Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 84
84 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 Getur bók um dýravernd,skrifuð af höfundi á kafií dýrasiðferði, nokkurntíma orðið annað en allsherjarpredikun? Að þessu spurði ég sjálfan mig þegar ég settist niður með Sláturtíð, skáld- sögu Gunnars Theódórs Egg- ertssonar. Þar segir af kvik- myndaleikstjór- anum Ásbirni sem slysast til að taka að sér það verkefni að gera heimildar- mynd um róttækan dýravernd- unarsinna sem boðaði fagnaðar- erindið á tíunda áratugnum, löngu áður en það þótti töff að vera veg- an. Ekkert hefur spurst til aktívist- ans í áraraðir og til að hafa uppi á henni þarf Ásbjörn að halda úr landi og komast í kynni við er- lenda grasrót. Alla aktívista lang- ar að geta tekið bláu pilluna og gleymt öllu, segir einn þeirra fyrstu sem verða á vegi Ásbjörns, og vísar þar til freistingarinnar í kvikmyndinni Matrix, pillunnar sem gefur manni færi á að loka augunum fyrir óþægilegum raun- veruleikanum og njóta lífsins. Segja má að þar sé tónninn sleg- inn. Í hönd fara viðburðaríkar vik- ur í lífi leikstjórans sem sam- samar sig æ meir aðgerða- sinnunum sem verða á vegi hans og þarf um leið að horfast í augu við eigin fordóma. Umfjöllunarefnið er átakanlegt og grafískar lýsingar á aðbúnaði dýra á verksmiðjubúum eru fyrir- ferðarmiklar. Þrátt fyrir það tekst höfundi að forðast þá predikun sem óttast var hér í upphafi. Þvert á móti gefst lesandanum kostur á að sjá sjálfan sig í sögu- hetjunni, sem kynntur er til leiks sem utangarðsmaður í heimi aktívista og fær að mótast með lesandanum. Inn í frásögnina fléttast á lipran hátt hversdagsleg vandamál sögu- hetjunnar, sem tekst á við ein- manaleika, og almenn tilvistar- kreppa. Úr verður stórgóð saga af samlífi dýra og manna sem hreyfir við lesandanum og heldur honum við efnið allt til endaloka. Saga af samlífi Gunnar Theodór „… stórgóð saga af samlífi dýra og manna sem hreyfir við lesandanum og heldur honum við efnið allt til endaloka,“ segir rýnir. Skáldsaga Sláturtíð bbbbm Eftir Gunnar Theodór Eggertsson. Vaka-Helgafell, 2019. Kilja, 432 bls. ALEXANDER GUNNAR KRISTJÁNSSON BÆKUR Þessi hressilegi bókartitillvísar í endalausa sumar-daga í sveit og uppátækiaðalsöguhetjunnar Tildru sem brallar ýmislegt með hrekkj- óttri gimbur, Vanillu að nafni, í slagtogi við frænda sinn úr höfuðborginni. Tildra er ellefu ára og býr hjá ömmu sinni á sveitabæ en skyndilega sortnar fyrir sólu um skamma stund þegar Tildra á skyndi- lega að flytja til móður sinnar sem býr í Svíþjóð. Strax á fyrstu síðum bókarinnar er sviðið sett þegar aðalsöguhetjan Tildra vaknar upp pissublaut og fær fréttir af því að hún eigi að flytja af heimili sínu til útlanda. Samúð með söguhetjunni sem þarf að glíma við þungbært verkefni er vakin og ekki tekur minna verkefni við þegar Tildra fer því næst út í fjárhús í sauðburðinn þar sem lykt- in af lífi og dauða er áþreifanleg. Sögumaðurinn er alvitur og sjónarhornið er oftast hjá Tildru en bregður fyrir hjá gimbrinni Vanillu og er það gert á smekk- legan hátt. Verkið er vel uppbyggt, kaflarnir hæfilega langir, fram- vindan spennandi og háskaleg á köflum, sem teymir lesandann áfram við lesturinn. Samtölin eru lipur og renna áreynslulaust. Orð- færið er í senn fornt og nýtt, sem ekki er amalegt að bæta í orðakistu ungra lesenda. Sagan er mjög vel skrifuð, af miklu næmi bæði fyrir tilfinningum manna og dýra, og atburðarásin er spennandi og vel uppbyggð. Styrk- leiki verksins er einstakt næmi höfundar fyrir litrófi tilfinninga barns sem nálgast óðfluga ung- lingsárin enda fyrirtaks þroska- saga. Dóttir rýnis var himinsæl með lesturinn og vildi gefa fullt hús enda skemmtileg hjartnæm saga um vináttu milli manna og dýra. Fullskapaður höfundur er mættur til leiks og spennandi verð- ur að sjá næsta verk Guðríðar. Bókin