Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 68
68 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 ✝ Ingólfur HelgiÞorláksson fæddist í Eyjar- hólum í Mýrdal 11. nóvember 1947. Hann lést á Kan- aríeyjum 4. desem- ber 2019. Faðir Ingólfs Helga var Þorlákur Björns- son, f. 1899, d. 1987, bóndi í Eyjar- hólum í Mýrdal. Móðir hans var Ingibjörg Emma Emilía Indriðadóttir, f. 1910, d. 1995, frá Blönduósi. Systkini Ingólfs Helga eru Gunnar Sæv- ar Gunnarsson, f. 1934, d. 1970, Anna Margrét Þorláksdóttir, f. 1938. d. 2019, Björn Einar Þor- láksson, f. 1939, d. 1994, Indriði Haukur Þorláksson, f. 1940, Guðrún Steina Þorláksdóttir, f. 1942, d. 2001, Þórólfur Þorláks- Emma, f. 8. apríl 1969, búsett á Selfossi. Hennar maki var Einar Rúnar Einarsson. Þau skildu. Dætur þeirra eru a) Berglind Ósk, unnusti Garðar Ingvar Geirsson, þau eiga tvo drengi. b) Guðrún Ósk, unnusti Ragnar Óskarsson. Sambýlismaður Guðbjargar Emmu er Gunn- laugur Óttarsson. Förunautur Ingólfs Helga síðustu 12 árin var Hjördís Björk Ásgeirsdóttir, f. 16. jan- úar 1957. Ingólfur Helgi var bakari að mennt og starfaði við þá iðn framan af og öðru hverju á ævinni en lengst af starfaði hann sem matreiðslumaður á sjó og landi. Hann var um tíma forstöðumaður Dvalarheimilis- ins í Gunnarsholti og starfs- maður við Réttargeðdeildina á Sogni í Ölfusi. Eftir að Ingólfur lét af launuðum störfum hefur hann búið á Eyrarbakka og sinnt hestum sínum og öðrum hugðarefnum. Útför Ingólfs Helga fer fram frá Selfosskirkju í dag, 19. des- ember 2019, klukkan 13.30. son, f. 1943, d. 1973, Nanna Þor- láksdóttir, f. 1951, og Þórarinn Þor- láksson, f. 1953. Ingólfur Helgi kvæntist 21. sept- ember 1968 Guð- rúnu Ingólfsdóttur, f. 5. september 1949. Þau skildu. Foreldrar Guðrún- ar voru Guðbjörg Ámundadóttir og Ingólfur Jóns- son. Börn Ingólfs Helgs og Guð- rúnar eru: 1) Viðar, f. 26. apríl 1968, búsettur á Selfossi. Maki Nína Björg Borgarsdóttir. Þeirra börn eru a) Axel Ingi, unnusti Einar Valur Einarsson. b) Andrea Rún, unnusti Ingvar Þrastarson, þau eiga tvo drengi. c) Karen Thelma, unnusti Brynjar Gylfason. 2) Guðbjörg Ingólfur Helgi Þorláksson var förunautur minn á lífsins leið síðustu 12 árin sem hann lifði. Með honum átti ég marga gleðistund sem gott er að minn- ast nú þegar komið er að leið- arlokum. Ingólfur var mikið náttúru- barn og óvíða naut hann sín betur en úti í bjartri sumar- nóttinni á gæðingunum sínum. Hálendi Íslands heillaði Ingólf og þangað fór hann í ótaldar hestaferðir. Þannig lá leið hans víða um land í hópi góðra fé- laga. Hann var ratvís og áræð- inn og kjörinn leiðtogi í slíkum ferðum. Ég naut þeirrar gæfu að geta tekið þátt í þessum hans síðustu ferðum um öræfi Íslands. Hestamennska var hans ástríða allt hans líf. Hann var afbragðsgóður hestamaður, frábær tamningamaður og fór vel að öllum skepnum. Honum tókst að fá það besta fram hjá hverjum hesti með ljúfmennsku og hægð. Í góðum hópi var Ingólfur hrókur alls fagnaðar, hafði yndi af að segja sögur og gleðjast með glöðum. Hann var rökfast- ur og mælskur og sagði vel frá. Ingólfur