Morgunblaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29. 12. 2019 55 inn í nokkurs konar áunnið bjargarleysi. Tækni sem veitir okkur næstum því algera þekkingu án sambærilegrar getu til aðgerða er ekki mannúðleg. Steinaldarheilar okkar eru heldur ekki for- ritaðir til að leita sannleikans. Upplýsingar, sem staðfesta það sem við trúum, fá okkur til að líða vel. Upplýsingar, sem stangast á við trú okkar, gera það ekki. Tæknirisarnir, sem mata okkur á meiru af því sem við trúum á, eru að upplagi gerðir til að sundra. Áratugum eftir að tæknin gerði okkur kleift að kljúfa at- ómið hefur hún klofið samfélagið í ólíka hug- myndafræðilega heima. Tæknin hefur einfald- lega skotið heilum okkar ref fyrir rass og dregið úr getu okkar til að taka á þeim vanda- málum, sem helst vofa yfir. Auglýsinga- viðskiptamódelið, sem smíðað var til að hagn- ast á þessum yfirburðum, hefur getið af sér athyglishagkerfið. Í staðinn fáum við „ókeyp- is“ niðurfærslu á mannkyni. Eftir sitjum við og öryggi okkar er verulega áfátt. Tvær millj- ónir manna eru tepptar í þessu heimum, at- hyglishagkerfið hefur breytt okkur í siðmenn- ingu sem er ófær um að tryggja eigin viðkomu. Hér eru þó góðu fréttirnar: Við erum eina tegundin með nægilega sjálfsvitund til að átta okkur á þessu misræmi milli heila okkar og tækninnar, sem við notum. Það þýðir að við höfum mátt til að snúa þessari þróun við. Spurningin er hvort við getum staðið undir þessari áskorun, hvort við getum horft djúpt inni í okkur sjálf og notað þá visku til að búa til nýja, mun mannúðlegri tækni. „Þekktu sjálfan þig,“ hljóðaði hvatningin til forna. Við þurfum að færa goðumlíka tækni okkar aftur í takt við heiðarlegan skilning á takmörkum okkar. Þetta kann allt að hljóma frekar afstrakt, en við getum gripið til beinharðra aðgerða. Í fyrsta lagi geta stefnumótendur búið til sérstakan skatt fyrir tæknirisa – „niður- færsluskatt“ – sem myndi gera viðskiptalíkön þeirra, byggð á að nýta og þurrausa athygli okkar, yfirgengilega dýr og gera kleift að end- urúthluta auðnum til blaðamennsku, opinberr- ar menntunar og að búa til nýja félagsmiðla, sem hafa í hávegum mannleg gildi og þjón- ustu við samfélagið. Í öðru lagi gætum við í stað þess að skrá okkur í ókeypis félagsmiðla, sem græða á því að breyta okkur í fíkna, sjálfselska öfgamenn, orðið sammála um að borga áskrift fyrir þjón- ustu, sem sniðgengur „læk“ fyrir hluti, sem efla okkur í lífi okkar þegar skjánum sleppir, þannig að þessar þjónustur verði í grunninn trúnaðarmenn með helstu hagsmuni mann- kyns að leiðarljósi. Í þriðja lagi gætu samfélagsmiðlar í stað þess að breiða út falskar upplýsingar styrkt verulega fjölmiðlainnviðina, sem vernda okkur fyrir efni, sem er breitt út af illum hvötum, og tæknilegum afbökunum á borð við „djúpfals- anir“ (tilbúin myndskeið, sem átt hefur verið við með gervigreind þannig að þau líta út fyrir að vera ekta). Frambjóðendur í forsetakosn- ingunum 2020 þurfa að kynna sér ógnirnar, sem stafa af kapphlaupi tækninnar til að skjóta heila okkar ref fyrir rass og fjölmiðlar þurfa að kalla þá til ábyrgðar. Enginn forseti getur staðið við kosningaloforð sín án þess að taka á hagkerfi athyglinnar. Ef við ætlum að búa til mannúðlega tækni þurfum við að huga rækilega að mannlegu eðli og þá þarf meira til en tal um persónuvernd. Við erum á djúpstæðum, andlegum tímamót- um. Við þurfum að skilja eðlislægan styrk- leika okkar – getuna til sjálfsvitundar og gagnrýninnar hugsunar, til rökræðna og um- hugsunar – og galla og veikleika og þá hluta af okkur, sem við höfum misst á stjórn. Eina leiðin til að koma á friði við tæknina er að koma á friði við okkur sjálf. ©2019 The New York Times Company og Tristan. Á vegum The New York Times Licensing Group. Joe Buglewicz fyrir The New York Times Osamu Kitagawa, forseti japanska andlitsgrímu- framleiðandans REAL-f, sýnir eina af ofurraun- verulegum grímunum, sem fyrirtækið býr til. Kwiyeon Ha/Reuters Gestir á raftækjaráðstefnu í Las Vegas á þessu ári nota hugbúnað til að bera kennsl á andlit. Við erum eina tegundin með nægilega sjálfsvit- und til að átta okkur á þessu misræmi milli heila okkar og tækninnar, sem við notum. Það þýðir að við höfum mátt til að snúa þessari þróun við.’’ ÚTSALA RISA HEFST UM HELGINA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.