Morgunblaðið - 28.12.2019, Síða 53

Morgunblaðið - 28.12.2019, Síða 53
ingu. Ég er þó bjartsýnismaður og sagan hefur sýnt okkur að ný tækni hefur þegar á heildina er litið verið ótrúlega góð fyrir samfélagið á mælikvarða framleiðni, vellíðunar og jafnræðis. Það mikilvægasta sem við getum gert til að taka á þessari spurningu er að beita gervi- greind þannig að það leysi raunveruleg vanda- mál í lífi viðskiptavina. Hagnýt dagleg notkun gervigreindar mun hjálpa fólki að sjá að um er að ræða áþreifanlegt jákvætt afl, frekar en af- strakt uggvænlegt fyrirbæri. Við ættum að koma saman í greininni til að skilgreina staðla og stjórntæki, sem tryggja að þessi algrím séu laus við skekkju, samin með persónuvernd í huga og notuð þannig að viðskiptavinurinn gangi fyrir. Sebastian Thun framkvæmdastjóri Kitty Hawk. Við þurfum að tala saman. Tæknigeirinn get- ur þróað tækni, en samfélagið allt þarf að kom- ast að niðurstöðu um hvernig rétt sé að nota þessa tækni. Stjórnvöld skipta máli sem og regluverðir, óopinberar stofnanir, stéttarfélög og vinnandi fólk. Eftir því sem við ræðum þetta með opinskárri hætti verðum við betur í stakk búin til að taka réttar ákvarðanir. Hver ætti að bera ábyrgð á að endur- mennta starfsfólk, sem missir vinnuna vegna gervigreindar eða annars konar sjálfvirkni? Bridget van Kralingen yfirvaraforseti IBM. Skilvirkasta leiðin til að brúa færnigjána er að efna til nýsköpunarsamstarfs milli stjórn- valda, fyrirtækja og menntastofnana. IBM hef- ur til dæmis breytt grundvallarnálgun sinni í ráðningum til að gera ráð fyrir hinni nýju teg- und starfa, sem krefjast ekki fjögurra ára há- skólagöngu, heldur verknáms til að ávinna sér tæknikunnáttu. Þótt tækni eins og gervigreind breyti öllum störfum í öllum greinum jafngildir það ekki því að allir vinnandi menn missi vinn- una. Það þýðir að öll fyrirtæki og sérfræðingar þurfa að tileinka sér hugarfar til að takast á við breytingar. John Donovan framkvæmdastjóri AT&T Communications. Starfsfólk okkar þarf nýja færni vegna þess að tæknin hefur endurmótað margt af því sem við gerum hjá AT&T. Þess vegna öxluðum við ábyrgð og mættum þessari áskorun innan fyrirtækisins. Með samstarfi við aðra erum við komin með mikið bolmagn til að endurþjálfa næstum 270 þúsund starfsmenn, sem vinna hjá okkur. Frá 2016 hafa þeir farið í fimm milljón færnibreytinganámskeið. Í fyrra réðum við fólk innan úr fyrirtækinu í 68% af stjórnunarstöðum í tækni- og vinnsludeildum okkar. Við gerum okkur líka grein fyrir að þetta er stærra í snið- um en AT&T. Því ætlum við að deila því, sem vel hefur tekist hjá okkur, og vinna bæði með opinbera geiranum og einkafyrirtækjum og halda áfram að vera virk í umræðunni um störf framtíðarinnar. Ef þú mættir gefa nýlega útskrifuðum háskólanema á leið á vinnumarkaðinn eitt ráð, hvað myndir þú ráðleggja hon- um? Jeremy King varaforseti og tæknistjóri Walmart. Þetta er auðvelt: Ekki þrýsta á um að komast í stjórnunarstöðu of hratt. Það er mikilvægt að ná valdi á sínu fagi og það er mun brýnna að ná í góða reynslu. Ég hef séð svo marga tækni- menn stökkva í leiðtogastöðu of snemma á ferl- inum og fyrir vikið geta þeir ekki farið á dýpt- ina í tæknimálunum, sem þeir veita forystu, og eru ekki einu sinni þjálfaðir til þess í sumum til- fellum — og það kemur með tíma og reynslu. Ef þú værir 18 ára og að útskrifast úr menntaskóla núna, hvað myndir þú gera til að verða eins vænlegur ráðn- ingarkostur og mögulegt er? Cindy Mi stofnandi og framkvæmdastjóri VIPKid. Ég vona að stúdentar í dag þroski með sér al- þjóðlegt hugarfar og ástríðu fyrir að læra allt sitt líf. Þeir ættu að leita tækifæra til að tengj- ast fólki um allan heim og skilja að um leið og heimurinn hefur skroppið saman fyrir til- verknað tækninnar eru möguleikarnir til að læra af fólki og öðrum menningarheimum orðn- ir þeim mun miklu meiri. Hjá VIPKid erum við þeirrar hyggju að börnin muni verða veraldar- borgarar og hafa áhrif út fyrir sín landamæri þegar þau fá aðgang að sérsniðnu námi og ástríðufullum kennurum sem munu hjálpa þeim að tileinka sér þetta hnattræna hugarfar. Evan Spiegel meðstofnandi og forstjóri Snap Inc. Mér finnst að það mikilvæga, sem við getum gert, sé að virkja sköpunargáfuna. Þegar við komumst yfir óttann við að tjá okkur og hug- myndir okkar er allt mögulegt! Lawrence H. Summers Charles W. Eliot-prófessor og heiðursforseti við Harvard-háskóla, 71. fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Ég trúi að getan til að höndla, skilja, greina, safna og slípa upplýsingar af öllum toga muni verða lykillinn að árangri einstaklinga og stofn- ana á 21. öldinni. Það er fráleitt að mennta- skólanemum sé kennd hornafræði, en ekki töl- fræði, og eðlisvísindi, en ekki félagsvísindi. Forritun er mikilvæg, en skilningur á meðferð upplýsinga er ástæðan fyrir því að forritun er enn mikilvægari. © 2019 The New York Times Syndicate. Á vegum The New York Times Licensing Group. John Hersey Meredith Whittaker frá AI Now Institute (t.v.) og Tristan Harris frá Center for Humane Technology ræða raffíkn á ráðstefnunni New Work Summit í Half Moon Bay í Kaliforníu 26. febrúar. Á fundinum kom fram fjöldi frammámanna í viðskiptum og rekstri og ræddi áhrif gervigreindar. Mike Cohen/The New York Times MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29. 12. 2019 53

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.