Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 43
FRÉTTIR 43Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 hafi á þessum árum rætt það við hann af hverju Skagfirðingar ættu ekki sína „Búkollu“, eins og sumar sögur héraða og sveitarfélaga hafa kallast. Hjalti segist ekki hafa haft áhuga á að semja slíkar bækur heldur vinna þær með miklu ítar- legri hætti ef farið yrði í slíkt verkefni á annað borð. Þegar sveit- arstjórnarmenn komu að máli við hann um þetta féllust þeir á hug- myndir hans og ákveðið var að ráðast í verkið með því móti að ráðinn yrði aðstoðarmaður að skjalasafninu. Helstu hvatamenn að skrifunum voru fulltrúar í hér- aðsnefnd Skagafjarðar, þeir Jón Guðmundsson á Óslandi og Þor- steinn Ásgrímsson á Varmalandi. „Þeir voru mjög áhugasamir um þetta og það var héraðsnefndin sem hrinti málinu af stað. Menn hafa eflaust viljað tryggja að saga hreppanna, sem voru á leiðinni í sameiningu, yrði skrifuð. Krist- mundur á Sjávarborg hafði ritað Sögu Sauðárkróks en hreppunum eða héraðinu hafði ekki verið gerð sérstök skil.“ Hjalti segir fyrstu tvö árin ein- göngu hafa farið í að lesa heimildir og safna saman efni, m.a. á skjala- söfnum norðan og sunnan heiða. Ætlunin í upphafi var að fjalla um hvern hrepp Skagafjarðar eins og mörkin voru þá og þau áform héldust þó að hrepparnir og Sauð- árkrókur sameinuðust í Sveitarfé- lagið Skagafjörð árið 1998, að und- anskildum Akrahreppi sem enn lifir sjálfstæðu lífi. Hafði fáar fyrirmyndir Hjalti segir það miklu skipta að hafa fengið sjálfdæmi í skipulagi verkefnisins. „Það var dálítið vandamál í upp- hafi að finna út úr því hvernig út- gáfan átti að vera. Ég hafði í raun enga fyrirmynd, nema þá helst rit- röðina Sveitir og jarðir í Múla- þingi. Ég vildi hafa þetta víðtæk- ara og byrjaði á að gera tillögu að umfjöllun um hverja jörð fyrir sig. Síðan var ákveðið að skella sér í þetta og við höfum nokkurn veginn haldið þeirri byggingu sem ákveðin var í fyrstu,“ segir Hjalti um upp- haf verksins en ýmsir aðilar hafa komið að fjármögnun þess. Sögu- félag Skagfirðinga hefur gefið bindin út, en ritunin er kostuð með framlögum frá Sveitarfélaginu Skagafirði, Kaupfélagi Skagfirð- inga, Búnaðarsambandi Skagfirð- inga og Akrahreppi. Auk þess hafa ýmsir aðila styrkt verkið og munar þar mest um árlegan stuðning Menningarráðs Norðurlands vestra sem nú heitir Uppbygging- arsjóður NV. Alls hefur hátt á sjöunda hundr- að bújörðum verið gerð skil í bind- unum níu. Í hverju þeirra hafa ver- ið á bilinu 600-800 ljósmyndir. Nær saga bæjanna aftur til 1781, frá þeim tíma þegar gamla búendatalið var gert. Manntalsbækur náðu heldur ekki lengra aftur. „Það hefur verið að mörgu að hyggja í þessu. Hvað áttum við að taka fyrir og hverju áttum við að sleppa? Gríðarleg vinna liggur að baki verkinu og einna mestur tími hefur farið í vettvangsferðir og að tala við fólk, annaðhvort ábúendur eða þá sem eiga önnur tengsl við bæina. Minni tími hefur farið í að skrifa bindin og semja textann, þegar allt er talið. Ég hef sagt um þetta að veiðiskapurinn hefur verið skemmtilegur, að afla heimilda og tala við fólk, en matreiðslan hefur verið heldur leiðinlegri,“ segir Hjalti og brosir. Þjóðsögur og ævintýr Hann segist strax hafa gert sér grein fyrir að það yrði líka að vera eitthvað skemmtilegt lestrarefni í bókunum. „Fólk hefur ekki gaman af því að lesa eingöngu jarðalýsingar og upptalningu á byggingum og fram- kvæmdum. Ég áttaði mig fljótt á því að margar sögur tengdust hverjum bæ; þjóðsögur, drauga- sögur, gamansögur af körlum og kerlingum og sögur af hamförum og slysum. Þjóðfræðin skipar tölu- verðan sess í þessu verki og ekki má gleyma vísunum,“ bætir hann við. Umfjöllun um hverja jörð tekur allt frá 1-2 bls. og upp í 100 bls, eins og um Hóla í Hjaltadal. Mesta umfjöllunin í nýjasta bindinu er um Hraun í Fljótum, tæpar 60 bls. Eru engin fordæmi hér á landi fyrir jafn viðamikilli skráningu heils sýslufélags og