Morgunblaðið - 19.12.2019, Side 79

Morgunblaðið - 19.12.2019, Side 79
DÆGRADVÖL 79 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 maður svonefndrar Evrópustefnu- nefndar Alþingis hafði ég kynnst vel áformum og stefnu Evrópusam- bandsins. Hitt var erfiðara að þegar kom að úrsögn þriggja landa úr EFTA þurfti að skera niður öll um- svif, þar á meðal að fækka í starfs- liði. Þá féllu mörg tár.“ Síðar var Kjartan fastafulltrúi Ís- lands í Brussel til Evrópusam- bandsins 2002-2005. Hann var þá aðalsamningamaður Íslands við ESB um breytingar á EES- samningi vegna inngöngu Austur- Evrópuþjóða í sambandið. Fjölskylda Eiginkona Kjartans er Irma Karlsdóttir bankafulltrúi við Lands- banka Íslands, f. í Svíþjóð 26. mars 1943. Stúdent frá MR 1974. Þau eru búsett í Reykjavík. Dóttir Irmu og Kjartans er María Eva Kristína, f. 22. mars 1963, við- skiptafræðingur frá HÍ og hagfræð- ingur MA frá University of Cali- fornia Santa Barbara, gift Þorkeli Guðmundssyni, Ph.D. í rafmagns- verkfræði. Börn þeirra eru Kári, f. 1988, Atli, f. 1992, og Sunna, f. 1995. Systir Kjartans er Ingigerður María Jóhannsdóttir Dahl, f. 13. maí 1944, verslunarmaður og lyfja- tæknir, eiginmaður hennar er Reynir Guðnason, kennari og skóla- stjóri. Foreldrar Kjartans voru hjónin Jóhann Þorsteinsson, f. 9. maí 1899, d. 16. mars 1976, kennari og for- stjóri á Sólvangi í Hafnarfirði, og Astrid Alva Maria Dahl, f. í Svíþjóð 13. nóvember 1908, d. 1. júlí 2000, hjúkrunarfræðingur og starfaði meðal annars á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, dóttir hjónanna Alvars og Klöru Mariu Dahl. Kjartan Jóhannsson Maria Dahl saumakona í Västerås Astrid Alva Maria Dahl hjúkrunarfræðingur, m.a. á Sólvangi Alvar Dahl verkfræðingur hjá Asea í Västerås Arndís Þorsteinsdóttir húsfreyja og ljósmóðir á Syðri-Hömrum í Holtum Ingveldur Ástgeirsdóttir húsfreyja á Brúnastöðum Guðni Ágústsson fv. ráðherra Runólfur Þorsteinsson bóndi á Berustöðum Steinþór Runólfsson ráðunautur á Hellu Runólfur S. Steinþórsson prófessor við viðskipta- fræðideild HÍ Árni Runólfsson bóndi í Áshól Hróbjartur Árnason burstagerðar maður í Rvík Jón Dalbú Hróbjartsson fv. prófastur í Reykjavík Guðlaug Jónsdóttir húsfreyja í Áshól Runólfur Runólfsson bóndi í Áshól í Holtum Ingigerður Runólfsdóttir húsfreyja á Berustöðum Þorsteinn Þorsteinsson bóndi á Berustöðum í Holtum, Rang. Arndís Helgadóttir húsfreyja á Syðri-Rauðalæk Þorsteinn Jónsson hreppstjóri á Syðri-Rauðalæk í Holtum Úr frændgarði Kjartans Jóhannssonar Jóhann Þorsteinsson kennari og forstjóri á Sólvangi í Hafnarfi rði „AFSAKAÐU HVAÐ ÉG ER SEINN. MISSTI ÉG AF„HAPPY HOUR” ?” „fer vel um þig svona?” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... andlitið sem þú vilt sjá alla ævi. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG DÁIST STUNDUM AÐ SJÁLFUM MÉR OFTAST ER ÉG SAMT HREINLEGA HEILLAÐUR ÞAÐ ER FLUGA Í SÚPUNNI MINNI! HVERNIG Á ÉG AÐ GETAÐ BORÐAÐ ÞETTA ÁN ÞESS AÐ FÁ ÓGEÐ? SÍAÐU SÚPUNA FRÁ! Pétur Stefánsson segir frá því áLeir að hann hafi fengið dóna- legt tilboð á fésinu frá konu sem vildi fá hann til fylgilags við sig. Hann svaraði henni á þessa leið: Til Amorsleikja er ég fitt og ekki neitt að fúna. Þó gaman sé að gera hitt, get ég það ekki núna. Held ég við í hjarta mér hjónabandsins trúnni. Litli Pésinn á mér er aðeins handa frúnni. Sigmundur Benediktsson heilsaði: „Heil og sæl í jólaundirbúningi“ á sunnudag og var ekki að sjá að hann léti veðrið á sig fá: Merlar sól á mjallartrafi myndsker fjöll í blámans djúp, geislakjól á hægu hafi hreyfir snjöll að rökkurhjúp. Ármann Þorgrímsson yrkir og kallar „Vetrarjól“: Virðast ætla vetrar jól að vera hér í þetta sinn þó ég lítið sjái sól hún sendir yl í bæinn minn. Guðný Jakobsdóttir skrifar þessa stöku á Boðnarmjöð og þurfti ég að lesa þrívegis til að ná samhenginu og meðtaka það - og loksins skildi ég!: Stíu sína bút í bút brutu og tjóni ollu! Stökkva sá ég hrút á hrút á hrút á grárri rollu. Hér er skemmtilega kveðist á. Magnús Halldórsson byrjar: Græðgi þó að glepji flón og gæsku manna deyði, gera þau sér Gunna’ og Jón, að góðu hafraseyði. Bjarni Gunnlaugur Bjarnason svarar: Græðgi þó að glepji flón og greið til heljar brautin aðeins Gunna og hann Jón eta hafragrautinn. Hreinn Guðvarðarson á síðasta orðið: Hérna græðgin glepur fátt við gleði neytum. Mikið eiga allir bágt í ykkar sveitum. Guttormur J. Guttormsson orti til Þórbergs Þórðarsonar: Hvass sem stálið straumur frjáls stóð sem nál í æxlum þess sem ál þíns undramáls óð á sálarbægslum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Dónalegt tilboð, hrútur og grá rolla PFAFF • Grensásvegi 13 • Sími: 414 0400 • www.pfaff.is UpPlIfÐU HlJÓMiNn Með SeNnHeIsEr MoMeNtUm IiI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.