Morgunblaðið - 28.12.2019, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 28.12.2019, Qupperneq 68
68 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2019 Eftir nokkurn samdrátt í fyrra fjölgaði upp- færslum íslenskra leikverka á árinu sem senn er að líða. Af þeim 37 leiksýningum eftir 67 höf- unda sem gagnrýnendur Morgunblaðsins skrif- uðu leikdóma um, á tímabilinu frá jólum 2018 fram í miðjan desember í ár, voru 24 íslensk verk, þar af fimm leikgerðir. Þetta þýðir að 65% leiksýninga ársins voru íslensk verk, en 61% í fyrra, 70% árið 2017, 58% árið 2016 og 64% árið 2015. Þess ber að geta íslensku verkin voru í reynd örlítið fleiri, því hér er aðeins miðað við þær sýningar sem gagnrýndar voru í Morgun- blaðinu. Jákvætt er að íslenskum verkum sé aftur að fjölga enda mikilvægt að íslensk leik- skáld takist á við og kryfji íslenskan raunveru- leika. Sé litið á erlendu verkin var í ár boðið upp á sjö leikrit samin á þessari öld, þrjú frá síðustu öld og þrjú klassísk verk. Sé rýnt í uppfærslur ársins með kynjagler- augum, líkt og undirrituð hefur gert á þessum vettvangi síðustu árin, má sjá að konum í hópi leikstjóra og leikskálda fækkaði milli ára. Þann- ig leikstýrðu konur 52% sýninga í ár, en hlut- fallið var 55% í fyrra, 47% árið 2017, 42% árið 2016 og 34% árið 2015. Aðeins 24% leiksýninga í ár byggðust á leiktextum einvörðungu eftir kon- ur, en hlutfallið var 30% í fyrra, 28% árið 2017, 40% árið 2016 og 19% árið 2015. Þess bera að geta að um fimmtungur sýninganna byggðist á leiktextum eftir bæði kyn, alls 30 höfunda, þar sem konur voru 57%. Sé hlutfall kynja í hópi leikstjóra og leikskálda skoðað eftir sýningar- stað má sjá að hjá sjálfstæðum leikhópum er hlutfall kynjanna hnífjafnt í hópi leikstjóra þeg- ar samstarfsverkefnin við stóru atvinnuleik- húsin eru ekki talin með. Séu samstarfsverk- efnin hins vegar talin með hækkar hlutur kvenna í 60%. Hjá Borgarleikhúsinu leikstýrðu konur 54% sýninga þegar samstarfsverkefnin voru talin með, en án þeirra hækkar hlutur kvenna í 62,5%. Hjá Þjóðleikhúsinu leikstýrðu konur 42% sýninga með samstarfsverkefnum, en án þeirra lækkar hlutur kvenna í 25%. Leik- félag Akureyrar sker sig úr, því allar sýningar ársins voru í leikstjórn kvenna. Styðja mætti betur við frumsköpun Hjá sjálfstæðum leikhópum byggðust 67% leik- sýninga á textum eftir karla, 11% á textum kvenna og 22% á textum eftir bæði kyn þegar samstarfsverkefnin við stóru atvinnuleikhúsin eru ekki talin með, en séu þau talin með breyt- ast tölurnar í 47% texta eftir karla, 26% eftir konur og 26% eftir blandaða hópa. Hjá Borgar- leikhúsinu byggðust rúmlega 50% sýninga á textum eftir karla, um 33% á textum eftir konur og rest á textum eftir bæði kyn, hvort sem sam- starfsverkefnin voru talin með eða ekki. Hjá Þjóðleikhúsinu byggðust 64% leiksýninga á textum karla, 27% á textum kvenna og 9% á textum eftir bæði kyn þegar samstarfsverk- efnin voru talin með, en án þeirra breyttust töl- urnar í 75% eftir karla, 12,5% eftir konur og 12,5% eftir blandaða hópa. Aftur sker Leikfélag Akureyrar sig úr þar sem kynjaskipting í hópi höfunda er jöfn hvort sem samstarfsverkefnin eru talin með eða ekki. Áður en talnaefninu sleppir er vert að vekja athygli á því að sem fyrr er gróskan í íslenskri leikritun mest áberandi í sjálfstæðu senunni. Þannig stendur hún fyrir 17 af 24 uppfærslum ársins eftir íslensk leikskáld sem er tæplega 71% sýninga. Á sama tíma fá sjálfstæðir leik- hópar aðeins innan við tíu prósent af því opinbera fjármagni sem ráðstafað er til sviðs- lista. Ef stjórnvöld vilja styðja betur við frum- sköpun ættu þau að hækka framlag sitt til sjálfstæðra leikhópa svo um munar. Dæmd til að endurtaka söguna Þegar horft er um öxl er áberandi hversu marg- ar sýningar ársins reyndust vera í sterku sam- tali við samtímann, hvort heldur um var að ræða ný íslensk verk eða erlenda klassík. Viðvörun við uppgangi bæði fasisma og rasisma í samtím- anum var áberandi leiðarstef í mörgum af bestu leiksýningum ársins. Kastljósinu var einnig iðu- lega beint að spilltum