Morgunblaðið - 28.12.2019, Síða 62

Morgunblaðið - 28.12.2019, Síða 62
Endalaust haf hvert sem litið er. Risastór albatros, með þriggja metra vænghaf, eltir bátinn, tignarlegur svífur hann eins og útdauð fuglategund frá tíma risaeðlanna. Skyldi hann hafa gleymst þegar risaeðlurnar dóu út fyrir 66 milljónum ára? Það er ekki furða þótt sjó- farendur fyrr á öldum hafi óttast það að sigla fram af brún jarðar. Heimsins endi er innan seilingar eftir rúmlega tveggja sólarhringa siglingu frá Ushuaia í Argentínu. Við erum að nálgast Suður-Hjaltlandseyjar og hvítu heimsálfuna. Glóandi fjöllin teygja sig upp úr þykkri blá- leitri þokunni sem svífur yfir haffletinum og umlykur allt í einhverri stórkostlegustu undraveröld sem hægt er að hugsa sér. Sólin er byrjuð að bræða af sér þokubakkana, um stund. Fjöllin glóa í gegnum drungalega blá- leita morgunbirtuna. Það er eins og að vera á annarri plánetu. Mesti kuldi sem mælst hefur á jörðinni mældist á suðurskautinu eða um – 89 gráður á selsíus, 21. júlí 1983. Hingað ættu allir að koma. Nefndu eyjuna Djöflaeyju Það grillir í eyju af einhverju tagi í gegnum þykka snjódrífu sem skall á eins og hendi væri veifað. Selveiðimenn nefndu eyjuna Djöflaeyju enda sáu þeir grilla í tvö horn sem risu úr hafi í fjarska. Nafn eyjunnar á vel við í þessari dulúðugu birtu sem tónar vel við und- arleg garghljóð Adélie-mörgæsanna. Franski heimskautafarinn Jules Dumont d’Urville uppgötvaði tegundina árið 1840 og gaf henni nafnið í höfuðið á eiginkonu sinni, Adèle, líkt og landsvæðinu sem margar þeirra búa á. Stöku jakar fljóta letilega fram hjá skipinu, það grillir í þá í gegnum sortann. Sumir rétt snerta skipið eins og til að athuga hver sé hér á ferð áður en komið er að eyjunni. Dimm og drungaleg hljóð berast frá þeim þar sem þeir skvampast um í sjónum. Selveiðimenn út- rýmdu næstum öllum sæljónastofninum á átjándu öld, en hann hefur náð sér á strik á ný. Suðurheimskautið eða hvíta heimsálfan er nánast ósnert undraveröld sem á enga sína líka á jörðinni. Hún er að mestu hulin ís sem er 4.700 metra þykkur þar sem hæst ber en heimsálfan er um 14 milljón ferkílómetrar og varðveitir 75 prósent af öllu ferskvatni jarð- arinnar. Sjáanlegar eru breytingar. Vís- indamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að heimsálfan hafi tapað um 180 milljörðum tonna af ís á ári frá 2012. Austurhluti hennar hefur hlýnað minnst og heldur nokkurn veg- inn í horfinu, þó má merkja breytingar til hlýnunar. Hafsvæðið í kringum Suðurskauts- landið er hreint, æti er nóg í hafinu og þar blómstrar dýralíf. Suðurskautslandið var ís- laust fyrir um 34 milljónum ára og risaeðlur léku þar á þeim tíma lausum hala. Á ísnum má finna rykagnir úr geimnum sem eru eldri en sólin. Klipptur út úr Bond-mynd Hafa þarf vara á sér þegar siglt er innan um ísjaka. Stanislas skipstjóri er vanur að sigla í Bölvar rífur stólpakjaft við foreldra sína á Suður- Georgíu árið 2010. Bölvar gaf sig ekki fram en frændi hans Röflar kom stóískum sæljónunum spánskt fyrir sjónir. 62 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2019

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.