Morgunblaðið - 28.12.2019, Side 24

Morgunblaðið - 28.12.2019, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2019 Hvað þýðir það að tapa fyrir konu í íþrótt þar sem karlar eru ráðandi? Við fyrstu sýn ætti það ekki að þýða neitt – betri keppandinn vann. Ég hafði ekki hugsað mikið út í það persónulega þar til í fyrra þegar ég varð fyrsta konan til að sigra í breska GT- meistarakappakstrinum. Það var ljóst af þeim gríðarlegu viðbrögðum, sem sigur minn vakti, að afrek mitt var fátítt. Ég hef nokkrum sinnum orðið fyrir reynslu sem hefur haft svipuð áhrif á mig. Oftar en einu sinni fékk ég viðurkenningu fyrir að vera „ökumaður helgarinnar“, nokkuð sem ugglaust er ástæða til að fagna, en er þó litað af vitneskjunni um að stutt er síðan það var uppfært úr „herramaður helgarinnar undir stýri“ (breytt úr Gentleman Driver of the Weekend í Driver of the Weekend), sem er hefðbundið orðalag yfir áhugamenn. Úrið, sem ég fékk með verðlaunagripnum á bresku GT- verðlaunaathöfninni, Blancpain, á sér einnig mjög karllæga sögu. Hvað kemur annað upp í hugann þegar úr og kappakstur eru nefnd í sömu andrá en Paul Newman og úrið hans Ro- lex Daytona? Þótt mér hafi aldrei þótt ég of mikið öðru vísi en karlbílstjórar er mér ljósara en nokkru sinni að í kappakstri og öðrum atvinnuíþróttum í heiminum þarf að setja jafnrétti kynjanna í for- gang. Spurningin hvernig eða hvort hefur alltaf marað rétt undir yfirborðinu. Sá skriður, sem undanfarið hefur komist á málið, hefur blandað jafnrétti í íþróttum saman við hina víðtækari félagslegu baráttu fyrir jafnrétti og það fer vel á því. Sigur minn í breska GT-kappakstrinum var undantekning frá venjunni og það mun ekki breytast í íþróttaheiminum fyrr en misrétti kynjanna hefur verið þurrkað út í samfélaginu öllu. Þegar ég var að alast upp á bóndabæ, annar vettvangur þar sem karlar hafa verið ráðandi, leið mér alltaf eins og ég væri jafnoki annarra og fær til verka. Ég man vissulega eftir undar- legum furðusvip vegfarenda, sem áttu leið fram hjá og sáu stúlku, sem vart var nógu gömul til að keyra, stjórna lyftara eða færa heybagga á risastórri dráttarvél, en það truflaði mig aldrei. Meira að segja þegar ég var barn og lék mér með litla bróður mínum var leikföngunum okkar ekki skipt eftir kynjunum. Ég fékk uppáhaldsleikföngin hans lánuð og hann fékk mín og – mestanpart – lékum við okkur fallega saman. Jákvæð reynsla og aðstæður af þessu tagi eru grunnurinn að veganesti okkar til fullorð- insáranna. Ég lærði ung að árum að kyn mitt ætti ekki að halda aftur af mér hvað sem ég tæki mér fyrir hendur. Ef við kennum jafnrétti áður en iðkun íþrótta er einu sinni komin inn í myndina mun það verða vanabundið síðar meir. Þessi afstaða gerði að verkum að þegar ég fór í bílaíþróttir hafði ég engar fyrirfram gefn- ar efasemdir um hæfni mína. Ég var bara öku- maður með sama markmið og allir hinir: að vinna. Ég gekk í Caterham-kappaksturs- félagið, sem tók vel á móti mér og liðið þar kom fram við mig af fullkominni virðingu. Því miður eru ekki allir á því að íþróttin ætti að vera svo opin. Bernie Ecclestone, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Formúlu eitt-félagsins, reyndi aldrei að fela skoðun sína á því hvort konur ættu að aka Formúlu eitt-bílum. Fjöldi fólks er sama sinnis. En að segja að kvenbílstjóra ætti ekki að taka alvarlega eða þeir geti ekki vegna líkamsburða keppt við karla er þröngsýni, karl- remba og hreinlega rangt. Maður þarf að vera í góðu formi