Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 78
78 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 40 ára Jóhannes er Garðbæingur og býr þar. Hann fór í tölvu- nám hjá NTV og stýrir upplýsingatæknisviði hjá Wuxi NextCode ásamt því að stunda MBA-nám við Háskóla Íslands. Maki: Stefanía Jónsdóttir, 1984, gull- smiður. Synir: Jón Ari Jóhannesson, f. 2010, og Auðunn Thorlacius Jóhannesson, f. 2012. Bræður: Guðni Thorlacius Jóhannesson, f. 1968, forseti Íslands, og Patrekur Jó- hannesson, f 1972, handboltaþjálfari. Foreldrar: Margrét Thorlacius, f. 1940, kennari og fyrrverandi ritstjóri, búsett í Garðabæ, og Jóhannes Sæmundsson, f. 1940, d. 1983, íþróttakennari og þjálfari. Jóhannes Ólafur Jóhannesson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Líf þitt verður mun meira spenn- andi þegar þú ert nálægt ákveðinni mann- eskju. Leggðu þig fram um að ná stjórn á hlutunum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þótt gott sé að skoða mál frá sem flestum hliðum, kemur að því fyrr eða síð- ar að það verður að taka ákvörðun. Treystu eðlisávísuninni því hún er traust- ari en nokkurt bankayfirlit. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Farðu varlega í innkaupum í dag og gættu þess að kaupa engan óþarfa. Vertu óhrædd/ur við breytingar því þær eru nauðsynlegur þáttur af tilverunni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Reyndu að sjá til þess að þú fáir sem mestan vinnufrið. Stígðu varlega nið- ur úr bleika skýinu sem þú hefur verið á. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Reyndu að fara vel að fólki. Vertu viss um að áætlunin sem þú hefur sett af stað sé pottþétt. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er vandratað meðalhófið og þú verður að hafa þig alla/n við svo þér verði haldið með í öllum áætlunum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Andagiftin er á fullu hjá þér. Dagurinn byrjar hugsanlega ekki sem skyldi en draumlyndi og gleði tekur völdin þegar á líður. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú gengur með margar djarf- ar hugmyndir í maganum. Maður verður hamingjusamur og heill ef maður ákveður að láta sér líða þannig. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ef þú ætlar að afhjúpa leynd- armál þitt skaltu vera viss um að þú getir treyst þeim sem þú segir það. Láttu and- stöðu samstarfsfélaga ekki verða þér fjöt- ur um fót. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það stefnir í einhver átök milli þín og vina þinna. Mundu að öllu gamni fylgir alltaf nokkur alvara. Kostnaðaráætl- anir ganga eftir. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Leggðu drög að því að komast í gott ferðalag. Gakktu því hægt um gleð- innar dyr. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nýjar upplýsingar valda því að þú átt erfitt með að taka ákvörðun. Eitthvað mun koma þér á óvart, en verður þér hins vegar til góðs. EFTA-landanna kusu hann í stöðu aðalframkvæmdastjóra samtakanna 16. júní 1993 og gegndi hann stöð- unni frá 1994-2000. Þetta var í fyrsta sinn sem Íslendingur var ráðinn framkvæmdastjóri alþjóð- legrar stofnunar. Þegar Kjartan hóf störf sín í Genf snerist starfsemi EFTA eingöngu um samskiptin við Evrópusambandið en á þessu tíma- var auðvitað erfitt og stundum sárs- aukafullt.