Morgunblaðið - 19.12.2019, Side 78

Morgunblaðið - 19.12.2019, Side 78
78 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 40 ára Jóhannes er Garðbæingur og býr þar. Hann fór í tölvu- nám hjá NTV og stýrir upplýsingatæknisviði hjá Wuxi NextCode ásamt því að stunda MBA-nám við Háskóla Íslands. Maki: Stefanía Jónsdóttir, 1984, gull- smiður. Synir: Jón Ari Jóhannesson, f. 2010, og Auðunn Thorlacius Jóhannesson, f. 2012. Bræður: Guðni Thorlacius Jóhannesson, f. 1968, forseti Íslands, og Patrekur Jó- hannesson, f 1972, handboltaþjálfari. Foreldrar: Margrét Thorlacius, f. 1940, kennari og fyrrverandi ritstjóri, búsett í Garðabæ, og Jóhannes Sæmundsson, f. 1940, d. 1983, íþróttakennari og þjálfari. Jóhannes Ólafur Jóhannesson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Líf þitt verður mun meira spenn- andi þegar þú ert nálægt ákveðinni mann- eskju. Leggðu þig fram um að ná stjórn á hlutunum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þótt gott sé að skoða mál frá sem flestum hliðum, kemur að því fyrr eða síð- ar að það verður að taka ákvörðun. Treystu eðlisávísuninni því hún er traust- ari en nokkurt bankayfirlit. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Farðu varlega í innkaupum í dag og gættu þess að kaupa engan óþarfa. Vertu óhrædd/ur við breytingar því þær eru nauðsynlegur þáttur af tilverunni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Reyndu að sjá til þess að þú fáir sem mestan vinnufrið. Stígðu varlega nið- ur úr bleika skýinu sem þú hefur verið á. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Reyndu að fara vel að fólki. Vertu viss um að áætlunin sem þú hefur sett af stað sé pottþétt. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er vandratað meðalhófið og þú verður að hafa þig alla/n við svo þér verði haldið með í öllum áætlunum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Andagiftin er á fullu hjá þér. Dagurinn byrjar hugsanlega ekki sem skyldi en draumlyndi og gleði tekur völdin þegar á líður. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú gengur með margar djarf- ar hugmyndir í maganum. Maður verður hamingjusamur og heill ef maður ákveður að láta sér líða þannig. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ef þú ætlar að afhjúpa leynd- armál þitt skaltu vera viss um að þú getir treyst þeim sem þú segir það. Láttu and- stöðu samstarfsfélaga ekki verða þér fjöt- ur um fót. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það stefnir í einhver átök milli þín og vina þinna. Mundu að öllu gamni fylgir alltaf nokkur alvara. Kostnaðaráætl- anir ganga eftir. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Leggðu drög að því að komast í gott ferðalag. Gakktu því hægt um gleð- innar dyr. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nýjar upplýsingar valda því að þú átt erfitt með að taka ákvörðun. Eitthvað mun koma þér á óvart, en verður þér hins vegar til góðs. EFTA-landanna kusu hann í stöðu aðalframkvæmdastjóra samtakanna 16. júní 1993 og gegndi hann stöð- unni frá 1994-2000. Þetta var í fyrsta sinn sem Íslendingur var ráðinn framkvæmdastjóri alþjóð- legrar stofnunar. Þegar Kjartan hóf störf sín í Genf snerist starfsemi EFTA eingöngu um samskiptin við Evrópusambandið en á þessu tíma- var auðvitað erfitt og stundum sárs- aukafullt.