mars 1976, kennari og for- stjóri á Sólvangi í Hafnarfirði, og Astrid Alva Maria Dahl, f. í Svíþjóð 13. nóvember 1908, d. 1. júlí 2000, hjúkrunarfræðingur og starfaði meðal annars á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, dóttir hjónanna Alvars og Klöru Mariu Dahl. Kjartan Jóhannsson Maria Dahl saumakona í Västerås Astrid Alva Maria Dahl hjúkrunarfræðingur, m.a. á Sólvangi Alvar Dahl verkfræðingur hjá Asea í Västerås Arndís Þorsteinsdóttir húsfreyja og ljósmóðir á Syðri-Hömrum í Holtum Ingveldur Ástgeirsdóttir húsfreyja á Brúnastöðum Guðni Ágústsson fv. ráðherra Runólfur Þorsteinsson bóndi á Berustöðum Steinþór Runólfsson ráðunautur á Hellu Runólfur S. Steinþórsson prófessor við viðskipta- fræðideild HÍ Árni Runólfsson bóndi í Áshól Hróbjartur Árnason burstagerðar maður í Rvík Jón Dalbú Hróbjartsson fv. prófastur í Reykjavík Guðlaug Jónsdóttir húsfreyja í Áshól Runólfur Runólfsson bóndi í Áshól í Holtum Ingigerður Runólfsdóttir húsfreyja á Berustöðum Þorsteinn Þorsteinsson bóndi á Berustöðum í Holtum, Rang. Arndís Helgadóttir húsfreyja á Syðri-Rauðalæk Þorsteinn Jónsson hreppstjóri á Syðri-Rauðalæk í Holtum Úr frændgarði Kjartans Jóhannssonar Jóhann Þorsteinsson kennari og forstjóri á Sólvangi í Hafnarfi rði „AFSAKAÐU HVAÐ ÉG ER SEINN. MISSTI ÉG AF„HAPPY HOUR” ?” „fer vel um þig svona?” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... andlitið sem þú vilt sjá alla ævi. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG DÁIST STUNDUM AÐ SJÁLFUM MÉR OFTAST ER ÉG SAMT HREINLEGA HEILLAÐUR ÞAÐ ER FLUGA Í SÚPUNNI MINNI! HVERNIG Á ÉG AÐ GETAÐ BORÐAÐ ÞETTA ÁN ÞESS AÐ FÁ ÓGEÐ? SÍAÐU SÚPUNA FRÁ! Pétur Stefánsson segir frá því áLeir að hann hafi fengið dóna- legt tilboð á fésinu frá konu sem vildi fá hann til fylgilags við sig. Hann svaraði henni á þessa leið: Til Amorsleikja er ég fitt og ekki neitt að fúna. Þó gaman sé að gera hitt, get ég það ekki núna. Held ég við í hjarta mér hjónabandsins trúnni. Litli Pésinn á mér er aðeins handa frúnni. Sigmundur Benediktsson heilsaði: „Heil og sæl í jólaundirbúningi“ á sunnudag og var ekki að sjá að hann léti veðrið á sig fá: Merlar sól á mjallartrafi myndsker fjöll í blámans djúp, geislakjól á hægu hafi hreyfir snjöll að rökkurhjúp. Ármann Þorgrímsson yrkir og kallar „Vetrarjól“: Virðast ætla vetrar jól að vera hér í þetta sinn þó ég lítið sjái sól hún sendir yl í bæinn minn. Guðný Jakobsdóttir skrifar þessa stöku á Boðnarmjöð og þurfti ég að lesa þrívegis til að ná samhenginu og meðtaka það - og loksins skildi ég!: Stíu sína bút í bút brutu og tjóni ollu! Stökkva sá ég hrút á hrút á hrút á grárri rollu. Hér er skemmtilega kveðist á. Magnús Halldórsson byrjar: Græðgi þó að glepji flón og gæsku manna deyði, gera þau sér Gunna’ og Jón, að góðu hafraseyði. Bjarni Gunnlaugur Bjarnason svarar: Græðgi þó að glepji flón og greið til heljar brautin aðeins Gunna og hann Jón eta hafragrautinn. Hreinn Guðvarðarson á síðasta orðið: Hérna græðgin glepur fátt við gleði neytum. Mikið eiga allir bágt í ykkar sveitum. Guttormur J. Guttormsson orti til Þórbergs Þórðarsonar: Hvass sem stálið straumur frjáls stóð sem nál í æxlum þess sem ál þíns undramáls óð á sálarbægslum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Dónalegt tilboð, hrútur og grá rolla PFAFF • Grensásvegi 13 • Sími: 414 0400 • www.pfaff.is UpPlIfÐU HlJÓMiNn Með SeNnHeIsEr MoMeNtUm IiI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.