“ Kjartan var skipaður sendiherra 1. ágúst 1989 og tók við starfi sem fastafulltrúi Íslands gagnvart Sam- einuðu þjóðunum og öðrum alþjóð- stofnunum í Genf 1989 sem hann gegndi til 1994. EFTA-samskiptin voru þá efst á baugi. Utanríkisviðskiptaráðherrar K jartan Jóhannsson fæddist 19. desember 1939 í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1959 og prófi í bygg- ingarverkfræði frá Kungl. Tekniska Högskolan í Stokkhólmi 1963. Hann stundaði nám í rekstrarhagfræði við Stokkhólmsháskóla 1963-1964 og lauk síðan MS-prófi í rekstrarverk- fræði frá Illinois Institute of Technology í Chicago 1965. Hann stundaði sérnám og rannsóknir í að- gerðagreiningu við sama skóla og lauk doktorsprófi 1969. Kjartan varð snemma félagslega sinnaður. Í MR var hann kosinn Scriba Scholaris (ritari skólafélags- ins) og forseti Málfundafélagsins Framtíðarinnar. Í Svíþjóð var hann valinn formaður Íslendingafélagsins í tvígang. Hann rak ráðgjafarþjónustu í rekstrarskipulagningu og áætlana- gerð 1966-1978 og skipaður dósent við viðskiptadeild Háskóla Íslands frá 1. janúar 1974. Hann var bæjar- fulltrúi í Hafnarfirði 1974-1978, varaformaður Alþýðuflokksins 1974-1980 og formaður flokksins 1980-1984. „Það var gaman að gegna þessum störfum og kynnast mörgum ágætum flokksmönnum en líka framámönnum jafnaðarstefn- unnar víðs vegar um Evrópu og tengjast ýmsum þeirra vináttu- böndum,“ segir Kjartan. Kjartan var alþingismaður 1978- 1989, forseti neðri deildar 1988- 1989. Hann var sjávarútvegs- ráðherra 1978-1979 og sjávar- útvegs- og viðskiptaráðherra til 8. febrúar 1980. Á þessum árum voru veiðar frjálsar og kapphlaup um að veiða sem mest en jafnframt ákvað sjávarútvegsráðherra skiptaverð á fiski og réð þannig kjörum sjó- manna. Kjartan setti hömlur á veið- arnar, stoppaði vetrarvertíðina af og sömuleiðis loðnuveiðar án for- dæmis en að ráðum vísindamanna. Jafnframt tók hann fyrir innflutn- ing á fiskiskipum. „Þetta var gert í því skyni að þrýsta á um að losna úr frjálsum veiðum og taka upp virka stýringu, eins og kvótakerfi. Þetta bili breyttist hlutverk samtakanna. Innleidd var fríverslun, fyrst við ríki Austur-Evrópu og undirbyggð gerð slíkra samninga við lönd utan Evrópu. Samskiptin við Evrópu- sambandið tóku jafnframt algjörum stakkaskiptum með innleiðingu EES-samningsins. „Þetta voru mjög skemmtileg verkefni en ég var nokkuð undirbúinn, því sem for- Kjartan Jóhannsson, fv. alþm., ráðherra, sendiherra og framkvæmdastjóri EFTA – 80 ára Fjölskyldan Kjartan og Irma ásamt Maríu, dóttur sinni, Þorkeli Guðmundssyni, manni hennar, og börnum þeirra, Kára, Atla og Sunnu, árið 1998. Hápunkturinn hjá EFTA Forystumenn jafnaðarmanna á Norðurlöndunum Atli Dam lögmaður Fær- eyja, Anker Jörgensen forsætisráðherra Danmerkur, Olof Palme forsætisráð- herra Svíþjóðar, Kjartan formaður Alþýðuflokksins, Kalevi Sorsa forsætis- ráðherra Finnlands og Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra Noregs. Aðalframkvæmdastjórinn Kjartan við embættistökuna hjá EFTA. Á veitingastaðnum Chez Gerardé í Sviss Richard Nixon heilsar upp á Vigdísi Finnbogadóttur, Kjartan og Irmu. Með þeim er veitingamaðurinn á Chez Gerardé. 30 ára Karl Óli er Hafnfirðingur en býr í Reykjavík. Hann er lögfr. frá HÍ og með lög- mannsréttindi. Hann er lögfræðingur hjá Isavia. Maki: Brynja Dögg Guðjónsdóttir, f. 1992, viðskiptafræðingur hjá Ernst & Young. Dóttir: Emma Dís Karlsdóttir, f. 2018. Systkini:: Snjódís Lúðvíksdóttir, f. 1983, handritshöf.. Vilhjálmur T. Jónsson, f. 1990, viðskiptastj., Bára Dís Lúðvíksdóttir, f. 1991, hjúkrunarfr., Krista Sól Lúðvíks- dóttir, f. 1998, nemi. Foreldrar: Gauja S. Karlsdóttir, f. 1960, vinnur hjá Ásbirni Ólafssyni heildverslun, bús. í Hafnarfirði,og Lúðvík Börkur Jóns- son, f. 1963, eigandi Royal Iceland hf., bús. í Reykjavík. Karl Óli Lúðvíksson Til hamingju með daginn Reykjavík Emma Dís Karlsdóttir fæddist 10. desember 2018. Hún var 14 merkur og 51 cm við fæðingu. For- eldrar hennar eru Karl Óli Lúðvíksson og Brynja Dögg Guðjónsdóttir. Nýr borgari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.