hafði yndi af tónlist og dansi. Þar lágu leiðir okkar fyrst saman og þar nutum við okkar svo vel. Ingólfur hafði ræktað upp skógarreit í landi Minna-Núps í Gnúpverjahreppi, sem við nefndum Sólbrekku. Þar áttum við athvarf, þar var gott að dvelja, hlusta á niðinn í Þjórsá og njóta sumardaga. Við áttum líka gleðistundir á ferðalögum okkar saman bæði innanlands og erlendis. Ingólfur var að vissu leyti einfari, átti auðvelt með að vera einn með sjálfum sér, en hann átti líka góða og trausta vini og mat vináttu þeirra mikils. Körl- unum í hesthúsahverfinu þótti gaman að staldra við í hesthús- inu hjá Ingólfi og taka upp létt og skemmtilegt spjall, yfir heit- um kaffisopa. Ingólfur vildi öllum hið besta, hann var með afbrigðum hjálpfús og greiðvikinn. Mér veitti hann ómetanlegan stuðn- ing þau ár sem leiðir okkar lágu saman. Ingólfi þótti afar vænt um fólkið sitt og var stoltur af unga fólkinu sínu. Frá fyrstu stundu tók Ingólfur mínum börnum vel og þau honum. Ömmustelpunni minni tengdist hann sérstökum vinaböndum. Fyrir þetta verð ég ævinlega þakklát. Ég minnist Ingólfs með þakklæti fyrir allt það góða sem hann færði mér á okkar ferðalagi saman. Hann mun alla tíð eiga sess í hjarta mínu. Hjördís Björk Ásgeirsdóttir. Við skyndilegt fráfall Ingólfs bróður míns reikar hugurinn til baka, til bernskunnar þegar veröldin var græn og hlý og framtíðin óendanleg. Hann var þriðji yngsti í níu systkina hópi og sá 6. sem kveður þessa jarð- vist. Segja má að hann hafi ver- ið nokkurs konar foringi okkar tveggja yngstu, þar sem hann hafði nokkur ár fram yfir okk- ur. Ingólfur varð snemma þrótt- mikill og snar í snúningum. Ég reikna með að það hafi verið ærið verkefni fyrir móður okk- ar að fylgjast með sjöunda barninu, svona í viðbót við heimilisstörfin, sem snemma sýndi tilburði til afreka á lífsins leikvelli. Hann mun ekki hafa verið nema 10 til 11 mánaða þegar hann hljóp um tún. Hann var mjög ungur, þriggja til fjögurra ára, þegar hann teymdi spaka klára, að hlöðnum garði, klifraði á bak klárnum sem tölti af stað. Mamma hljóp nokkra sprettina á eftir honum á þessum fyrstu knapaæfingum hans. Í minningunni var oftast gott veður og oftast sumar. Um- hverfið var vel fallið til leikja, enda var oft farið í „útilegu- mann“, „fallin spýta“ „yfir“ og aðra leiki. Leiksvæðið bæjar- hóllinn, túnin, brekkurnar. Baslað við bátasmíð og stíflu- gerð í læknum. Farið í fjöru- ferðir. Bæirnir sem áttu land að fjörunni áttu fjörudaga. Ekki held ég nú samt að fjaran hafi verið hugsuð sem leiksvið fyrir okkur börnin. En brimið heillaði og ekki var alltaf spurt um leyfi þegar heimurinn var kannaður. Með hækkandi aldri urðu viðfangsefni Ingólfs um- fangsmeiri. Ég man eftir hon- um snúa lambi inni í á og hjálpa því í heiminn, líklega um ellefu ára aldur. Þá var fýla- veiði unglingsstrákanna í sveit- inni ótrúlega spennandi. Mark- miðið var að koma með sem flesta fýla bundna í kippu við hnakkinn. Einhvern tímann fór Ingólfur á bólakaf í Klifanda, jökulsá sem oft er töluvert vatnsmikil. Mikill samgangur var á milli heimila okkar þegar hann og