Morgunblaðið - 19.12.2019, Page 4

Morgunblaðið - 19.12.2019, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 Gefðu frí um jólin með gjafabréfi Icelandair Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta er einn af stóru atburðunum sem raforkukerfið hefur þurft að takast á við,“ segir Tryggvi Þór Har- aldsson, forstjóri Rarik. Enn er glímt við eftirköst og af- leiðingar óveðursins mikla í síðustu viku. Rafmagnsleysi og rafmagns- truflanir hafa hrjáð íbúa á Norður- landi og enn er víða keyrt á varaafli. Á meðfylgjandi korti má sjá ótrúlegt umfang lagnanets Rarik og Lands- nets og hversu víðtækar bilanir starfsmenn fyrirtækjanna hafa mátt glíma við. Tryggvi segir að áður hafi þurft að glíma við rafmagnsleysi, til að mynda 1991 og 1995. „Það var í sveit- unum en flutningslínurnar stóðu það allt af sér. Núna er flutningskerfið og stofnkerfið inn í dalina það sem er að fara. Þetta er mjög víðtækt straumleysi.“ Aðspurður segir Tryggvi að svo kunni að fara að afleiðingar óveðurs- ins hafi það í för með sér að breyta þurfi áformum um endurnýjun lagnakerfis Rarik. „Svona atburður hefur alltaf þau áhrif að einhverjum verkefnum er flýtt. Það borgar sig ekki að fara í mjög dýrar framkvæmdir við lag- færingar ef áætlað er að línan sé tek- in niður eftir 2-3 ár. Þetta gæti til að mynda átt við í Hörgárdal, þar sem erfitt er að eiga við línu sem liggur í gegnum skóginn, og í Svarfaðardal. Það hefur ekkert verið ákveðið en það eru ákveðin verkefni sem getur borgað að taka á sig flýtikostnaðinn við.“ Tryggvi segir að þegar um hægist verði farið í það að skoða og meta kerfið þannig að ákvarðanir um end- urbætur verði teknar á réttum for- sendum. Hann segir að enn sé langt í að kerfi Rarik komist í samt lag. „Í rauninni verður kerfið ekki komið almennilega í lag fyrr en næsta sumar. Hluti af kerfinu verður til bráðabirgða þangað til. En við vonumst til að verða búin að losa all- an dísel fyrir jól. Kerfið er enn við- kvæmt og við verðum að vona að veð- urguðirnir gefi okkur frið um jólin.“ Húnaflói Skagi Reykjaströnd Glaumbæjarlína Svarfaðardalur Vatnsnes Heggstaðanes Vestur-Hóp Svínadalur Svalbarðsströnd Tjörnes Melrakkaslétta Árskógsströnd Fnjóskadalur Reykjadalur Aðaldalur/Kinn Bárðardalur Hörgárdalur Svartárdalur BlöndudalurHvammstangavegamót Bilun í jarðspennistöð í strengkerfi Bilun í jarðspennistöðvum í strengkerfi Enn er verið að glíma við rafmagns- leysi og rafmagnstrufl anir víða. Herma yfi rvöld að þetta sé eitt hið mesta viðvarandi rafmagns- leysi sem landsmenn hafi mátt glíma við. Þar sem verst lét var rafmagnslaust í þrjá sólarhringa. Markvisst hefur verið unnið að því að leggja strengi í jörð eftir að mikið tjón varð á loftlínukerfi nu árið 1991. Jarðstrengir þykja hafa minnkað rafmagnstrufl anir til muna, ekki síst á ísingasvæðum. Stefnt er að því að allt kerfi Rarik verið komið í jörð árið 2035. Rafmagnstrufl anir á Norðurlandi Akureyri Húnaflói Jarðstrengir og loftlínur á Norðurlandi Dreifi kerfi Rarik 9.000 kílómetrar rúmir er heildarlengd dreifi kerfi s Rarik Flutningskerfi Rarik Bilanir vegna óveðursins. Brotnir staurar, línuslit og/eða einangrunarvandamál vegna ísingar og seltu. Jarðstrengir Loftlínur 11.000 íbúar máttu þola rafmagnsleysi á 7.600 heimilum í óveðrinu nú í desember* Jarðstrengir Loftlínur Heimild: Landsnet og Rarik. *Kom fram í ræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráð- herra á Alþingi í fyrradag. 65% af dreifi kerfi Rarik eru jarðstrengir 1.000 milljónir kr. er árlegur kostnað- ur við endurnýjun loftlínukerfi s Rarik með um 200 km jarðstreng hverju sinni 15 milljarðar kr. er áætlaður kostnað- ur fram til loka verkefnis- ins árið 2035 Flutningskerfi Landsnets 33-220 kV línur Virkjun Meginfl utningskerfi Svæðisfl utningskerfi Bilanir vegna óveðursins „Viðkvæmt kerfi“ kortlagt eftir jól  Starfsmenn Rarik vinna að viðgerðum  Vera kann að línulögnum verði flýtt í Hörgárdal og Svarf- aðardal  Kerfið kemst ekki almennilega í lag fyrr en næsta sumar  „Mjög víðtækt straumleysi“ Ljósmynd/Rósant Guðmundsson Óveður Starfsmenn Rarik hafa þurft að fást við erfið verkefni undanfarið. Starfsmenn umferðarþjónustu Vega- gerðarinnar svöruðu samtals um 2.500 símtölum á þriðjudag og mið- vikudag í síðustu viku, þegar óveður gekk yfir landið, þetta kemur fram í frétt Vegagerðarinnar. Starfsmenn voru tilbúnir í að gista í vinnunni ef þess þyrfti vegna anna að sögn Kristins Þrastar Jónassonar, deildarstjóra umferðarþjónust- unnar. Starfsmenn þjónustunnar svöruðu rúmlega þúsund símtölum á þriðju- deginum og um 1.500 símtölum á miðvikudeginum. Símtölin á þriðjudeginum voru helst vegna Reykjanesbrautar og höfuðborgarsvæðisins. Á mið- vikudeginum snerust símtölin mest- megnis um mokstur og opnanir vega. Kristinn segir að ekki hafi þurft að kalla út auka mannskap þótt starfs- fólk hafi verið boðið og búið að koma til vinnu. 2.500 símtöl á tveimur dögum Afleiðingar ofsaveðurs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.