Morgunblaðið - 28.12.2019, Page 68

Morgunblaðið - 28.12.2019, Page 68
68 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2019 Eftir nokkurn samdrátt í fyrra fjölgaði upp- færslum íslenskra leikverka á árinu sem senn er að líða. Af þeim 37 leiksýningum eftir 67 höf- unda sem gagnrýnendur Morgunblaðsins skrif- uðu leikdóma um, á tímabilinu frá jólum 2018 fram í miðjan desember í ár, voru 24 íslensk verk, þar af fimm leikgerðir. Þetta þýðir að 65% leiksýninga ársins voru íslensk verk, en 61% í fyrra, 70% árið 2017, 58% árið 2016 og 64% árið 2015. Þess ber að geta íslensku verkin voru í reynd örlítið fleiri, því hér er aðeins miðað við þær sýningar sem gagnrýndar voru í Morgun- blaðinu. Jákvætt er að íslenskum verkum sé aftur að fjölga enda mikilvægt að íslensk leik- skáld takist á við og kryfji íslenskan raunveru- leika. Sé litið á erlendu verkin var í ár boðið upp á sjö leikrit samin á þessari öld, þrjú frá síðustu öld og þrjú klassísk verk. Sé rýnt í uppfærslur ársins með kynjagler- augum, líkt og undirrituð hefur gert á þessum vettvangi síðustu árin, má sjá að konum í hópi leikstjóra og leikskálda fækkaði milli ára. Þann- ig leikstýrðu konur 52% sýninga í ár, en hlut- fallið var 55% í fyrra, 47% árið 2017, 42% árið 2016 og 34% árið 2015. Aðeins 24% leiksýninga í ár byggðust á leiktextum einvörðungu eftir kon- ur, en hlutfallið var 30% í fyrra, 28% árið 2017, 40% árið 2016 og 19% árið 2015. Þess bera að geta að um fimmtungur sýninganna byggðist á leiktextum eftir bæði kyn, alls 30 höfunda, þar sem konur voru 57%. Sé hlutfall kynja í hópi leikstjóra og leikskálda skoðað eftir sýningar- stað má sjá að hjá sjálfstæðum leikhópum er hlutfall kynjanna hnífjafnt í hópi leikstjóra þeg- ar samstarfsverkefnin við stóru atvinnuleik- húsin eru ekki talin með. Séu samstarfsverk- efnin hins vegar talin með hækkar hlutur kvenna í 60%. Hjá Borgarleikhúsinu leikstýrðu konur 54% sýninga þegar samstarfsverkefnin voru talin með, en án þeirra hækkar hlutur kvenna í 62,5%. Hjá Þjóðleikhúsinu leikstýrðu konur 42% sýninga með samstarfsverkefnum, en án þeirra lækkar hlutur kvenna í 25%. Leik- félag Akureyrar sker sig úr, því allar sýningar ársins voru í leikstjórn kvenna. Styðja mætti betur við frumsköpun Hjá sjálfstæðum leikhópum byggðust 67% leik- sýninga á textum eftir karla, 11% á textum kvenna og 22% á textum eftir bæði kyn þegar samstarfsverkefnin við stóru atvinnuleikhúsin eru ekki talin með, en séu þau talin með breyt- ast tölurnar í 47% texta eftir karla, 26% eftir konur og 26% eftir blandaða hópa. Hjá Borgar- leikhúsinu byggðust rúmlega 50% sýninga á textum eftir karla, um 33% á textum eftir konur og rest á textum eftir bæði kyn, hvort sem sam- starfsverkefnin voru talin með eða ekki. Hjá Þjóðleikhúsinu byggðust 64% leiksýninga á textum karla, 27% á textum kvenna og 9% á textum eftir bæði kyn þegar samstarfsverk- efnin voru talin með, en án þeirra breyttust töl- urnar í 75% eftir karla, 12,5% eftir konur og 12,5% eftir blandaða hópa. Aftur sker Leikfélag Akureyrar sig úr þar sem kynjaskipting í hópi höfunda er jöfn hvort sem samstarfsverkefnin eru talin með eða ekki. Áður en talnaefninu sleppir er vert að vekja athygli á því að sem fyrr er gróskan í íslenskri leikritun mest áberandi í sjálfstæðu senunni. Þannig stendur hún fyrir 17 af 24 uppfærslum ársins eftir íslensk leikskáld sem er tæplega 71% sýninga. Á sama tíma fá sjálfstæðir leik- hópar aðeins innan við tíu prósent af því opinbera fjármagni sem ráðstafað er til sviðs- lista. Ef stjórnvöld vilja styðja betur við frum- sköpun ættu þau að hækka framlag sitt til sjálfstæðra leikhópa svo um munar. Dæmd til að endurtaka söguna Þegar horft er um öxl er áberandi hversu marg- ar sýningar ársins reyndust vera í sterku sam- tali við samtímann, hvort heldur um var að ræða ný íslensk verk eða erlenda klassík. Viðvörun við uppgangi bæði fasisma og rasisma í samtím- anum var áberandi leiðarstef í mörgum af bestu leiksýningum ársins. Kastljósinu var einnig iðu- lega beint að spilltum stjórnvöldum og