Morgunblaðið - 28.12.2019, Síða 38

Morgunblaðið - 28.12.2019, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2019 FRÉTTAMYNDIR AF ERLENDUM VETTVANGI Frans páfi afhjúpaði hinn 29. september styttu á Péturs- torginu í Róm, sem tileinkuð var fólki sem flúið hefur heimili sitt. Styttan sýnir flóttafólk frá ýmsum tímum sögunnar, þar á meðal Maríu mey og Jósef, en flóttamannavandinn á Vesturlöndum hefur magn- ast upp á síðustu árum, sér í lagi eftir átökin í Sýrlandi. Hefur það aftur vakið um- ræðu víða hvernig eigi að gera umbætur í málefnum og móttöku flóttafólks. Afhjúpaði styttu fyrir flóttamenn Reuters/Vincenzo Pinto/Pool Þegar mörg hundruð blaðsíðum af grófum netskilaboðum sem farið höfðu á milli Ricardo A. Rosselló, rík- isstjóra Púertó Ríkó, og nánustu sam- starfsmanna hans var lekið á netið í júlí hófust þegar í stað mikil mótmæli, þar sem þess var krafist að Rosselló segði af sér, ekki bara vegna lekans heldur einnig vegna spillingar á eyjunni og bágs efnahagsástands. Mótmælin náðu hámarki 22. júlí þegar nokkur hundruð þúsund mót- mælenda stífluðu þjóðveg við höfuð- borgina San Juan. Rosselló sagði af sér tveimur dögum síðar. Wanda Váz- quez tók við embætti ríkisstjóra 7. ágúst en hún er önnur konan til að gegna því í Púertó Ríkó. Victor J. Blue/The New York Times Mótmælt á götum Púertó Ríkó Regnskógarnir á Amazon-svæðinu í Brasilíu urðu illa úti í skógareldum í ár og spruttu upp miklar áhyggjur af afleiðingum þeirra á umhverfið. Geimferðastofnun Brasilíu sendi frá sér gervihnattagögn í ágúst sem sýndu mikla aukningu í skógareldum milli ára, en bændur á svæðinu kveikja oft slíka elda til að gera landareignir sínar tilbúnar fyrir næstu sáningu. Victor Moriyama/The New York Times Regnskógar Brasilíu brenna Unicef, barnasamtök Sameinuðu þjóðanna, lagði í júlí hornsteininn að fyrstu verksmiðjunni í Afríku þar sem múrsteinar eru gerðir úr endurunnu plasti. Verksmiðjan er á Fílabeinsströnd- inni og verða múrsteinarnir notaðir til þess að búa til um 500 nýjar skólastofur fyrir meira en 25.000 nemendur víðsvegar um landið, en nú eru oft um 90 nemendur í einni skólastofu. Yagazie Emezi/The New York Times Skólar úr endurunnu plasti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.