Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 81

Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 81
ÍÞRÓTTIR 81 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 Íþróttahreyfingin á Íslandi er ekki stór. Hún er viðamikil og fjölbreytt en ekki stór miðað við það sem gerist í fjölmennari ríkj- um. Á dögunum fóru hand- boltaþjálfarar í kross. Tóku við starfi hvor annars og það á miðju tímabili. Guðmundi Helga Pálssyni og Haraldi Þorvarðarsyni var sagt upp hjá karlaliði Fram og kvennaliði Aftureldingar. Guð- mundur tók við kvennaliði Aftur- eldingar af Haraldi. Guðmundur hafði einnig þjálfað 4. flokk karla hjá Fram. Haraldur tók við 4. flokki Fram af Guðmundi. Á milli tímabila hafa þjálfarar farið í kross hérlendis. Breiðablik og Grótta „skiptu“ á þjálfurum og aðstoðarþjálfurum í knatt- spyrnunni í haust. Í fyrra gerðist það hjá KA og Grindavík. Vafa- laust eru mörg fleiri dæmi til um þetta en dæmið um Guðmund og Harald er óvenjulegt þar sem það gerðist á miðju tímabili. Íþróttahreyfingin á Íslandi getur verið einstaklega krúttleg. Á það sér ýmsar birtingarmyndir. Framkvæmdastjóri Gróttu, Kári Garðarsson, er þjálfari meist- araflokks hjá Fjölni í handbolt- anum. Þá hefur íþróttafulltrúi KR, Stefán Arnarson, lengi stýrt liðum hjá öðrum félögum og er þjálfari meistaraflokks kvenna í handbolta hjá Fram. Keppinautur hans, Ágúst Jóhannsson, þjálfar meistaraflokk kvenna í hand- bolta hjá Val og er stjórn- armaður í handknattleiksdeild KR. Þessi dæmi sýna hvað við get- um nú verið krúttleg hérna á eyj- unni en sum staðar erlendis yrðu menn líklega grýttir fyrir þetta. Þessir menn hafa reynst trausts- ins verðir þegar þeim hefur verið hleypt inn fyrir þröskuldinn á tveimur stöðum á sama keppn- istímabili. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is HÖFUÐHÖGG Kristján Jónsson kris@mbl.is Athygli vakti á dögunum þegar Breiðablik tilkynnti að ekki færu fram skallaæfingar hjá iðkendum knattspyrnudeildar sem eru 12 ára og yngri. Morgunblaðið ræddi við Hákon Sverrisson, yfirþjálfara yngri flokka félagsins, um þetta atriði. Hákon segir ekki hafa verið um mikla stefnubreytingu að ræða því ekki hafi verið mikið um sérstakar skallaæfingar hjá yngstu aldurshóp- unum. Nauðsynlegt hafi þó verið að upplýsa foreldra og aðra um hvernig þessum málum væri háttað hjá fé- laginu þegar umræðan um höfuð- áverka í íþróttunum hefur aukist. „Fólk veit þá hvað börnin eru að gera eða ekki að gera á æfingum. Ég held að fæst félög séu með stöðuga þjálfun í því að skalla. Við vildum þó láta vita af því að við munum ekki gera það fram að 12 ára aldri. Við- brögðin við þessu hafa verið góð bæði frá foreldrum en einnig þjálf- urum í öðrum félögum,“ segir Há- kon en bendir einnig á að þessi þátt- ur leiksins, að skalla knöttinn, sé enn til staðar í íþróttinni. Á einhverjum tímapunkti þurfi að kenna iðkendum rétta tækni við að skalla og fara upp í skallaeinvígi. Góð tækni dragi úr hættunni á áverkum. Heilabú barna viðkvæmt „Kenna þarf beitinguna við að skalla og gera það rétt. Það er eitt- hvað sem þarf að gera á ákveðnum aldri. Enn sem komið er hefur þessi þáttur ekki verið tekinn út úr leikn- um. Þegar þau eru orðin 13-14 ára þarf að kenna þeim þessa þætti án þess að vera með yfirgripsmiklar æfingar í þá veruna. Mér finnst einnig mikilvægt að kenna krökk- unum að vera vör við umhverfi sitt inni á vellinum. Góður leikmaður getur forðast árekstra ef hann veit hvað er að gerast í kringum sig. Einnig er hægt að kenna krökkum að fara rétt upp í skallabolta. Það er spurning um almenna hreyfifærni.