er nokkuð skýrt dæmi um að dæma ekki verkið út frá kápunni. Höfndur Rýnir segir Sögu Guðríðar Baldvinsdóttur mjög vel skrifaða. Endalausir sumardagar í sveit Barnabók Sólskin með vanillubragði bbbbb Eftir Guðríði Baldvinsdóttur. Sæmundur, 2019. Innb., 124 bls. ÞÓRUNN KRISTJÁNSDÓTTIR BÆKUR Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottum fatnaði. Fatnaður fyrir fagfólk Glæpir eru aldrei afsakan-legir en þeir geta engu aðsíður leitt gott af sér. Þaðer undirtónninn hjá Guð- rúnu Guðlaugsdóttur í spennusög- unni Barnsráninu, þar sem tekist er á við andstyggilega glæpi. Titillinn gefur eitthvað viðbjóðs- legt til kynna. Aldrei er hægt að réttlæta barnsrán enda er það með því versta sem af- brotamenn gera. Eitt það fyrsta í stöðunni er að minnka skaðann, en þegar fleira hangir á spýtunni getur verið auðveldara um að tala en í að komast. Blaðamaðurinn Erna Jónsdóttir er í aðalhlutverki í sögunni. Hún er eng- inn venjulegur blaðamaður og lætur málefni utan ritstjórnar ekki síður til sín taka en við takkaborðið. Hún er hokin af reynslu og þegar á móti blæs í nærumhverfinu eflist hún til muna í þeim tilgangi að leysa málin. Samskipti hennar við lögregluna eru ekki sérlega trúverðug og Andrés Pálsson rannsóknarlögreglumaður er frekar yfirdrifinn. Tíma er ekki eytt í málalengingar og fyrir bragðið er skautað of hratt á stundum, en það virðist vera meðvituð ákvörðun. Spennusagnahöfundar þurfa ekki að leita langt eftir hugmyndum því glæpir eru nánast daglegt brauð, nánast hvert sem litið er. Í aðdrag- anda Barnsránsins er sem höfundur hafi litið út um gluggann, séð eitt og annað, sett það í samhengi við fréttir líðandi stundar og uppskorið eins og til var sáð. Sagan rennur vel, Erna veit hvað hún syngur og sumir fá makleg mála- gjöld, en aðalatriðið er að læra af reynslunni og horfa með bjartsýni fram á veginn. Björtu hliðarnar hafa vinninginn Glæpasaga Barnsránið bbbnn Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur. GPA-útgáfa 2019. Kilja, 249 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Guðrún „Sagan rennur vel“ og aðal- persónan veit hvað hún syngur. Aðstandendur Stínu – Tímarits um bókmenntir og listir, hafa ákveðið að hætta útgáfunni. 2. hefti 14. árgangs sem kom út á dögunum var því síð- asta tölublaðið en það er helgað Jó- hannesi Sveinssyni Kjarval, „List- málara Íslands“, og skrifar Guðbergur Bergsson rithöfundur, sem verið hefur einn ritstjóra Stínu frá upphafi, grein um kynni sín af Kjarval og list hans. Þá eru birtar myndir af verkum eftir málarann. Ýmislegt annað efni er í þessu síðasta tölublaði, eftir á annan tug höfunda. „Við Guðbergur erum nú orðnir aldraðir, ég er að verða níræður,“ segir Bragi Jósepsson útgefandi Stínu, hjá útgáfunni Mostrarskegg í Stykkishólmi þegar spurt er um ástæðu þess að útgáfunni verði hætt. „Ég hef verið aðalverkstjórinn öll þessi ár. Við sjáum eftir tímaritinu og það hefur verið gaman að vinna að því, segir Bragi en bætir við að þeir hafi nú ákveðið að hætta leik þá hæst hann stendur. „Við höfum gefið ritið út í fjórtán ár og það hefur reynt sífellt meira á, að gefa út þessi tvö blöð á ári.“ Bragi segir að margir höfundanna sem birt hefur verið efni eftir hafi verið að taka sín fyrstu skref á rit- vellinum. Jöfnum höndum hafi þeir reynt að kynna eldri höfunda „og við höfum reynt að hafa þetta nokkuð menningarlegt. Mér heyrist lesendur hafa verið nokkuð ánægðir,“ bætir hann við og að um 400 eintök hafi verið seld, til áskrifenda og í lausa- sölu. Bragi bendir að á vefsíðu tímarits- ins, stinastina.is, kenni margra grasa en vefurinn muni líka hverfa með tímanum. efi@mbl.is Útgáfu Stínu verður hætt  Síðasta tölublað menningarritsins komið á markað Morgunblaðið/Golli Útgefandinn Bragi Jósepsson hefur gefið tímaritið Stínu út í fjórtán ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.