Morgunblaðið - 28.12.2019, Side 10

Morgunblaðið - 28.12.2019, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2019 Þeir sem eru með hátt ADHD fjölgenaskor, óháð því hvort þeir eru með ADHD- greiningu eða ekki, eru líklegri til að verja færri árum í skóla, og líklegri til að greinast með kvíða og þunglyndi. Þeir eru ólíklegri til að greinast með lystarstol (anorexiu) en með aukna áhættu á því að vera í yfirþyngd, fá sykursýki eða glíma við svefnraskanir. Þeir sem eru með hátt skor eru einnig líklegri til að nota tóbak og vímuefni, segir Hreinn Stef- ánsson, erfðafræðingur hjá Íslenskri erfða- greiningu. Undir þetta tekur Þorgeir Þorgeirsson, erfðafræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, en hann segir sterk tengsl á milli ADHD og fíknar. Þeir sem greinist með ADHD byrji al- mennt fyrr að prófa vímuefni og séu enn- fremur líklegri til þess að lenda í vímuefna- vanda eftir að notkun hefst, segir Þorgeir. „Í þessu samhengi má benda á það að ýmis einkenni ADHD, svo sem uppátækjasemi og aukin hvatvísi, eiga án efa á þátt í því að ung- lingar prófa vímuefni fyrr. Það hefur lengi verið þekkt að því fyrr sem regluleg notkun hefst því líklegra er að notkunin endi í vanda. Ennfremur eru þeir sem mæta erfiðleikum í skóla og eða vinnu líklegri til þess að þróa með sér vímuefnavanda en þeir sem vel gengur,“ segir Þorgeir, en þeir Hreinn starfa saman að erfðarannsóknum hjá Íslenskri erfðagreiningu. „Markmiðið með rannsóknum sem þessum er að hluta til að skilja hvað veldur röskun- inni og þróa lyf fyrir þá sem þurfa á lyfjum að halda. Við þurfum á þessari þekkingu að halda til þess að vita hvaða lyfjamörk á að einblína á,“ segir Hreinn, en í meira en ára- tug hafa vísindamenn hjá Íslenskri erfða- greiningu unnið að því að finna breytileika í erfðaefninu sem tengjast ADHD í samstarfi við Þroska- og hegðunarstöð, BUGL, Grein- ingar- og ráðgjafarstöð ríkisins og Styrktar- félag lamaðra og fatlaðra. Fyrstu niðurstöður úr tveimur rann- sóknum sem starfsmenn Íslenskrar erfða- greiningar tóku þátt í komu út á árinu og tengja þær fyrstu erfðabreytileikana óyggj- andi við ADHD. Í annarri rannsókninni, þar sem doktorsnemarnir Bragi Walters og Ólaf- ur Guðmundsson drógu vagninn, er sýnt fram á að ákveðnir breytileikar í erfðaefninu, tilteknir eintakabreytileikar, meira en tvö- falda líkurnar á að þeir sem þá bera greinist með ADHD. Þessir breytileikar eru fágætir, finnast í rúmlega 2% þeirra sem eru með ADHD-greiningu en eru fátíðari í viðmið- unarhópi, segir Hreinn. „Í hinni rannsókninni, sem var samstarf margra rannsóknarhópa, sýndum við fram á að ákveðnir algengir breytileikar, sem eru í hárri tíðni í Íslendingum, leggja líka til ADHD þó svo hver og einn auki áhættuna einungis lítillega. Það er hægt að leggja sam- an þá auknu áhættu sem þessir breytileikar leggja til ADHD og fá fram svokallað ADHD fjölgenaskor,“ segir Hreinn. Hreinn og Þorgeir segja að hafa þurfi það í huga að mun fleiri en þeir sem greinast með ADHD verða fyrir áhrifum ADHD-breytileik- anna. Við erum öll með þessa ADHD-breytileika, bara mismarga sem endurspeglast í fjölgena- skori fyrir ADHD, það er þegar við leggjum saman áhrif allra þessara breytileika. Þó svo að einstaklingur sé með hátt ADHD fjölgena- skor er það engin ávísun á ADHD en líkurn- ar á að viðkomandi fái ADHD eru meiri. ADHD-skorið, breytileikarnir sem leggja til skorsins, hafa áhrif á lífsstíl og hegðun. Þeir sem eru með hátt skor eru líklegri til þess að vera í yfirþyngd og þeir eru líklegri til að fá sykursýki á fullorðinsárum. Það er aftur á móti ekkert sem segir að ekki sé hægt að sporna við þessum neikvæðu áhrifum, segir Hreinn. Reyna að koma í veg fyrir skólaleiða „Börn með ADHD eru oft uppátækjasöm og skemmtileg en jafnframt krefjandi. Við þurf- um að tryggja að skólinn sé líka áhugaverður og skemmtilegur kostur fyrir þá sem eru með hátt ADHD-fjölgenaskor. Skólaleiði og brott- fall úr skóla ýtir undir lífsstíl sem leiðir til heilsufarsvandamála. Í bekk með mörgum vel virkum börnum getur kennurum