Morgunblaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 20
G
U
N
N
A
R
JÚ
L
A
R
T
Þegar lýst var yfir sigri 27. október voru hinar
tíu hæða háu myndir af Evu Duarte de Perón,
sem gnæfa yfir Avenida 9 de Julio í Buenos Ai-
res, lýstar upp þar sem þær ber við næturhim-
ininn í fyrsta skipti frá því að Cristina Fern-
ández de Kirchner fór af forestastóli 2015.
Perónistakraftaverk hafði átt sér stað og
það sem hafði virst óhugsandi þau fjögur ár,
sem flokkurinn var í stjórnarandstöðu, var
orðið að veruleika: Argentínskir kjósendur
krýndu Kirchner pólitíska drottningu landsins
að nýju. Jafnvel þótt 11 spillingarmál hefðu
sankast saman gegn henni hafði forsetinn sem
þegar hafði setið tvö kjörtímabil aftur náð
tindinum, að þessu sinni með því að bjóða sig
fram til varaforseta við hlið Alberto Fern-
ándezar, fyrrverandi bandamanni (og einnig
fjandmanni til langs tíma).
„Ekki gráta mig, Argentína,“ segir í laginu
úr gamla söngleiknum. Og vissulega hafa tár,
dramatík og argentínska þjóðin verið óaðskilj-
anleg frá því að líf Evitu, eins og Eva Perón
var þekkt í huga aðdáenda sinna, varð að um-
fjöllunarefni söngleiksins, sem sló í gegn á
Broadway. Um þremur áratugum fyrr, þegar
hún var forsetafrú Argentínu, voru pólitísk
áhrif hennar mikil bæði sem málsvari hinna fá-
tæku og hin nýtískulega eiginkona Juans
Domingos Peróns, hershöfðingja og forseta.
Í valdatíð Perón-hjónanna myndaðist gjá
milli stuðningsmanna þeirra og andstæðinga,
sem náði glímutaki á pólitískri vitund þjóðar-
innar. Sams konar gjá myndaðist í forsetatíð
Kirchner frá 2007 til 2015. Hún ræður enn
ríkjum í samtali þjóðarinnar.
Frá því Evita var og hét hefur engin kona
haft jafn mikil völd í jafnlangan tíma – eða orð-
ið jafn snar þáttur í sínum samtíma í Argent-
ínu – og Kirchner. Sambærilegu þættirnir eru
skýrir og hún hikar ekki við að flíka þeim. Báð-
ar byrjuðu þær sem metnaðarfullar og atorku-
samar forsetafrúr áður en staða þeirra styrkt-
ist við hlið eiginmannanna. Maður Kirchner
var Néstor Kirchner og fyrir hana var hið póli-
tíska ferðalag einstaklega persónulegt, mótað
bæði af stuðningsmönnum hennar og andstæð-
ingum.
Lykilþáttur í leið hennar til valda var
tryggðin við eiginmanninn sem Evita Perón
gerði að miðpunkti ímyndar sinnar. „Allt sem
ég er, allt sem ég hef, allt sem ég hugsa og allt
sem ég finn er vegna Peróns,“ sagði Evita um
eiginmann sinn í sjálfsævisögu sinni, „La Ra-
zón de Mi Vida“ („Tilgangur lífs míns“).
Evita var tákngervingur hins íhaldssama
hlutverks konu, sem telur hjónabandið heilagt
og lítur á mann sinn sem goðumlíka veru.
Mynd af Evu Perón á hlið byggingar við götu í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu.
Juan Mabromata/Agence France-Presse Getty Images
POLA OLOIXARAC
er argentínskt skáld og höfundur
„Las teorías salvajes“ (Villtar kenningar).
Í baráttu sinni gegn spillingarrann-
sóknunum málar hún sig sem mál-
svara fólksins, hermann með goð-
sagnakennda stöðu ekki ósvipað Evitu.
TÍMAMÓT: Í OKTÓBER KUSU ARGENTÍNUMENN PERÓNISTAFLOKKINN TIL VALDA AÐ NÝJU
’’
Ný Evita rís
í Argentínu
Afbrigði Cristinar Fernández de Kirchner af femínisma er
ekki ætlað að valdefla aðrar konur – aðeins hana sjálfa.