Morgunblaðið - 28.12.2019, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 28.12.2019, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29. 12. 2019 35 Íþróttaárið 2019 var viðburðaríkt, en meðal þess markverðasta á árinu var annars vegar að körfuboltastjarnan Jón Arnór Stefánsson lagði landsliðsskóna á hilluna í febrúar eftir að hafa tryggt Íslandi sigur á Portúgal í sínum hundraðasta landsleik, og hins vegar að Margrét Lára Viðarsdóttir, ein fremsta knattspyrnukona landsins frá upphafi, ákvað að láta gott heita eftir að hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn í fjórða sinn með Val. Afrek beggja munu fylla metabækur framtíðarinnar, en þess má geta að Jón Arnór varð á sínum tíma Evrópumeistari með Dynamo St. Pétursborg, auk þess sem hann aðstoðaði KR í vor að landa sjötta Íslandsmeistaratitlinum í röð. Margrét Lára varð á sínum tíma markadrottning á Íslandsmótinu fimm ár í röð, auk þess sem hún skoraði 79 mörk fyrir íslenska landsliðið. Hún er eina konan á lista UEFA yfir tíu markahæstu leikmenn í öllum keppnum á vegum evrópska knattspyrnusambandsins. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Íþróttagoðsagnir setjast í helgan stein Hjúkrunarheimilið Reykjalundur var áberandi í fréttum í haust þegar deilur stjórnenda og starfsfólks vegna ráðninga á tveimur nýjum stjórnendum komust í hámæli. Var meðal annars boðað til starfsmannafundar um miðjan októbermánuð, en flestir af starfsmönnum Reykja- lundar ákváðu að hunsa hann í mótmælaskyni. Morgunblaðið/Eggert Vandamál Reykjalundar í hámæli Morgunblaðið/Hari Veðurstofan sendi frá sér rauða viðvörun í fyrsta sinn í byrjun desember þegar mikið óveður skall á landinu. Var vetrarstormurinn verstur á Norðvesturlandi og máttu íbúar á Dalvík meðal annars búa við rafmagnsleysi í nokkra daga, eða allt þar til varðskipið Þór var gert út af örk- inni til þess að sjá bænum fyrir rafmagni. Sinnti varðskipið þeim skyldum í 140 klukkustundir. Morgunblaðið/Eggert Rauð viðvörun og rafmagnsleysi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, stakk sér til sunds í ágústmánuði með Mar- glyttunum svonefndu, en þær eru sundhóp- ur kvenna sem hugðist þreyta boðsund yfir Ermarsundið mánuði síðar. Var tilgangur uppátækisins sá að safna styrkjum og áheit- um til umhverfisverndarsamtakanna Bláa hersins, sem berst meðal annars gegn plast- mengun í höfum. Marglyttunum tókst ætlunarverk sitt svo með miklum stæl og syntu þá 34 kílómetra sem liggja á milli Englands og Frakklands á tæpum sextán klukkustundum. Voru Mar- glytturnar sex, þær Sigurlaug María Jóns- dóttir, Sigrún Þ. Geirsdóttir, Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé, Birna Bragadóttir, Þórey Vilhjálmsdóttir og Brynhildur Ólafs- dóttir, ánægðar að vonum með afrekið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stungið sér til (ermar)sunds með Marglyttum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.