Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 595 1000 Verð frá kr. 96.895 Apt. Paradero I 4. febrúar í 7 nætur Tenerife Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. Reykjavík • Mörkin 3 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 9.990 8” MYNDARAMMI Stafrænn myndarammi með kortalesara FRÍTT SENDUM ALLAR VÖR UR ALLT AÐ 10 kg ALLA DAGATIL JÓLA OPIÐ10-19 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Haustþingi 150. löggjafarþingsins lauk á sjöunda tímanum í fyrrakvöld og fóru í alþingismenn þá jólafrí. Stíft var fundað á Alþingi tvo síðustu þing- dagana fyrir jól. Samkvæmt yfirliti á vef Alþingis eyddu þingmenn samtals rúmum 224 klukkustundum í ræðustól Alþingis á haustþinginu, sem hófst 10. sept- ember. Flutt var 2.351 ræða og gerð- ar 2.454 athugasemdir. Meðallengd hverrar þingræðu var rúmar fjórar mínútur. Guðmundur Ingi Kristinsson þing- maður Flokks fólksins var sá sem mest talaði á haustþinginu. Hann flutti 231 ræðu og athugasemd og tal- aði í samtals 637 mínútur. Það gera tæplega 11 klukkustundir samanlagt. Næstur Guðmundi kom Björn Leví Gunnarsson Pírati, en hann flutti 230 ræður og athugasemdir og talaði í samtals 572 mínútur. Næstir komu Þorsteinn Víglundsson Viðreisn (215/ 556), Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra (181/505), Birgir Þór- arinsson Miðflokki (129/497) og Þor- steinn Sæmundsson Miðflokki (120/451). Fyrsta konan sem nær á listann er Inga Sæland Flokki fólks- ins (126/404). Sigríður Á. Andersen Sjálfstæð- isflokki talaði minnst á haustþinginu. Hún flutti 15 ræður og athugasemd- ir, samtals í 29 mínútur. Þar á eftir koma Silja Dögg Gunnarsdóttir Framsóknarflokki (11/37), Albertína Friðbjörg Elíasdóttir Samfylkingu ((16/41), Páll Magnússon Sjálfstæð- isflokki (16/43) og Ásmundur Frið- riksson Sjálfstæðisflokki (20/55). Samkvæmt starfsáætlun þingsins eiga nefndafundir að hefjast 14. jan- úar, að loknu jólaleyfi þingmanna. Þingfundir hefjast svo að nýju mánu- daginn 20. janúar. Eldhúsdags- umræður eiga að fara fram miðviku- daginn 3. júní. Stefnt er að þingfrestun miðvikudaginn 10. júní 2020. Stóðu 224 klukkutíma í ræðustólnum  Guðmundur Ingi talaði mest á haust- þingi  Þingmenn í fríi fram á næsta ár Morgunblaðið/Eggert Ræðukóngur Guðmundur Ingi Kristinsson Flokki fólksins í ræðustólnum. Þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi var búist við því að varðskipið Þór, sem hefur sinnt hlutverki rafstöðvar á Dalvík síðan í síðustu viku, yrði aftengt áður en fimmtudagsmorgun gengi í garð. „Það er gert ráð fyrir því að skipið verði komið aftur til Reykjavíkur á föstudagsmorgun eða eitthvað slíkt,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelg- isgæslunnar. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri að- gerðasviðs, fóru til Dalvíkur í gær á þyrlu gæslunnar, TF-EIR, til þess að kanna aðstæður um borð í varðskip- inu. Þór var tengdur við Dalvík síðastliðinn fimmtudag vegna rafmagnsleysis sem kom upp í óveðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Varðskipið Þór aftengt á Dalvík „Það hefur verið ótrúlegur hæga- gangur í þessum viðræðum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, um kjaraviðræður stéttar- félaganna og viðsemjenda hjá ríki, Reykjavíkurborg og Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga. Í gær var haldinn sáttafundur BSRB og samninganefndar ríkisins en ekkert kom út úr honum, að sögn Sonju. Á stærra borði viðsemjenda eru vinnuvikustytting vaktavinnufólks, umræður um jöfnun launa og launaþróunartrygging. Á samninga- fundum BSRB og samninganefndar ríkisins hefur verið tekist á um orlof og starfsumhverfi. Sonja segir að starfsumhverfi opinberra starfs- manna einkennist af miklu álagi. „Við höfum lagt áherslu á að settar séu fram reglur sem fjalla um það hvern- ig megi sporna við álagi í vinnunni.“ Spurð hvort viðræðurnar, sem hafa staðið síðan í mars, séu ekki farnar að taka of langan tíma segir Sonja: „Jú og þolinmæðin er náttúrulega þrotin hjá öllum, bæði félagsmönnum og forystu aðildarfélaganna og BSRB. Það er alveg ljóst að ef þessi hægagangur heldur áfram eftir ára- mót þá munum við fara að huga að plani B.“ Stendur ekki á ríkinu Sverrir Jónsson, formaður samn- inganefndar ríkisins, segir að viðræð- ur gangi ekki hægt, þær taki einfald- lega tíma, enda sé um flókin mál að ræða sem þurfi að vanda sig við að út- færa. „Ríkið er tilbúið í að ganga frá samningi á sömu meginlínum og sam- ið var um á almennum vinnumarkaði í vor,“ segir Sverrir og á hann þá við lífskjarasamning stjórnvalda. „Við höfum náð samningi um hann, við fimm stéttarfélög og eigum í góðu samtali við þau. Þetta stendur ekki á okkur.“ Ellefu BHM félög sem eru í sam- starfi í kjaraviðræðunum eiga annan fund með samninganefnd ríkisins á morgun. ,,Það er mjög ólíklegt að við náum samningum við ríkið eða sveitarfélög- in fyrir jól,“ segir Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags ís- lenskra náttúrufræðinga. Félagið á fund með Reykjavíkurborg í janúar en enginn fundur hefur verið settur niður með samninganefnd sveitarfé- laga. Lokað verður hjá ríkissáttasemj- ara frá næsta föstudegi og fram yfir áramót. ragnhildur@mbl.is Grípa til plans B ef ekkert breytist í viðræðunum  Þolinmæði BSRB á þrotum  Ríkið tilbúið að semja strax Fjármála- og efnahagsráðherra hefur tilnefnt Gunnar Jakobsson lögfræðing í embætti varaseðla- bankastjóra fjármálastöðugleika. Forsætisráðherra skipar í emb- ættið skv. nýjum lögum um Seðla- bankann sem taka gildi um áramót. Gunnar er með MBA próf frá Yale og hefur undanfarin ár gegnt stjórnunarstöðum hjá Goldman Sachs, fyrst í New York og nú síðast sem framkvæmda- stjóri lausafjársviðs og persónuverndar Goldman Sachs Int- ernational í London. Frá þessu var greint í gær í tilkynningu fjármála- og efnahagráðuneytisins. Tilnefndur sem varaseðlabankastjóri Gunnar Jakobsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.