Gunna bjuggu ásamt Viðari og Emmu í nágrenni við okkur. Ingólfur hafði sérlega gaman af börnum. Þess nutu krakk- arnir mínir, Silja og Þórólfur. Þau Gunna gættu Þórólfs stundum þegar hann var um sex ára aldur. Ingólfur sagði honum endalausar sögur af stígvélaða kettinum. Það voru sögur af þessum makalausa ketti sem ferðaðist um fjöll og firnindi og brá sér í allra kvik- inda líki. Í huga 6 ára drengs voru allar þessar sögur sem frændi sagði sannar. Ég hef aldrei rekist á þær á prenti en kötturinn sendi jólagjafir! Afahlutverkið fór honum líka vel enda dáður og elskaður af barnabörnunum. Oft hef ég verið ósammála bróður mínum um mikilvæg samfélagsmál. En þrátt fyrir karp um dægurmál er hugur minn þungur og fullur eftirsjár. Mér hefði fundist sanngjarnt að hann hefði fengið lengri tíma. Tíma til að dansa og ferðast með Hjördísi sinni og tíma til að njóta þess að fylgjast með afkomendum sínum. Tíma til að klappa klárunum sínum og finna goluna strjúka um vanga. Ég kveð bróður minn með fyr- irbæn um góða heimkomu í sumarlandið og þökk fyrir allt. Við Össi sendum Hjördísi, Við- ari og Emmu og þeirra fjöl- skyldum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Nanna Þorláksdóttir. Ingólfur Helgi var þriðji yngstur níu systkina sem ólust upp í Eyjarhólum í Mýrdal. Þrátt fyrir þrengslin lifa í minningunni glaðir æskudagar, sem ekkert setur blett á. Ingólfur var tápmikill og úr- ræðagóður. Þegar hann var á þriðja ári stóð merin Gláma, gæðablóð og fyrsti reiðskjóti okkar systkina, við húshliðina með aktygjum á meðan heim- ilisfólkið var í mat. Ingólfur teymdi merina að hlöðnum vegg á bæjarhlaðinu, klifraði á bak Glámu og sat þar hróðugur þegar út var komið. Öðru sinni átti hryssa erfiða fæðingu í túninu heima. Við fylgdumst með pabba fjarlægja andvana folaldið. Hryssan sætti sig illa við missinn en kom til okkar og sló eign sinni á Ingólf þá á fimmta ári. Varnaði hún okkur að koma nálægt honum. Tók hann þessu af óttaleysi. Eftir nokkurt stapp tókst þó að koma honum út fyrir túngirðinguna. Tengsl okkar bræðranna rofnuðu á námsárum okkar. Ingólfur lærði til bakara en hneigðist einnig til annarrar matargerðar og starfaði lengi sem matsveinn á sjó og í landi. Á þessum árum kynntist hann og kvæntist Guðrúnu Ingólfs- dóttur. Þau eignuðust og ólu upp tvö mannvænleg börn, Við- ar og Guðbjörgu Emmu, sem ásamt fimm börnum sjá nú á eftir umhyggjusömum föður og afa. Sérstaklega sterk bönd voru milli Ingólfs og elsta barnabarnsins Axels Inga sem misst hefur vin og félaga. Ævi Ingólfs var ekki þrauta- laus. Ungur ánetjaðist hann Bakkusi og glímdi við hann alla tíð. Fór hann halloka framan af en gat svo snúið rimmunni sér í hag og hafði langtímum yfir- höndina eftir það. Naut hann í því hins góða starfs SÁÁ og AA-samtakanna og góðra að- standenda svo og þess sem átti hug hans flesta daga, hestanna. Bernskuatvikin með hestana reyndust forboði. Faðir okkar var hestamaður og þekktur fyr- ir það að hafa gott auga fyrir hestefnum. Þetta hafði Ingólfur tekið í arf. Hann átti jafnan góða reiðhesta og suma af- bragðsgóða. Umgengni