Morgunblaðið - 28.12.2019, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 28.12.2019, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2019 Frá miðju sumri 2018 hafa fleiri Íslendingar haft neikvæðar en jákvæðar væntingar til efnahagsmála. Óvissa er um þróun efnahags- mála á næsta ári. Gallup hefur frá mars 2001 mælt svonefnda væntingavísitölu mánaðarlega. Einstaklingar 18 ára og eldri eru spurðir fimm spurninga: Annars vegar um mat á núverandi efnahags- aðstæðum og ástandi í atvinnumálum. Hins vegar um væntingar til efnahagslífsins, ástands í atvinnumálum og heildartekna heim- ilisins eftir sex mánuði. Fjöldi svarenda í hverri mælingu er 800 einstaklingar um allt land. Ef vísitalan er yfir 100 stigum eru fleiri jákvæðir en neikvæðir um horfurnar. Vísbending um næstu fjárfestingar Guðni Rafn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Gall- up, segir að ef fólk er bjartsýnna um eigin hag sé það líklegra til að auka neyslu, eins og til dæmis að kaupa nýjan bíl eða skipta um eld- húsinnréttingu. Af þessari ástæðu fylgist at- vinnulífið vel með þróun vísitölunnar. „Fyrsta gildi væntingavísitölunnar í mars 2001 var 108 en við tók svartsýni út árið 2001. Vísitalan mældist svo yfir 100 stigum fram að litlu kreppu 2006. Hún náði hæsta gildi í góð- ærinu í maí 2007 (155 stig) en frá miðju ári 2007 fór að þykkna yfir. Hún náði botni í fyrstu mælingu eftir hrun í nóvember 2008 (23 stig). Síðan hefur verið stígandi í vísitölunni en hún lækkaði aftur á árinu 2018 og hefur frá miðju síðasta ári mælst undir 100 stigum. Í nýjustu mælingu í nóvember hækkaði vísitalan um tæp níu stig í 95,7 stig sem er 20 stigum hærra en á sama tíma í fyrra. Þegar tímaserían er skoðuð vekur athygli að vísitalan hefur tilhneigingu til að hækka í aðdraganda og kringum alþingis- kosningar,“ sagði Guðni Rafn Af þessu má sjá að það skiptast á hæðir og lægðir. En hvað skyldi skýra þær? Geta fáir haft áhrif á væntingar svo margra? Síðla árs aldamótaárið 2000 var mikil um- ræða um að netbólan væri sprungin. Fylgdu í kjölfarið fréttir af veikingu krónunnar, við- skiptahalla og samdrætti á mörgum sviðum. Kunnugleg stef í íslenskri niðursveiflu Einstakt tækifæri í erfðavísindum Árin á undan höfðu frumkvöðlar talað fyrir tækifærum á Íslandi. Rætt var um að íslensk- ar aðstæður fælu í sér einstakt tækifæri fyrir Íslenska erfðagreiningu. Þá vakti starfsemi OZ væntingar um að Íslendingar gætu notið ávaxta farsíma- og netbyltingarinnar. Um leið minntu Íslendingar sig reglulega á hátt hlut- fall farsímanotenda í alþjóðlegu samhengi. Við inngönguna í EES árið 1994 átti iðnaður undir högg að sækja vegna harðnandi sam- keppni og áhersla var lögð á nýsköpun. Út frá henni spruttu alþjóðleg fyrirtæki á borð við Össur og Marel sem nutu góðs af fjölgun háskólamenntaðra Íslendinga. Athafnamenn á borð við Kára Stefánsson og Skúla Mogensen urðu áberandi og sköpuðu áform þeirra væntingar í efnahagslífinu. Næsti stóri áhrifavaldur var Kárahnjúka- virkjun. Framkvæmdir við hana hófust í árs- lok 2002 og höfðu þær víðtæk efnahagsáhrif. Einstakt tækifæri í fjármálum Haustið 2004 koma bankarnir inn á íbúða- lánamarkaðinn og smátt og smátt skýtur hug- myndin um alþjóðlega fjármálamiðstöð á Ís- landi rótum. Forystumenn banka og herra Ólafur Ragnar Grímsson, þá forseti Íslands, töluðu upp miklar væntingar í þessa veru. Taldi forsetinn einstaka eiginleika íslensku þjóðarinnar skapa henni mikil sóknarfæri í fjármálastarfsemi. Með bankahruninu 2008 urðu viðmiðaskipti í væntingum. Ólafur Ragn- ar ræddi í Icesave-deilunni um hólmgöngu al- þýðu gegn fjármálaöflunum og horft var til ríkisvaldsins um aðgerðir, ekki síst til að bregðast við skuldavanda heimila. Þegar aðgerðir létu á sér standa birtist það í