Morgunblaðið - 28.12.2019, Síða 28

Morgunblaðið - 28.12.2019, Síða 28
Áratug óreiðu lýkur og áratugur háska tekur við 28 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2019 Heimur án bandarískrar forustu í leit að sann- gjarnar efnahagslíkani án kolefnis vegur rið- andi salt á milli vaxandi alræðishyggju og al- mennra mótmæla gegn óréttlæti og kúgun. Það þarf ekki mikið til að ýta fólki fram af brúninni. Hækkun á fargjaldi í neðanjarðarlestina í Chile eða fyrirhugaður skattur á WhatsApp-símtöl í Beirút er nóg til að hrinda af stað uppreisn. Heimspekingurinn Antonio Gramsci skrifaði um „sjúkleg einkenni“ sem setja mark sitt á tímann milli andláts hins gamla og fæðingar hins nýja. Um þessar mundir verður ekki þver- fótað fyrir þeim. Kapitalísk hagkerfi ganga, en tekst ekki að breiða út velmegun. Þykkja fer vaxandi. Fólk missir áttir við það að samfélög snúa baki við staðreyndum fyrir blekkingar. Það sem áður var gefið – um forustu Banda- ríkjanna, hægfara þróun Kína í frjálsræðisátt, samruna Evrópu, frelsandi áhrif tækninnar, einingu Bretlands – hrynur. Þetta eru tímar kvíða, einmanaleika og breytinga. Jafnvel Ang- ela Merkel kanslari, fastur punktur í veröld á hreyfingu, hverfur brátt af vettvangi. Fyrstu tveir áratugir 21. aldarinnar hafa ekki fært okkur skýrar línur um hvert stefnir. Ekki reyndist fótur fyrir þeirri ályktun að opið lýðræði hefði farið með sigur af hólmi. En spár um andlát þess undir þeirri flóðbylgju þjóð- ernishyggju og ótta við útlendinga sem kom Donald Trump til valda og færði Bretum Brexit virðast einnig rangar. Fjarað hefur undan reglum, sannleika, siðferði og hinni bandarísku hugmynd. Yngri kynslóð, sem sækir vald sitt til félagsmiðla, fær ekki innblástur af sýn um framtíðarsamfélag, heldur jarðbundnum leið- angri til að bjarga plánetunni og að búa konum og körlum, sem á henni lifa, meiri jöfnuð. Margar myndir, sem koma í hugann frá 2019, eru fullar af von. Ungir mótmælendur á götum Beirút segja mér frá staðföstum vilja sínum til að steypa spilltu kerfi, sem byggist á því að hinir ýmsu trúarhópar skipti með sér ránsfengnum. Nikol Pashinyan, hinn ungi for- sætisráðherra Armeníu, útskýrir fyrir mér hvernig „frjálsir og stoltir armenskir borgarar“ steyptu enn einu spillingarkerfinu í blóðlausri byltingu 2018 til að skapa samfélag tækifæra. Hinn hugrakka æska Hong Kong ver í mekki táragass kraftmikið hagkerfi sem varð til úr kínverskri iðni og enskum réttarfarsreglum. Hún veit að það myndi hrikta í stoðum þeirra frjálsa samfélags ef leyft yrði framsal til hins löglausa meginlands þar sem einn flokkur ræð- ur ríkjum. Hafin er togstreita um frelsi sem mun skipta sköpum. Það hefur skerpst á hinum hugmynda- fræðilega ágreiningi milli Bandaríkjanna og Kína við það að Xi Jinping forseti lýsti sig leið- toga fyrir lífstíð, lagði aukinn kraft í að koma á eftirlitssamfélaginu, bauð fram kínverskt stjórnarfar sem fyrirmynd til eftirbreytni fyrir heiminn, lýsti yfir því að yfirburðum í tækni yrði náð 2025 og sækist eftir útþenslu jafnt á láði sem legi, hvort sem það er með grímulaus- um hernaðarmætti eða slagorðum á borð við „belti og braut“. „Felum færni okkar og bíðum átekta,“ ráð- lagði Deng Xiaoping. Xi forseti hefur aðrar hugmyndir. Hann er keisari, sem liggur á. Hann trúir ekki á helgi einstaklingsins. Hann trúir á helgi Kínverska kommúnistaflokksins. Kúgun hefur snaraukist í Kína. Stjórnkerfi Xis er ekki alræðishyggja, sem er úrelt, heldur „tækniræðishyggja“, eftirlitssamfélag, sem byggist á þróaðri tækni til að bera kennsl á andlit. Við munum sjá átökin í Hong Kong birtast í ýmsum gervum og með mismiklu ofbeldi á komandi áratugum. Átökin standa milli áætl- unarbúskapar undir merkjum alræðis í Kína, sem risið er á afturlappirnar, og hagkerfa lýð- ræðisríkjanna þar sem áhersla er lögð á valda- jafnvægi, óháða dómstóla og réttarríkið. Spurningin er hvort komist verður hjá vopn- uðum átökum. Samkvæmt skýrslu um stöðu lýðræðis, sem V-Dem-stofnunin við Gautaborgarháskóla gef- ur út býr næstum þriðjungur íbúa heims nú í löndum, sem eru að færast til alræðis og fór í Ekrem Imamoglu, borgarstjóri Istanbúl, stillir sér upp við mynd af Mustafa Kemal Ataturk, stofnanda hins veraldlega lýðveldis Tyrklands, í borginni Diyarbakir 31. ágúst. Ilyas Akengin/Agence France-Presse Getty Images Vestræn lýðræðisríki hafa gefið undan gagnvart Kína og einræðisherrum. Á sama tíma hefur spilling og misrétti aukist. Getur kynslóð mótmælenda snúið blaðinu við? ROGER COHEN hefur verið dálkahöfundur hjá The New York Times frá 2009. Hann gekk til liðs við blaðið 1990 og hefur fjallað um erlend málefni af vettvangi og verið frétta- stjóri erlendra frétta. Átökin standa milli áætlunarbúskapar undir merkjum alræðis í Kína, sem risið er á afturlappirnar, og hagkerfa lýðræð- isríkjanna þar sem áhersla er lögð á valdajafn- vægi, óháða dómstóla og réttarríkið. HEIMURINN VEGUR SALT Á MILLI ALRÆÐISHYGGJU OG MÓTMÆLA GEGN ÓRÉTTLÆTI OG KÚGUN ’’

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.