Morgunblaðið - 28.12.2019, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29. 12. 2019 35
Íþróttaárið 2019 var viðburðaríkt, en meðal þess markverðasta á árinu var annars vegar að körfuboltastjarnan Jón Arnór Stefánsson lagði landsliðsskóna á hilluna í febrúar eftir að hafa
tryggt Íslandi sigur á Portúgal í sínum hundraðasta landsleik, og hins vegar að Margrét Lára Viðarsdóttir, ein fremsta knattspyrnukona landsins frá upphafi, ákvað að láta gott heita eftir að
hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn í fjórða sinn með Val. Afrek beggja munu fylla metabækur framtíðarinnar, en þess má geta að Jón Arnór varð á sínum tíma Evrópumeistari með Dynamo St.
Pétursborg, auk þess sem hann aðstoðaði KR í vor að landa sjötta Íslandsmeistaratitlinum í röð. Margrét Lára varð á sínum tíma markadrottning á Íslandsmótinu fimm ár í röð, auk þess sem
hún skoraði 79 mörk fyrir íslenska landsliðið. Hún er eina konan á lista UEFA yfir tíu markahæstu leikmenn í öllum keppnum á vegum evrópska knattspyrnusambandsins.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Íþróttagoðsagnir setjast í helgan stein
Hjúkrunarheimilið Reykjalundur var áberandi í fréttum í haust þegar deilur stjórnenda og
starfsfólks vegna ráðninga á tveimur nýjum stjórnendum komust í hámæli. Var meðal annars
boðað til starfsmannafundar um miðjan októbermánuð, en flestir af starfsmönnum Reykja-
lundar ákváðu að hunsa hann í mótmælaskyni.
Morgunblaðið/Eggert
Vandamál Reykjalundar í hámæli
Morgunblaðið/Hari
Veðurstofan sendi frá sér rauða viðvörun í fyrsta sinn í byrjun desember þegar mikið óveður
skall á landinu. Var vetrarstormurinn verstur á Norðvesturlandi og máttu íbúar á Dalvík meðal
annars búa við rafmagnsleysi í nokkra daga, eða allt þar til varðskipið Þór var gert út af örk-
inni til þess að sjá bænum fyrir rafmagni. Sinnti varðskipið þeim skyldum í 140 klukkustundir.
Morgunblaðið/Eggert
Rauð viðvörun og rafmagnsleysi
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands,
stakk sér til sunds í ágústmánuði með Mar-
glyttunum svonefndu, en þær eru sundhóp-
ur kvenna sem hugðist þreyta boðsund yfir
Ermarsundið mánuði síðar. Var tilgangur
uppátækisins sá að safna styrkjum og áheit-
um til umhverfisverndarsamtakanna Bláa
hersins, sem berst meðal annars gegn plast-
mengun í höfum.
Marglyttunum tókst ætlunarverk sitt svo
með miklum stæl og syntu þá 34 kílómetra
sem liggja á milli Englands og Frakklands á
tæpum sextán klukkustundum. Voru Mar-
glytturnar sex, þær Sigurlaug María Jóns-
dóttir, Sigrún Þ. Geirsdóttir, Halldóra Gyða
Matthíasdóttir Proppé, Birna Bragadóttir,
Þórey Vilhjálmsdóttir og Brynhildur Ólafs-
dóttir, ánægðar að vonum með afrekið.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stungið sér til
(ermar)sunds
með Marglyttum