falli væntingavísitölunnar haustið 2010 en þá mótmæltu þúsundir Íslendinga meintu að- gerðaleysi ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. Enginn boðberi betri tíðar Urðu þá þau tíðindi að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra gaf Morgunblaðinu kost á viðtali en hún hafði haldið sig til mjög til hlés og falið Steingrími J. Sigfússyni fjármála- ráðherra að ræða stöðu efnahagsmála við fjöl- miðla. Í fyrsta sinn á öldinni áttu Íslendingar sér ekki boðbera betri tíðar. Nokkrum vikum síðar var gefinn út mikill makrílkvóti sem aftur kann að hafa átt þátt í að væntingavísitalan tók að rísa. Árið 2011 fór erlendum ferðamönnum að fjölga eftir eldgosið í Eyjafjallajökli árið áður. Árið 2011 varð aftur hagvöxtur eftir tveggja ára samdrátt og benti margt til að botninum væri náð. Þegar vinstristjórnin fór frá völdum vorið 2013 fór væntingavísitalan í fyrsta sinn yfir 100 stig – fleiri töldu horfur jákvæðar en neikvæðar í efnahagsmálum. Hafði þá fallið dómur í Icesave-deilunni Íslandi í hag í byrjun árs og naut Framsóknarflokkurinn þeirrar út- komu er hann lofaði að leiðrétta íbúðalánin vegna verðbólguskotsins í kjölfar hrunsins. Íslendinga biði einstakt tækifæri til að rétta hlut alþýðu manna eftir bankahrunið. Með því urðu þeir Sigmundur Davíð Gunn- laugsson og Bjarni Benediktsson leiðandi um væntingar í efnahagsmálum sem náðu há- marki með afnámi fjármagnshafta árið 2015. Einstakt tækifæri í fluginu Vísitalan náði svo hámarki í október 2016 en ferðaútrásin stóð þá sem hæst. Þegar tekið var að slá í bakseglin haustið 2018 ræddi fulltrúi Isavia við Morgunblaðið um það einstaka tæki- færi sem biði Íslendinga í fluginu. Ísland gæti orðið miðstöð flugs í Norður-Atlantshafi. Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, átti mikinn þátt í að byggja upp væntingar í ferða- þjónustu sem virtist vera innistæða fyrir. Frið- rik Pálsson, eigandi Hótels Rangár, orðaði þetta e.t.v. best er hann sagði við Morgun- blaðið að „þegar það vekur orðið athygli ef það er ekki frétt af nýrri hótelbyggingu í Moggan- um hvern dag ættu menn að staldra við“. Lífróður WOW air haustið 2018 og fall fé- lagsins síðasta vor eiga vafalítið þátt í að vænt- ingavísitalan hefur gefið eftir að undanförnu. Þúsundir hafa misst vinnuna í ferðaþjónustu. Af þessari yfirreið má álykta að fáir ein- staklingar geti haft mikil áhrif á væntingar á Íslandi. Doktor í hagfræði sem blaðið ræddi við segir þetta einmitt einkenni á Íslandi. Ís- lendingar byggi enda ákvarðanatöku í efna- hagsmálum á færri uppsprettum upplýsinga en stórþjóðirnar. Þá verði slíkir aðilar hlut- fallslega fyrirferðarmeiri í umræðunni en í stærri löndum. Þegar vel gangi hjá frum- herjunum skapi það sjálfseðjandi væntingar. Almenningur vænti þess að þjóðarkakan stækki og taki ákvörðun um fjárfestingar. Hins vegar sé óvíst hver muni leiða vænt- ingar næstu árin. Fiskeldi og útflutningur á tækni með fjórðu iðnbyltingunni í sjávarútvegi geti orðið aflvakar hagvaxtar á næstu árum. Fjöldinn býr yfir vitneskju Því er óvíst hvað gæti hreyft væntingavísitöl- una. Nú endurspeglar hún ef til vill að Íslend- ingar upplifa hvorki kreppu né góðæri. Ef hagkerfið kólnar hins vegar meira gætu orð og aðgerðir forystumanna ríkisstjórnar- innar haft mikil áhrif á væntingarnar. Í einni setningu má segja að litlu muni á því hvort glasið sé álitið hálftómt eða hálffullt. Lítið fer nú fyrir væntingamönnum. Hagfræðingar taka mælingar af þessu tagi alvarlega. Atburðir í efnahagsmálum hafi enda áhrif á væntingar sem aftur hafi áhrif á hegð- un neytenda og fyrirtækja í framtíðinni. Hagfræðingur sem blaðið ræddi við benti á að hugmyndir um stýringu væntinga hefðu áhrif á nálgun seðlabanka í heiminum. Fjöldinn byggi yfir