Byggðasaga Skaga- fjarðar hefur að geyma. Auk þess að gera hverjum bæ skil hefur Hjalti fundið merki um fornbýli og sel sem engar heimildir voru til um. Þar hefur hann notið aðstoðar frá fornleifadeild Byggða- safns Skagafjarðar og einnig not- ast við GPS-mælingar á staðsetn- ingu eyðibýla. Þá hafa álagablettir verið staðsettir með sömu tækni, svo dæmi séu nefnd. Hefur sótt miðilsfundi Hjalti og hans aðstoðarfólk hafa þurft að beita ýmsum vinnubrögð- um við öflun heimilda. Þegar hann er spurður hvort ekki hafi hrein- lega þurft að mæta á miðilsfundi og afla upplýsinga að handan kem- ur smá þögn, þar til Hjalti ræskir sig og svarar: „Ja, ég veit ekki hvað skal segja. Ég hef farið á mið- ilsfundi, og haft gaman af. Þar hef ég spurt um hitt og þetta og vissu- lega hef ég fengið vísbendingar, sem hafa leitt til niðurstöðu. Annað hefur ekki verið hægt að ráða í. Þetta er nú meira til gamans gert en gott ef hægt er að staðfesta slíkar ábendingar á vettvangi.“ Hjalti segist stefna á að ljúka verkinu með aðstoðarfólki sínu, ef líf og heilsa leyfi, en hann er orð- inn 72 ára. Hann segist hafa getað farið á eftirlaun 64 ára en það stóð ekki til boða í miðju verki. „Við er- um farin að sjá til lands og það er mikið gleðiefni. Þetta hefur tekið á en vinnan fyrst og fremst verið ánægjuleg,“ segir Hjalti að end- ingu við Morgunblaðið. Ólafur Jónsson og Guðný Péturs- dóttir bjuggu á Gautastöðum 1893- 1921 en voru þar síðan áfram í horni hjá dætrum sínum. Þar lést Ólafur 3. febrúar 1924, varð bráðkvaddur í bæjargöngunum á 72. aldursári. Þorleifur Þorláksson í Langhúsum var á 10. árinu þegar afi hans lést og greindi hann Hjalta Pálssyni frá nokkrum minningum um afa sinn. „Afi minn átti Gautastaði og dæt- ur hans tvær fengu jörðina eftir hann. Fyrir neðan túnið á Gauta- stöðum var hólmi í ánni, kallaður Leirhólmi og suður frá honum voru grynningar langt suður í Gauta- staðavatn. Austur á vatninu var Uppgönguauga, sem menn kölluðu svo. Á gamals aldri, eftir að afi var orðinn lítt fær til erfiðisvinnu, var hann sífellt að bjástra við veiðiskap í Gautastaðavatninu, stundaði hann allt heila sumarið. Hann spann garn á snældu og reið net á veturna til að leggja á sumrin. Hann lagði stundum net hringinn í kringum Upp- gönguaugað og reri svo inn í og skaut niður árum. Þá fóru alltaf ein- hverjir silungar út í netið. Við þetta var hann að dunda daginn út og dag- inn inn. Þessi uppgönguaugu lagði yfirleitt ekki. Það eins og sauð í þess- um augum. Krafturinn var svo mikill á vatninu sem kom þarna upp. Ólafur afi var síðast orðinn mikið gamalmenni, gekk orðið við staf. Hann var vanur að fara út áður en hann fór að sofa á kvöldin. Þetta voru löng göng í gamla bænum á Gautastöðum og ég fylgdi honum oftast út, var enda mikið til alinn upp hjá þeim afa og ömmu. Ég heiti eftir dreng sem þau misstu. Sá drengur hét eftir Þórleifu konu Guðmundar á Höfða. Svo er það kvöld eitt að ég fer á eftir honum og það var myrkur í göngunum og ég myrkfælinn og tek sprettinn fram göngin. – Sumir höfðu gaman af því að segja ungling- um draugasögur og út frá því urðu þeir myrkfælnir. – Dyrnar voru opn- ar en ég rak tærnar í eitthvað rétt innan við þröskuldinn á útidyrunum og hentist langt fram á hlað. Í mesta fáti stökk ég inn aftur og pabbi segir: „Hvað er að barninu?“ Og hann tek- ur ljós og við förum fram aftur. Þá liggur afi þarna steindauður innan við dyrnar og mér hafði orðið fóta- skortur þar á honum.“ „Þá liggur afi þarna stein- dauður innan við dyrnar“ N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Klassísk gæða húsgögn á góðu verði Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið GLOBL VIKTOR Hvíldarstóll CHICAGO hornsófi KRAGELUND OTTO KRAGELUND K371 Kragelund stólar K 406 Ami Grace Manning Kelsey Sófasett Borðstofuborð Stólar Skenkar/skápar Hvíldarstólar Kommóður/hillur o.m.fl. Óskum landsmönnum gleðilegra jóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.