“ Kjartan var skipaður sendiherra 1. ágúst 1989 og tók við starfi sem fastafulltrúi Íslands gagnvart Sam- einuðu þjóðunum og öðrum alþjóð- stofnunum í Genf 1989 sem hann gegndi til 1994. EFTA-samskiptin voru þá efst á baugi. Utanríkisviðskiptaráðherrar K jartan Jóhannsson fæddist 19. desember 1939 í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1959 og prófi í bygg- ingarverkfræði frá Kungl. Tekniska Högskolan í Stokkhólmi 1963. Hann stundaði nám í rekstrarhagfræði við Stokkhólmsháskóla 1963-1964 og lauk síðan MS-prófi í rekstrarverk- fræði frá Illinois Institute of Technology í Chicago 1965. Hann stundaði sérnám og rannsóknir í að- gerðagreiningu við sama skóla og lauk doktorsprófi 1969. Kjartan varð snemma félagslega sinnaður. Í MR var hann kosinn Scriba Scholaris (ritari skólafélags- ins) og forseti Málfundafélagsins Framtíðarinnar. Í Svíþjóð var hann valinn formaður Íslendingafélagsins í tvígang. Hann rak ráðgjafarþjónustu í rekstrarskipulagningu og áætlana- gerð 1966-1978 og skipaður dósent við viðskiptadeild Háskóla Íslands frá 1. janúar 1974. Hann var bæjar- fulltrúi í Hafnarfirði 1974-1978, varaformaður Alþýðuflokksins 1974-1980 og formaður flokksins 1980-1984. „Það var gaman að gegna þessum störfum og kynnast mörgum ágætum flokksmönnum en líka framámönnum jafnaðarstefn- unnar víðs vegar um Evrópu og tengjast ýmsum þeirra vináttu- böndum,“ segir Kjartan. Kjartan var alþingismaður 1978- 1989, forseti neðri deildar 1988- 1989. Hann var sjávarútvegs- ráðherra 1978-1979 og sjávar- útvegs- og viðskiptaráðherra til 8. febrúar 1980. Á þessum árum voru veiðar frjálsar og kapphlaup um að veiða sem mest en jafnframt ákvað sjávarútvegsráðherra skiptaverð á fiski og réð þannig kjörum sjó- manna. Kjartan setti hömlur á veið- arnar, stoppaði vetrarvertíðina af og sömuleiðis loðnuveiðar án for- dæmis en að ráðum vísindamanna. Jafnframt tók hann fyrir innflutn- ing á fiskiskipum. „Þetta var gert í því skyni að þrýsta á um að losna úr frjálsum veiðum og taka upp virka stýringu, eins og kvótakerfi. Þetta bili breyttist hlutverk samtakanna. Innleidd var fríverslun, fyrst við ríki Austur-Evrópu og undirbyggð gerð slíkra samninga við lönd utan Evrópu. Samskiptin við Evrópu- sambandið tóku jafnframt algjörum stakkaskiptum með innleiðingu EES-samningsins. „Þetta voru mjög skemmtileg verkefni en ég var nokkuð undirbúinn, því sem for- Kjartan Jóhannsson, fv. alþm., ráðherra, sendiherra og framkvæmdastjóri EFTA – 80 ára Fjölskyldan Kjartan og Irma ásamt Maríu, dóttur sinni, Þorkeli Guðmundssyni, manni hennar, og börnum þeirra, Kára, Atla og Sunnu, árið 1998. Hápunkturinn hjá EFTA Forystumenn jafnaðarmanna á Norðurlöndunum Atli Dam lögmaður Fær- eyja, Anker Jörgensen forsætisráðherra Danmerkur, Olof Palme forsætisráð- herra Svíþjóðar, Kjartan formaður Alþýðuflokksins, Kalevi Sorsa forsætis- ráðherra Finnlands og Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra Noregs. Aðalframkvæmdastjórinn Kjartan við embættistökuna hjá EFTA. Á veitingastaðnum Chez Gerardé í Sviss Richard Nixon heilsar upp á Vigdísi Finnbogadóttur, Kjartan og Irmu. Með þeim er veitingamaðurinn á Chez Gerardé. 30 ára Karl Óli er Hafnfirðingur en býr í Reykjavík. Hann er lögfr. frá HÍ og með lög- mannsréttindi. Hann er lögfræðingur hjá Isavia. Maki: Brynja Dögg Guðjónsdóttir, f. 1992, viðskiptafræðingur hjá Ernst & Young. Dóttir: Emma Dís Karlsdóttir, f. 2018. Systkini:: Snjódís Lúðvíksdóttir, f. 1983, handritshöf.. Vilhjálmur T. Jónsson, f. 1990, viðskiptastj., Bára Dís Lúðvíksdóttir, f. 1991, hjúkrunarfr., Krista Sól Lúðvíks- dóttir, f. 1998, nemi. Foreldrar: Gauja S. Karlsdóttir, f. 1960, vinnur hjá Ásbirni Ólafssyni heildverslun, bús. í Hafnarfirði,og Lúðvík Börkur Jóns- son, f. 1963, eigandi Royal Iceland hf., bús. í Reykjavík. Karl Óli Lúðvíksson Til hamingju með daginn Reykjavík Emma Dís Karlsdóttir fæddist 10. desember 2018. Hún var 14 merkur og 51 cm við fæðingu. For- eldrar hennar eru Karl Óli Lúðvíksson og Brynja Dögg Guðjónsdóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.