vitneskju um stöðu efna- hagsmála út frá fjölþættri reynslu sinni. Lára Sif Christiansen fjallaði um væntinga- vísitölu Gallup og gildi hennar til að spá um þróun einkaneyslu í meistararitgerð í hag- fræði við Háskóla Íslands sem birtist 2013. Leiðbeinendur voru Ásgeir Jónsson, nú seðla- bankastjóri, og Daði Már Kristófersson, pró- fessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Lára Sif rifjaði upp að árið 1957 setti Milton Friedman fram kenningu um varanlegar tekjur „og sýndi fram á það að fólk ákvarði neyslu sína út frá þeim væntingum sem það gerir sér um framtíðartekjur“. Þá rifjaði Lára Sif upp fyrri skrif Johns Maynards Keynes um „að sveiflur í fjárfestingum og neyslu væru háðar þáttum eins og væntingum, vöxtum og „animal spirits““. Hann útskýrði „animal spir- its“ sem einhvers konar tilfinningalega hvata hjá neytendum sem hefðu áhrif á hagfræðilega ákvarðanatöku. Taldi Lára Sif rannsókn sína sýna fram á að væntingavísitalan væri í raun leiðandi hagvísir fyrir einkaneyslu. Með óvissuna í efnahagslífinu í huga er ekki ólíklegt að íslenskur almenningur gangi inn í nýja árið með varkárni í huga. Hann hefur að undanförnu lesið fréttir um vaxandi atvinnu- leysi og erfiðleika við að stofna flugfélög. Gangi spár um hverfandi hagvöxt á komandi ári eftir gætu fréttir næstu mánaða snúist um aðhaldskröfu hjá hinu opinbera og varnarbar- áttu til að viðhalda kaupmætti í kjölfar kjara- samninga. Það gæti dempað væntingarnar. Væntingavísitala Gallup frá mars 2001 til nóvember 2019 – mögulegir áhrifaþættir 160 140 120 100 80 60 40 20 MAÍ 2007 Vísitalan nær sögulegu hámarki APRÍL 2001 Netbólan springur DESEMBER 2002 Framkvæmdir vegna Kára- hnjúkavirkjunar hefjast ÁGÚST 2004 KB Banki kemur inn á íbúðalánamark- að, 100% íbúðalán koma á markaðinn fyrir áramót DESEMBER 2005 Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn hafa sótt um 14 milljarða evra á erlenda skuldabréfamarkaði JÚLÍ 2006 Umræða um litlu kreppu í bankakerfi nu DESEMBER 2013 Um 780 þúsund erlendir ferðamenn koma til landsins, eða um 44% fl eiri en 2011 – ferðaútrásin er hafi n NÓVEMBER 2001 Krónan að veikjast, mikill viðskipta- halli, samdráttur á mörgum sviðum efnahagslífsins APRÍL 2009 Fyrsta hreina vinstri stjórnin mynduð eftir þingkosningar JANÚAR 2009 Ríkis- stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisfl okksins og Samfylkingar slitið OKTÓBER 2008 Efnahagshrunið NÓVEMBER 2007 Kára- hnjúka- virkjun gangsett APRÍL 2006 Danske Bank sendir frá sér svarta skýrslu um stöðu íslensku bankanna SEPTEMBER 2002 Gengi hlutabréfa í deCODE fer í fyrsta skipti undir tvo bandaríkjadali OKTÓBER 2010 Fjölmenn mót- mæli á Austurvelli vegna meints aðgerðaleysis vinstristjórnarinnar í húsnæðismálum APRÍL 2010 Eldgos hefst í Eyjafjalla- jökli, fl ug - umferð í Evrópu stöðvast NÓVEMBER 2014 Leiðréttingin kynnt OKTÓBER 2016 WOW air fl ytur 139% fl eiri farþega en í október árið áður NÓVEMBER 2019 Hagræðing vegna niður- sveifl unnar birtist í uppsögnum NÓVEMBER 2018 Mikil um- ræða um vanda WOW air APRÍL 2016 Gengi bréfa í Icelandair Group nær hámarki Alþingis- kosningar Nú vantar væntingamenn Þjóðarbúið hefur aldrei staðið betur og þjóðin aldrei verið ríkari. Samt hafa miklar væntingar enn á ný hjaðnað í niðursveiflu. Fyrstu tvo áratugi aldarinnar höfðu frumkvöðlar mikil áhrif á væntingar. Líklegt er að á næstunni verði horft til stjórnvalda. BALDUR ARNARSON skrifar um efnahagsmál og atvinnumarkaðinn í Morgunblaðinu. Gangi spár um hverfandi hagvöxt á komandi ári eftir gætu fréttir næstu mánaða snúist um aðhaldskröfu hjá hinu opinbera og varnarbaráttu til að viðhalda kaupmætti í kjölfar kjarasamninga. ÓVISSA ER UM ÞRÓUN EFNAHAGSMÁLA ’’
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.