reynst erfitt að veita athygli þeim nemendum sem mest þurfa á hjálp kennarans að halda. Það getur valdið erf- iðleikum í kennslu. Mögulega er hægt að gera námið ein- staklingsmiðaðra. Mögulega má leggja náms- efnið að hluta fyrir í leikjaumhverfi með hjálp hugbúnaðarlausna, ef slíkar lausnir fanga at- hygli þeirra sem eiga erfitt með að festa hug- ann við hefðbundið bóklegt nám. Mikilvægast er að halda sem flestum glöðum og ánægðum og sem lengst í skóla,“ segir Hreinn. Einstaklingar sem greinast með ADHD eru yngri þegar þeir eignast fyrsta barn og eignast fleiri börn að jafnaði, er eitt af því sem erfðarannsóknir hafa sýnt fram á. „Við sjáum í okkar gögnum að þeir sem eru með hátt ADHD fjölgenaskor, óháð því hvort þeir eru greindir með ADHD eða ekki, eignast sitt fyrsta barn fyrr en jafnaldrar með lægra skor og eignast fleiri börn. Það kemur því ekki á óvart að tíðni breytileik- anna sem auka líkur á ADHD hefur hækkað í íslensku þjóðinni á öldinni sem leið, en á sama tímabili hafa breytileikar sem hvetja okkur til langskólanáms gefið eftir og tíðni þeirra minnkað,“ segir Hreinn. Lyf sem beitt er á ADHD hafa í raun sömu virkni og vímuefni. Til dæmis virka ritalín og kókaín nánast með sama hætti því bæði hindra endurupptöku á taugaboðefninu dóp- amíni á taugamótum. Rannsóknir á dýrum hafa líka beinst að virkni dópamíns, og dýra- módel hafa verið þróuð til rannsókna á áhrif- um einstakra erfðavísa á ýmsa hegðun dýra sem svipar til ADHD og fíknar í mönnum, bæði í músum og ávaxtaflugum,“ segir Þor- geir. Nú eru þetta aðeins fyrstu niðurstöður – koma þær strax að notum? Að sögn Þorgeirs mætti nýta upplýsingar af þessu tagi í forvarnarskyni. Svo sem að ráðleggja foreldrum barna sem greinst hafa með ADHD að róa að því öllum árum að börnin dragi það sem lengst að hefja neyslu vímuefna. „Því lengur sem ungt fólk frestar neyslu áfengis eða annarra vímuefna verður ólík- legra að það ánetjist vímugjöfum. Því fyrr sem fólk byrjar að nota vímuefni aukast líkur á vímuefnavanda. Allt að 20% karla sem byrja fyrir tvítugt að drekka áfengi mega bú- ast við því að þurfa að fara á Vog en mun færri, jafnvel einungis 1-2% þeirra sem byrja eftir tvítugt geta átt von á því að þurfa í með- ferð,“ segir Þorgeir. Hreinn og Þorgeir segja að rannsóknir bendi til þess að það skipti máli fyrir þá einstaklinga sem hafa hag að því að fá lyf við ADHD að fá lyfin snemma á ævinni. Því þau geti haft mikil áhrif á náms- árangur og enn meiri áhrif því yngri sem við- komandi er. Almennt er fólk sammála um mikilvægi þess að greina börn sem glíma við ADHD og huga vel að þeim sem greinast. Á sama tíma verða menn líka að gera sér grein fyrir því að þetta er ástand sem getur breyst. ADHD í æsku þarf ekkert endilega að þýða ADHD á fullorðinsárum. En með auknum skilningi á orsökum ADHD verður til vitneskja sem getur hjálpað til við bæði fíkniforvarnir og við þróun betri ADHD lyfja fyrir þá sem þurfa á þeim að halda, segja erfðafræðing- arnir Hreinn Stefánsson og Þorgeir Þor- geirsson.  Hreinn Stefánsson og Þorgeir Þorgeirsson, erfðafræðingar hjá Íslenskri erfðagreiningu, segja að meðal annars sé hægt að nota niðurstöður rannsóknanna í forvarnarskyni. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Uppátækjasöm og hvatvís Allir eru með ADHD breytileika, bara mismarga. Hátt ADHD fjölgenaskor er engin ávísun á ADHD en líkurnar á að fá ADHD eru meiri er meðal þess sem kemur fram í erfðarannsóknum á hvað valdi því að fólk er með athyglisbrest og er ofvirkt. GUÐRÚN HÁLFDÁNARDÓTTIR hefur verið blaðamaður og fréttastjóri á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 1996. Því lengur sem ungt fólk frestar neyslu áfengis eða annarra vímuefna verður ólíklegra að það ánetjist vímugjöfum. Því fyrr sem fólk byrjar að nota vímuefni því meir aukast líkur á vímuefnavanda. ADHD: ERFÐARANNSÓKNIR SÝNA STERK TENGSL MILLI ADHD OG FÍKNAR ’’ Lengri útgáfa af viðtalinu verðurbirt á mbl.is um helgina.„Þurfum á þessari þekkingu að halda“mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.