stjórnvöldum og valda- græðgi sem bitnar á saklausu fólki. Pistill undirritaðrar á þessum vettvangi fyrir ári var ekki fyrr farinn í prentun en Borgar- leikhúsið frumsýndi Ríkharð III eftir William Shakespeare í leikstjórn Brynhildar Guðjóns- dóttur. Úthugsuð túlkun leikstjórans á þessum 400 ára gamla sálfræðitrylli, þar sem fókusinn var settur á harm kvennanna í kringum titil- persónuna, skilaði áhrifaríkustu Shakespeare- uppfærslu síðari ára. Leikkonur á borð við Eddu Björgu Eyjólfsdóttur og Sigrúnu Eddu Björnsdóttur túlkuðu angist og kvöl persóna sinna með mikilli prýði. Hjörtur Jóhann Jóns- son brilleraði í hlutverki Ríkharðs og hafði á valdi sínu jafnt húmorinn, slægðina, grimmdina og umkomuleysið sem býr í þessari margbrotnu persónu sem vílar ekkert fyrir sér í valdabrölti sínu. Barátta lítilmagnans gegn óbilgjörnun vald- hafa er meginþráður Matthildar eftir Roald Dahl í söngleikjaaðlögun Dennis Kelly og Tims Minchin og leikstjórn Bergs Þór Ingólfssonar sem Borgarleikhúsið frumsýndi í mars. Þrátt fyrir ákveðna annmarka handritsins tókst að skapa hrífandi sýningu með stórt hjarta sem er enn ein rósin í hnappagat Bergs Þórs og sam- verkafólks hans. Í sama mánuði frumsýndi Þjóðleikhúsið Súper eftir Jón Gnarr í leikstjórn Benedikts Erlingssonar þar sem leikhús fárán- leikans fékk notið sín til fulls í bráðfyndinni rannsókn á íslenskum sjálfsmyndarklisjum. Meðal sýninga sem vakti verðskuldaða athygli var Mutter Courage eftir Bertolt Brecht í leik- stjórn Mörtu Nordal. Þar var um að ræða út- skriftarverkefni leikarabrautar Listaháskóla Íslands í samstarfi við tónlistardeild skólans sem unnið var í samvinnu við Leikfélag Akureyrar og Þjóðleikhúsið og frumsýnt í maí. Sterk myndræn framsetning skilaði mjög vel brýnni stríðsádeilu höfundar. Ein áhrifaríkasta frammistaða haustsins var leikur Sveins Ólafs Gunnarssonar í Rocky! eftir Tue Biering í leikstjórn Vignis Rafns Valþórs- sonar sem Óskabörn ógæfunnar frumsýndu í Tjarnarbíói í október. Fókus verksins á lýð- skrum stjórnmálamanna samtímans og vaxandi þjóðernishyggju með tilheyrandi hatursfullri orðræðu í garð útlendinga kallaðist óþægilega á við söguna. Spekingar allt frá George Santa- yana til Winstons Churchill hafa varað við því að þau sem gleyma sögunni og mistekst að læra af henni eru dæmd til að endurtaka hana. Kærkomið endurmat á sögunni fór fram í Atómstöðinni – endurliti eftir Halldór Laxness Halldórsson í samvinnu við Unu Þorleifsdóttur sem Þjóðleikhúsið frumsýndi í nóvember í leik- stjórn Unu, en leikgerðin byggðist á samnefndri skáldsögu Halldórs Laxness. Í anda epíska leik- hússins voru áhorfendur þvingaðir til að taka vitsmunalega afstöðu til ákvarðana borgara- stéttarinnar um miðja síðustu öld sem hafði afgerandi og mótandi áhrif á íslensk samfélag allt til dagsins í dag. Að lokum er ekki hægt annað en að minnast á eftirminnilega uppfærslu Borgarleikhússins á Eitri eftir Lot Vekemans í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur sem frumsýnd var í nóvember. Þar miðluðu Hilmir Snær Guðnason og Nína Dögg Filippusdóttir erfiðu uppgjöri fyrrverandi hjóna sem minnti okkur á að manneskjan fær aldrei flúið sjálfa sig og sár gróa illa séu þau ekki hreinsuð nægilega vel. Ljósmynd/Grímur Bjarnason Atómstöðin – endurlit Ljósmynd/Hörður Sveinsson Matthildur Ljósmynd/Grímur Bjarnason Í samtali við samfélagið Viðvörun við uppgangi bæði fasisma og rasisma í samtímanum var áberandi leiðarstef í mörgum af bestu leiksýningum ársins. Kastljósinu var einnig iðulega beint að spilltum stjórnvöldum og valdagræðgi sem bitnar á saklausu fólki. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá árinu 2003. Hún er BA í heimspeki og MA í bók- menntafræði frá Háskóla Íslands. Silja hefur víðtæka reynslu á sviði leiklistar og er einn af þremur leiklistargagnrýnendum Morgunblaðsins. Aðeins 24% leik- sýninga í ár bygg- ðust á leiktextum einvörðungu eftir konur. MANNESKJAN FÆR ALDREI FLÚIÐ SJÁLFA SIG ’’ Ljósmynd/Auðunn Níelsson Mutter Courage Ríkharður III
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.