Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 88

Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 88
Listar yfir bestu verk ársins í hin- um ýmsu listgreinum eru farnir að birtast, enda stutt til áramóta. Á vefsíðunni Metacritic, sem tekur saman dóma fjölda fjöl- og vefmiðla og reiknar út meðaltalseinkunn, má nú finna samantekt á topplistum fjölda miðla yfir bestu kvikmyndir ársins 2019. Toppmynd listans þegar þetta er ritað er suður-kóreska kvikmyndin Parasite, Sníkjudýr, eftir leikstjór- ann Bong Joon-ho en hún hlaut að- alverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Cannes fyrr á árinu og hefur sópað að sér verðlaunum og tilnefningum frá þeim tíma. Kvikmyndin er ein þeirra sem hlutu fullt hús stiga hjá kvikmyndarýni Morgunblaðsins á árinu. Í öðru sæti er ein umrædd- asta kvikmynd ársins, hin gríðar- langa The Irishman eftir Martin Scorsese. Hefur hún hlotið nær ein- róma lof gagnrýnenda og er með 94 af 100 mögulegum á Metacritic. Rýnir Morgunblaðsins var hins veg- ar ekki jafnhrifinn og gaf þrjár stjörnur í einkunn. Annað var upp á teningnum þegar kom að gagnrýni um Marriage Story, nýjustu kvik- mynd Noahs Baumbachs með Scar- lett Johansson og Adam Driver í að- alhlutverkum. Hún er í þriðja sæti Metacritic-listans og þykir líklega til afreka á verðlaunahátíðum næstu mánuði. Líkt og The Irishman var hún fyrst sýnd í takmarkaðan tíma í kvikmyndahúsum og fór svo á Net- flix-streymisveituna. Kanína skoppar óvænt upp lista Kvikmynd Quentins Tarantinos, Once Upon a Time in … Hollywood, Einu sinni var … í Hollywood, er í fjórða sæti en hún er með meðaltals- einkunnina 83 af 100 á Metacritic. Þótt flestir gagnrýnendur væru hrifnir af henni voru einhverjir sem fundu eitt og annað að myndinni. Þeir voru þó í miklum minnihluta. Í fimmta sæti er 1917, stríðsmynd leikstjórans Sams Mendes, sem hef- ur ekki enn verið sýnd hér á landi frekar en kvikmyndin í sjötta sæti, Little Women. Hún hefur hlotið álíka lof og myndirnar í efstu þrem- ur sætunum ólíkt Jojo Rabbit sem er í sjöunda sæti. Hún er með meðal- talseinkunnina 58 af 100 en virðist samt sem áður oft nefnd sem ein af bestu kvikmyndum ársins. The Farewell, sem er kínversk- bandarísk framleiðsla, er í áttunda sæti en er þó með miklu hærri ein- kunn gagnrýnenda en Jojo Rabbit, 89 af 100. Morðgátumyndin Knives Out, sem hlaut 4,5 stjörnur í einkunn hjá Morgunblaðinu á dögunum, er í sama sæti, með 13 stig líkt og The Farewell. Í tíunda sæti er svo Uncut Gems, bandarísk kvikmynd með Adam Sandler í aðalhlutverki. Þykir Sandler sýna góða takta í þeirri kvikmynd í hlutverki skartgripasala. Joker er í ellefta sæti, ein um- deildasta kvikmynd ársins með tón- list eftir Hildi Guðnadóttur. Skiptust gagnrýnendur hennar í tvær fylk- ingar; sögðu hana ýmist hörmulega eða frábæra. Líklegt má telja að litl- ar breytingar verði á efstu sætum listans en þó skal settur sá fyrirvari. Sníkjudýrin efst á lista  Metacritic tekur saman árslista ólíkra fjölmiðla um það besta í listum á árinu sem er að líða  Parasite eftir Bong Joon-ho trónir á toppi kvikmyndalistans Skilnaður Scarlett Johansson og Adam Driver. Little Women Byggð á bók Louisu May Alcott. Þrjár góðar Stillur úr The Irish- man, Jojo Rabbit og Joker. Sníkjudýr Kvikmyndin Parasite hefur hlaðið á sig verðlaunum á árinu. 88 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 KIEL/ - OG FRYSTITJEKI ., '*-�-��,�rKu�, Kæli- & frystibúnaður í allar gerðir sendi- og flutningabíla Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambíó.is LOKAKAFLINN Í SKYWALKER SÖGUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.