Morgunblaðið - 19.12.2019, Page 88

Morgunblaðið - 19.12.2019, Page 88
Listar yfir bestu verk ársins í hin- um ýmsu listgreinum eru farnir að birtast, enda stutt til áramóta. Á vefsíðunni Metacritic, sem tekur saman dóma fjölda fjöl- og vefmiðla og reiknar út meðaltalseinkunn, má nú finna samantekt á topplistum fjölda miðla yfir bestu kvikmyndir ársins 2019. Toppmynd listans þegar þetta er ritað er suður-kóreska kvikmyndin Parasite, Sníkjudýr, eftir leikstjór- ann Bong Joon-ho en hún hlaut að- alverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Cannes fyrr á árinu og hefur sópað að sér verðlaunum og tilnefningum frá þeim tíma. Kvikmyndin er ein þeirra sem hlutu fullt hús stiga hjá kvikmyndarýni Morgunblaðsins á árinu. Í öðru sæti er ein umrædd- asta kvikmynd ársins, hin gríðar- langa The Irishman eftir Martin Scorsese. Hefur hún hlotið nær ein- róma lof gagnrýnenda og er með 94 af 100 mögulegum á Metacritic. Rýnir Morgunblaðsins var hins veg- ar ekki jafnhrifinn og gaf þrjár stjörnur í einkunn. Annað var upp á teningnum þegar kom að gagnrýni um Marriage Story, nýjustu kvik- mynd Noahs Baumbachs með Scar- lett Johansson og Adam Driver í að- alhlutverkum. Hún er í þriðja sæti Metacritic-listans og þykir líklega til afreka á verðlaunahátíðum næstu mánuði. Líkt og The Irishman var hún fyrst sýnd í takmarkaðan tíma í kvikmyndahúsum og fór svo á Net- flix-streymisveituna. Kanína skoppar óvænt upp lista Kvikmynd Quentins Tarantinos, Once Upon a Time in … Hollywood, Einu sinni var … í Hollywood, er í fjórða sæti en hún er með meðaltals- einkunnina 83 af 100 á Metacritic. Þótt flestir gagnrýnendur væru hrifnir af henni voru einhverjir sem fundu eitt og annað að myndinni. Þeir voru þó í miklum minnihluta. Í fimmta sæti er 1917, stríðsmynd leikstjórans Sams Mendes, sem hef- ur ekki enn verið sýnd hér á landi frekar en kvikmyndin í sjötta sæti, Little Women. Hún hefur hlotið álíka lof og myndirnar í efstu þrem- ur sætunum ólíkt Jojo Rabbit sem er í sjöunda sæti. Hún er með meðal- talseinkunnina 58 af 100 en virðist samt sem áður oft nefnd sem ein af bestu kvikmyndum ársins. The Farewell, sem er kínversk- bandarísk framleiðsla, er í áttunda sæti en er þó með miklu hærri ein- kunn gagnrýnenda en Jojo Rabbit, 89 af 100. Morðgátumyndin Knives Out, sem hlaut 4,5 stjörnur í einkunn hjá Morgunblaðinu á dögunum, er í sama sæti, með 13 stig líkt og The Farewell. Í tíunda sæti er svo Uncut Gems, bandarísk kvikmynd með Adam Sandler í aðalhlutverki. Þykir Sandler sýna góða takta í þeirri kvikmynd í hlutverki skartgripasala. Joker er í ellefta sæti, ein um- deildasta kvikmynd ársins með tón- list eftir Hildi Guðnadóttur. Skiptust gagnrýnendur hennar í tvær fylk- ingar; sögðu hana ýmist hörmulega eða frábæra. Líklegt má telja að litl- ar breytingar verði á efstu sætum listans en þó skal settur sá fyrirvari. Sníkjudýrin efst á lista  Metacritic tekur saman árslista ólíkra fjölmiðla um það besta í listum á árinu sem er að líða  Parasite eftir Bong Joon-ho trónir á toppi kvikmyndalistans Skilnaður Scarlett Johansson og Adam Driver. Little Women Byggð á bók Louisu May Alcott. Þrjár góðar Stillur úr The Irish- man, Jojo Rabbit og Joker. Sníkjudýr Kvikmyndin Parasite hefur hlaðið á sig verðlaunum á árinu. 88 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 KIEL/ - OG FRYSTITJEKI ., '*-�-��,�rKu�, Kæli- & frystibúnaður í allar gerðir sendi- og flutningabíla Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambíó.is LOKAKAFLINN Í SKYWALKER SÖGUNNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.