Morgunblaðið - 19.12.2019, Side 58

Morgunblaðið - 19.12.2019, Side 58
58 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • Sími: 553 1380 STOFNAÐ 1953 Njóttu jólabakstursins, við hreinsum fötin Hver er eiginlega leyndardómurinn á bak við gleðileg jól? Við því er auðvitað ekkert eitt rétt svar, eins og hver og einn veit. Maður skyldi reyndar ætla að það væri fullt af sérfræð- ingum um þetta mál- efni úti í samfélaginu, því að vikurnar fyrir jól hafa fjölmiðlarnir varla undan að bera í okkur „upplýsingar“ um það frá hinum og þessum aðilum úti í bæ, hvernig við eig- um að ná gleðinni í hús um jólin. Og aug- lýsingarnar sem fylla póstkassana hjá okk- ur gera það sama. Yfirleitt er gleði jólanna samkvæmt auglýsingunum talin felast í því að kaupa eitthvað dót eða mat eða föt, hvort sem við höfum nú efni á því eða ekki. En, það er nú samt eins og eitthvað vanti á jólagleðina hjá mörg- um. Þess vegna langar mig til þess að benda þér á allt aðra leið. Hún felst í því sem ég kalla „uppskrift að gleðilegum jólum“. Ég hef búið hana til upp úr hinum og þessum samtölum sem ég hef átt við fólk út um borg og bý á undanförnum árum. En þótt margir hafi komið með ábend- ingarnar hér að því hvað felst í jólagleð- inni, þá eru samt flest- ir ótrúlega mikið á sama máli um þessa uppskrift, bæði hvað þarf í hana og hvernig eigi að matreiða hana til þess að úr verði gómsætur og vellukkaður „réttur“. Ef þér og þínum líst vel á hana mæli ég með því að þið skellið ykkur í „baksturinn“ þegar kemur að jól- um á þessu ári. Forsendan fyrir því að upp- skriftin heppnist vel er reyndar sú að allir sem ætla að halda jól saman komi með hráefnið í kökuna. Það verða auðvitað líka allir að taki þátt í því að baka hana, leggja sitt af mörkum. En hér kemur þá uppskriftin að gleðilegum jólum: 2 bollar af ást 2 bollar af trausti milli ástvina 4 bollar af tíma, næði og ró 4 bolli umhyggja fyrir þeim okkar sem eru einmana, sorgmædd og sjúk 4 dl húmor til að brosa að óréttlæti og spillingu samfélagsins okkar 175 g mjúk vinátta tölum saman um það sem skiptir máli 1 1/2 dl fyrirgefning 3 stórar matskeiðar af virðingu 2 tsk. gagnkvæmur skilningur á því hvernig öðrum líður 2 tsk. jákvæðni Stór slatti af hrósi, sérstaklega ef við höfum ekki hrósað hvert öðru lengi Aðferð: Hrærið öllu varlega saman í góðri skál. Skálin er það umhverfi sem þið hafið búið ykkur og það rými sem þið gefið hvort öðru í lífinu. Ætlið ykkur góðan tíma því annars er hætta á að eitthvað af þurrefnunum gleymist eða hlaupi í kekki. Farið varlega með að bæta áfengi í uppskriftina. Best er að sleppa því alveg. Bakist í vinalegu umhverfi og eins lengi og þurfa þykir. Hægt er að krydda og skreyta kökuna allt eftir smekk. Það breytir ekki sjálfri kök- unni, en útkoman verður skemmti- legri og persónulegri. Ekki skaðar krem með tilbreytingu að eigin vali. Munið að tala saman um baksturinn, því annars brennur allt við í ofn- inum. Berist fram í tíma og ótíma við jólaljós Jesú Krists og með bros á vör. Gleðileg jól. Uppskrift að gleðilegum jólum Eftir Þórhall Heimisson »Ef þér og þín- um líst vel á hana mæli ég með því að þið skellið ykkur í „baksturinn“ þegar kemur að jólum á þessu ári. Þórhallur Heimisson Höfundur er prestur og hjónaráðgjafi. Gleðileg jól Samvera er mikilvægt innihaldsefni í uppskrift að góðum og gleðilegum jólum. Fasteignir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.