valda- græðgi sem bitnar á saklausu fólki. Pistill undirritaðrar á þessum vettvangi fyrir ári var ekki fyrr farinn í prentun en Borgar- leikhúsið frumsýndi Ríkharð III eftir William Shakespeare í leikstjórn Brynhildar Guðjóns- dóttur. Úthugsuð túlkun leikstjórans á þessum 400 ára gamla sálfræðitrylli, þar sem fókusinn var settur á harm kvennanna í kringum titil- persónuna, skilaði áhrifaríkustu Shakespeare- uppfærslu síðari ára. Leikkonur á borð við Eddu Björgu Eyjólfsdóttur og Sigrúnu Eddu Björnsdóttur túlkuðu angist og kvöl persóna sinna með mikilli prýði. Hjörtur Jóhann Jóns- son brilleraði í hlutverki Ríkharðs og hafði á valdi sínu jafnt húmorinn, slægðina, grimmdina og umkomuleysið sem býr í þessari margbrotnu persónu sem vílar ekkert fyrir sér í valdabrölti sínu. Barátta lítilmagnans gegn óbilgjörnun vald- hafa er meginþráður Matthildar eftir Roald Dahl í söngleikjaaðlögun Dennis Kelly og Tims Minchin og leikstjórn Bergs Þór Ingólfssonar sem Borgarleikhúsið frumsýndi í mars. Þrátt fyrir ákveðna annmarka handritsins tókst að skapa hrífandi sýningu með stórt hjarta sem er enn ein rósin í hnappagat Bergs Þórs og sam- verkafólks hans. Í sama mánuði frumsýndi Þjóðleikhúsið Súper eftir Jón Gnarr í leikstjórn Benedikts Erlingssonar þar sem leikhús fárán- leikans fékk notið sín til fulls í bráðfyndinni rannsókn á íslenskum sjálfsmyndarklisjum. Meðal sýninga sem vakti verðskuldaða athygli var Mutter Courage eftir Bertolt Brecht í leik- stjórn Mörtu Nordal. Þar var um að ræða út- skriftarverkefni leikarabrautar Listaháskóla Íslands í samstarfi við tónlistardeild skólans sem unnið var í samvinnu við Leikfélag Akureyrar og Þjóðleikhúsið og frumsýnt í maí. Sterk myndræn framsetning skilaði mjög vel brýnni stríðsádeilu höfundar. Ein áhrifaríkasta frammistaða haustsins var leikur Sveins Ólafs Gunnarssonar í Rocky! eftir Tue Biering í leikstjórn Vignis Rafns Valþórs- sonar sem Óskabörn ógæfunnar frumsýndu í Tjarnarbíói í október. Fókus verksins á lýð- skrum stjórnmálamanna samtímans og vaxandi þjóðernishyggju með tilheyrandi hatursfullri orðræðu í garð útlendinga kallaðist óþægilega á við söguna. Spekingar allt frá George Santa- yana til Winstons Churchill hafa varað við því að þau sem gleyma sögunni og mistekst að læra af henni eru dæmd til að endurtaka hana. Kærkomið endurmat á sögunni fór fram í Atómstöðinni – endurliti eftir Halldór Laxness Halldórsson í samvinnu við Unu Þorleifsdóttur sem Þjóðleikhúsið frumsýndi í nóvember í leik- stjórn Unu, en leikgerðin byggðist á samnefndri skáldsögu Halldórs Laxness. Í anda epíska leik- hússins voru áhorfendur þvingaðir til að taka vitsmunalega afstöðu til ákvarðana borgara- stéttarinnar um miðja síðustu öld sem hafði afgerandi og mótandi áhrif á íslensk samfélag allt til dagsins í dag. Að lokum er ekki hægt annað en að minnast á eftirminnilega uppfærslu Borgarleikhússins á Eitri eftir Lot Vekemans í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur sem frumsýnd var í nóvember. Þar miðluðu Hilmir Snær Guðnason og Nína Dögg Filippusdóttir erfiðu uppgjöri fyrrverandi hjóna sem minnti okkur á að manneskjan fær aldrei flúið sjálfa sig og sár gróa illa séu þau ekki hreinsuð nægilega vel. Ljósmynd/Grímur Bjarnason Atómstöðin – endurlit Ljósmynd/Hörður Sveinsson Matthildur Ljósmynd/Grímur Bjarnason Í samtali við samfélagið Viðvörun við uppgangi bæði fasisma og rasisma í samtímanum var áberandi leiðarstef í mörgum af bestu leiksýningum ársins. Kastljósinu var einnig iðulega beint að spilltum stjórnvöldum og valdagræðgi sem bitnar á saklausu fólki. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá árinu 2003. Hún er BA í heimspeki og MA í bók- menntafræði frá Háskóla Íslands. Silja hefur víðtæka reynslu á sviði leiklistar og er einn af þremur leiklistargagnrýnendum Morgunblaðsins. Aðeins 24% leik- sýninga í ár bygg- ðust á leiktextum einvörðungu eftir konur. MANNESKJAN FÆR ALDREI FLÚIÐ SJÁLFA SIG ’’ Ljósmynd/Auðunn Níelsson Mutter Courage Ríkharður III

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.