hans við hesta einkenndist af umhyggju og skilningi á háttum þeirra og sterk tengsl við þá gerði Ingólf að góðum tamningamanni sem þroskaði og bætti margt he- stefnið fyrir sig og aðra. Vegna hestamennsku glædd- ust samskipti okkar að nýju. Ingólfur hafði um árabil farið með hóp vina í hestaferðir á sumrum. Taldi hann mig á að koma í eina slíka sem varð til þess að ég fór í ferðir þessar allmörg ár. Ingólfur var góður fararstjóri, hafði aga á liði sínu og sá til þess að umgengni um náttúru og gistiskála væri góð. Ferðir okkar lágu flestar að fjallabaki en einnig víðar. Í síð- ustu sameiginlegu ferðinni héldum við á heimaslóðir, gist- um í Reynishverfi og riðum þaðan út m.a. inn í Heiðardal og á Reynisfjall. Sannaðist þá að Ingólfur var veðursæll far- arstjóri því við fengum fimm sólardaga í röð í Mýrdalnum sem ég ætla að ekki hafi oft gerst á uppvaxtarárum okkar. Með í för síðari árin var Hjör- dís Björk Ásgeirsdóttir sem verið hefur förunautur Ingólfs síðustu 12 ár og styrk stoð all- an þann tíma. Við Rakel sendum börnum Ingólfs og fjölskyldum þeirra, Guðrúnu fyrrverandi konu hans, Hjördísi Björk og systk- inum Ingólfs okkar innilegustu samúðarkveðjur. Indriði H. Þorláksson. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) „Sæll frændi.“ Þannig ávörp- uðum við hvor annan, Ingólfur og ég, en nú er því lokið. Ég tók miklu ástfóstri við Ingólf þegar hann bjó hjá for- eldrum mínum á Engjavegi 1, þar sem ég tók mín fyrstu skref í þessu lífi. Ingólfur var sá besti og mátti hann ekki fara úr húsi án kveðju frá mér og það var einmitt við slíkt tækifæri að ég elti hann út á tröppur. Æs- ingurinn var það mikill að litli snáðinn rúllaði niður tröppurn- ar og var honum ekið á sjúkra- húsið með sinn fyrsta skurð á enni. Ekki minnkaði aðdáun mín á frænda eftir þetta slys, því Ingólfur var gull af manni og ætíð tilbúinn að hjálpa, lána hluti eða teyma undir, ef maður fór fram á það. Þegar frændi var með brjóst- sykurgerðina í Hveragerði á sínum tíma var góður tími fyrir mig. Hann bað mig stundum að koma með sér. Það var auðsótt mál hjá ungum ökumanni á þeim tíma, því ég fékk þá oft að keyra á milli Selfoss og Hvera- gerðis. Mikið var spjallað og stutt í grínið hjá okkur, vorum við í miklu og góðu sambandi á þeim tíma. Við sóttum saman námskeið í innhverfri íhugun að áeggjan frænda og átti það að koma mikilli ró og visku í okkar haus, en eftir síðasta tímann man ég hvað við vorum sammála um að þarna hefðum við eytt pening- um til einskis og hlógum mikið að þessari hugdettu. Það var hins vegar annað sem frændi tók sér fyrir hend- ur til að öðlast gott líf og vildi endilega að ég gerði slíkt hið sama, því honum var umhugað um mig, en ég hafði engan áhuga á að drekka sveppaseyði sem hann innbyrti í stórum stíl. Við áttum síðar eftir að vinna saman í Fossnesti um tíma og mikið var nú gott að hafa bak- arann með sér þar, því að ferm- ingarveislunar voru lítið mál hjá honum, kökur og annað kruðerí ætíð tilbúið fyrir mína vakt til afgreiðslu, en þá vann hann aukalega um nóttina til að gera allt klárt fyrir mig. Það