“ Spurður um hvernig aldurs- viðmiðið sé tilkomið segir Hákon að hjá Blikunum hafi fólk aflað sér vitn- eskju bæði frá Bandaríkjunum og Skotlandi. „Rannsóknir hafa birst í Ameríku og Skotlandi. Þar kemur fram að skynsamlegt sé að miða við 11-12 ára aldurinn. Við miðum þetta við 5. flokk og yngri. Í næsta flokki fyrir ofan eru iðkendur farnir að spila á ellefu manna velli. Ef eitthvað nýtt kemur fram þá munum við bara end- urskoða það en þetta voru viðbrögð við niðurstöðum í þessum rann- sóknum sem við kynntum okkur. Heilabúið er viðkvæmt á þessum aldri sem um ræðir og ekki er æski- legt að áreiti sé til staðar. Þetta er því einfaldlega forvarnarsjónarmið. Með því að taka út skallaboltana þá minnkum við líkurnar á áverkum sem tengjast heilanum.“ Eðlismunur á höggum Hákon, sem hefur yfigripsmikla reynslu úr íþróttinni, er ánægður með þá vitundarvakningu sem hefur orðið varðandi höfuðáverka og legg- ur áherslu á almenna skynsemi hjá þjálfurum og iðkendum. Mikilvægt sé að þjálfarar þekki verklagsreglur ef grunur leikur á heilahristingi og kunni að bregðast við. Hákon bendir einnig á að eðlismunur geti verið á höfuðhöggum. Til dæmis út frá því hvort leikmaður fái högg sér að óvörum eða ekki. „Ekki má heldur rugla skallaæf- ingunum saman við annars konar at- riði eins og þau sem voru til umfjöll- unar um daginn. Þá voru höfuðáverkar til umræðu þar sem fólk hafði lent í samstuði eða fengið boltann óvart í höfuðið. Þá er við- komandi ekki viðbúinn og sér mögu- lega ekki boltann koma. Ef þú ert tilbúinn, og með hálsinn spenntan, þá held ég að líkurnar á áverkum séu minni. Mér finnst frábært að fjallað sé um höfuðáverka frá öllum hliðum en þetta er í mínum huga sitt hvort atriðið sem forðast ætti að rugla saman,“ segir Hákon Sverr- isson. Skallaæfingar í fyrsta lagi við 13 ára aldurinn  Þjálfarar hjá Breiðabliki kynntu sér rannsóknir í Evrópu og Ameríku Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson N1 mótið Frá leik Breiðabliks og Fylkis í 5. flokki árið 2015. Í þeim aldursflokki er heilabúið viðkvæmt. Bein útsending frá handboltaleik fékk besta áhorf af öllum íþrótta- viðburðum í þýsku sjónvarpi á árinu 2019 og þar með skaut hand- boltinn knattspyrnunni aftur fyrir sig í fyrsta skipti. Þetta kemur fram í samantekt Frankfurter Allgemeine sem birtir áhorfstölur frá íþróttaviðburðum á þessu ári. Á toppnum er viðureign Þjóð- verja og Norðmanna í undan- úrslitum heimsmeistaramóts karla sem fram fór 25. janúar. Þann leik sáu 11,9 milljónir þýskra sjónvarps- áhorfenda. Munurinn á tveimur vinsælustu leikjunum var lítill því í öðru sæti með rúmlega 11,8 milljón áhorf- endur var viðureign Hollands og Þýskalands í undankeppni Evr- ópumóts karla í fótbolta sem fram fór 24. mars. Handboltinn átti svo einnig þriðja sætið en rúmar 10 milljónir sáu viðureign Króata og Þjóðverja á umræddu heimsmeistaramóti 21. janúar. Tölurnar á árinu 2018 voru allt öðruvísi en þá fór heimsmeist- arakeppni karla í knattspyrnu fram í Rússlandi og réð ríkjum í þýsku sjónvarpi. Þá sáu 27,5 milljónir sjónvarpsáhorfenda í Þýskalandi viðureign Þýskalands og Svíþjóðar. vs@mbl.is Handboltinn fór fram úr fótboltanum Helena Kristín Gunnarsdóttir úr KA og Ævarr Freyr Birgisson, leikmaður Marienlyst í Danmörku, voru í gær útnefnd blakkona og blakmaður ársins 2019 af Blak- sambandi Íslands. Helena var jafnframt valin í sjö manna úrvalslið fyrri hluta tímabilsins í Mizuno-deild kvenna ásamt tveimur liðsfélögum sínum úr KA en það eru Luz Medina og Paula Del Olmo. KA er með yf- irburðaforystu í deildinni og hefur unnið alla sína leiki. Í liðinu eru líka þær María Rún Karlsdóttir og Kristina Apostolova úr Aftureldingu, Sara Ósk Stefánsdóttir úr HK og Cristina Ferreira úr Þrótti R. Besti þjálfari fyrri hluta tímabilsins var valinn Borja Gonzalez úr Aftureld- ingu sem er í öðru sæti, ellefu stigum á eftir KA. Í Mizuno-deild karla á topplið Þróttar í Neskaupstað tvo leikmenn í úr- valsliði fyrri umferðar en það eru Jesus Montero og Galdur Máni Dav- íðsson. Aðrir í liðinu eru Mateusz Klóska úr Vestra, Mason Casner úr Álfta- nesi, Lúðvík Már Matthíasson úr HK, Miguel Mateo úr KA og Kári Hlynsson úr Aftureldingu. Besti þjálfarinn var valinn Vladislav Mandic úr HK sem er í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Þrótti N. Helena best og í úrvalsliðinu Helena Kristín Gunnarsdóttir Gylfi Þór Sigurðsson og Sara Björk Gunnarsdóttir eru knattspyrnufólk ársins 2019 hjá KSÍ en það er stór hópur af fyrrverandi landsliðsfólki, þjálfarar og forystumenn í knatt- spyrnuhreyfingunni sem taka þátt í kjörinu. Segja má að Gylfi og Sara hafi verið með þessa titla í áskrift því bæði eru þau kjörin fimmta árið í röð. Gylfi hefur nú verið valinn níu sinnum á síðustu tíu árum og Sara sex sinnum á síðustu sjö árum. Í karlaflokki varð Jóhann Berg Guðmundsson í öðru sæti og Ragnar Sig- urðsson í þriðja sæti. Í kvennaflokki varð Glódís Perla Viggósdóttir í öðru sæti og Elín Metta Jensen í þriðja sæti. Gylfi og Sara enn eitt árið Sara Björk Gunnarsdóttir Gylfi Þór Sigurðsson Íris Björk Símonardóttir og Aron Pálmarsson eru handknattleiksfólk ársins 2019 hjá HSÍ. Íris átti stóran þátt í að Valur varð þrefaldur meistari á síðustu leiktíð og lék hún auk þess vel með íslenska landsliðlinu, eftir nokkurt hlé. Var hún valin besti leikmaður Olísdeildar kvenna, besti markmaðurinn og mik- ilvægasti leikmaður deildarinnar og síðar mikilvægasti leikmaður úr- slitakeppninnar að Íslandsmóti loknu. Aron er í lykilhlutverki hjá Barcelona, langbesta liði Spánar, og einu besta liði heims. Hann varð þrefaldur spænskur meistari á síðasta tímabili, en liðið tapaði ekki einum einasta leik heimafyrir á síðustu leiktíð. Þá fengu Aron og Barcelona bronsverðlaun í Meistaradeild Evrópu. Aron hef- ur um árabil verið fremsti handknattleiksmaður Íslands og lék hann vel á HM í Þýskalandi og Danmörku í byrjun árs. Íris og Aron sköruðu fram úr Aron Pálmarsson Íris Björk Símonardóttir Ljóst þykir að japanski knatt- spyrnumaðurinn Takumi Minamino muni bætast í hópinn hjá enska knattspyrnufélaginu Liverpool í byrjun janúar en þá getur félagið gengið frá kaupum á honum frá Salzburg í Austurríki. Samkvæmt enskum fjölmiðlum fór Minamino til Liverpool í gær til að gangast undir læknisskoðun hjá félaginu. Hann er 24 ára gamall kantmaður eða miðjumaður og vakti mikla at- hygli í leikjum Salzburg og Liver- pool í Meistaradeildinni í vetur. Minamino fer til Liverpool AFP Drjúgur Takumi Minamino hefur gert 64 mörk á 5 árum í Salzburg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.