var tvennt sem Ingólfur frændi var hræddur við; mýs og nálar. Hann hændi að sér villiketti í hesthúsið til að sjá um að húsið yrði músfrítt og gekk það vel, en svo kom tími þar sem kisi vann ekki sína vinnu og varð frændi að kaupa gildrur og veiddi í þær, en til- hugsunin um að losa bráðina úr gildrunni var slík, að bráð og gildru var hent í hauginn. Góðar og skemmtilegar minningar á ég um frænda minn og mun sakna heimsókn- anna í hesthúsið, því þar töl- uðum við mannamál um heima og geima. Frændi, þú verður ætíð í hjarta mér. Votta þeim sem stóðu frænda mínum næst mína dýpstu samúð. Sölvi B. Hilmarsson. Ingólfur frændi lést á Kanarí 4. desember síðastliðinn. Ing- ólfur var dellumaður og gekk í gegnum nokkur þannig tímabil. Þá sökkti hann sér niður í ým- islegt, sumt skrítið og spaugi- legt, eins og t.d. að sjóða sveppaseyði sem átti að vera allra meina bót og svo þurfti auðvitað að jarða sveppinn. Ingólfur var eftirminnilegur persónuleiki. Hann var góður frændi sem kunni að segja sög- ur. Sögurnar sem Ingólfur sagði mér og bróður mínum voru engar venjulegar sögur og hans uppáhaldssögur voru um Stígvélaða köttinn sem lenti í hinum ótrúlegustu ævintýrum og var til í alvöru. Til sönnunar um tilvist kattarins og sagn- anna fengum við jólagjafir frá Stígvélaða kettinum, nammi- poka pakkaðan inn í jólapappír. Ingólfur þóttist ekkert kannast við þessar gjafir þegar við spurðum hann. Hann var stríð- inn og fannst gaman að stríða mömmu með því að fá okkur bróður minn til að bera heim alls konar kosningaáróður því þau systkinin voru aldrei sam- mála. Hann gaf okkur nammi fyrir að bera barmmerki eða að reyna að líma áróðursborða á bílinn hennar mömmu. Ekki var síður gaman að koma í hesthúsið til Ingólfs og kíkja á hestana eða fá að skreppa á bak. Það er gott að eiga góðar minningar. Ég kveð Ingólf frænda minn með þakklæti í huga. Elsku Emma, Viðar, Hjördís og fjöl- skyldur, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Silja. Ingólfur Helgi Þorláksson Opnunartímar Kirkjugarða Reykjavíkur um jólin Á aðventunni, um jól og áramót eru Fossvogskirkjugarður, Gufuneskirkjugarður, Kópavogskirkjugarður og Hólavallagarður opnir allan sólarhringinn nema Fossvogskirkjugarður er lokaður fyrir allri bílaumferð á aðfangadag milli kl 11:00 og 14:00 vegna mikils fjölda gangandi og slysahættu. Þeir sem ekki geta vitjað leiða ástvina sinna nema koma akandi er bent á að koma annað hvort fyrir eða eftir tilgreindan lokunartíma. Ökumönnum er bent á bílastæði við Fossvogskirkju, Suðurhlíð og Vesturhlíð. Á Þorláksmessu og aðfangadag er hringakstur í Gufuneskirkjugarði með aðkomu eingöngu frá Hallsvegi og farið er út norðan megin inn á Borgaveg eins og verið hefur. Símavarsla verður á skrifstofu Kirkjugarðanna á aðfangadag og gamlársdag frá kl. 08:00 - 12:00 í síma 585 2700 fyrir þá sem þurfa að leita upplýsinga og aðstoðar. Hægt er að nálgast upplýsingar um staðsetningu leiða á vefnum www.gardur.is Starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. www.kirkjugardar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.