til að taka þátt í akstursíþróttum, en ekki að vera sterkur eða stór. Konur eru ekki með neinum hætti eftirbátar karla – ekki einu sinni á toppnum. Sumir hafa haldið fram að aðskilin kvenna- deild myndi laða að fleiri ökumenn og stuðn- ingsmenn með því að ýta undir samkeppni þar sem allir sitja við sama borð eins og sagt er. Það er hins vegar byggt á þeirri ranghugmynd að einhver líkamleg ástæða komi í veg fyrir að konur geti keppt við karla. Með því er sneitt hjá miklu stærri vanda, skortinum á tækifærum fyrir stúlkur og konur til að stunda íþróttina og skortinum á vitund um að reyna að hvetja þær til þess. Ímyndum okkur að kappaksturinn sé pýra- mídi þar sem afburðaökumenn eru á toppinum og börn og almennir áhugamenn mynda grunn- inn. Á Bretlandi í dag eru 92,8% þeirra sem eru með réttindi á Go-Kart-ökutæki og eru undir 16 ára aldri karlkyns. Ef þátttaka kvenna er svo lítil þar sem aðgangur er mestur og að því er virðist jafnastur að íþróttinni ætti ekki að koma á óvart að líkurnar á því að kona nái þeim árangri að komast í Formúlu eitt eru ekki hag- stæðar og þá er nauðsynleg heppni og peningar ekki tekin með í reikninginn. Þegar ég var yngri var ég svo heppin að mér var boðið á kynningardag á akstursbrautinni þar sem gafst kostur á að aka ýmsum tegund- um af bílum. Þessi reynsla varð til þess að ég féll fyrir kappakstri. En þegar ég komst fyrr alvöru inn í íþróttina upp úr tvítugu hafði ég mjög litla reynslu miðað við ökumennina í kringum mig. Foreldrar og skólar ættu að leika lykilhlut- verk í að veita aðgang að tímum á Go Kart- bílum rétt eins og stutt er við bakið á öðrum íþróttum, tónlist eða dansi. Stjórnir og skipuleggjendur í íþróttinni þurfa einnig að gefa í og fjárfesta til að gera Go kart-íþróttina ódýrari og aðgengilegri. Líkt og í öllum öðrum íþróttum hafa þeir sem eru í efstu stöðum mest vald til að og bera mesta ábyrgð á að skapa þessi tækifæri og tryggja að þau standi báðum kynjum til boða þannig að þau standi jafnfætis. Við ættum líka að endurskoða hvernig við kynnum íþróttir í grundvallaratriðum. Í fyrra sagði 13 ára stúlka í viðtali við BBC að hún hefði endurtekið verið kölluð lesbía vegna þess að hún spilaði fótbolta og að kenn- arar hennar hefðu sagt henni að hún mætti ekki leika það sem þeir kölluðu „strákaíþrótt“. Í stað þess að nota kyn barna til að neita þeim um jöfn tækifæri skulum við rækta áhugamál þeirra sama hver þau eru og leyfa þeim að fá innblástur af því, sem fyrir þeim verður. Á Bretlandi jókst þátttaka í íþróttum í næstum 37% úr 34,6% eftir Ólympíuleikana í London árið 2012. Eftir meistaratitil minn hef ég tekið eftir að foreldrar og dætur þeirra leita mig uppi á keppnishelgum til að fá eiginhand- aráritun. Eftir því sem stúlkur vita betur af mögu- legum fyrirmyndum, þeim mun meira munu þær leitast við að verða eins og þær. Það kann að vera að konur stundi ekki enn kappakstur á efsta stigi akstursíþrótta, en það þýðir ekki að við séum ekki til. Við vinnum til verðlauna og setjum met á öllum öðrum stigum íþróttarinnar og hún ætti að þróast þannig að hún endur- spegli árangur okkar og metnað. Þetta á heldur ekki aðeins við um kappakstur. Íþrótta- sambönd um allan heim þurfa að hlýða kalli tímans. Íþróttakonur eru að brjóta sér leið í fremstu röð og þar ætlum við að vera til fram- búðar. ©2019 The New York Times Syndicate og Flick Haigh. Á vegum The New York Times Licensing Group. Gaelle Dule Asheri, 17 ára, er meðal fyrstu stúlknanna hjá atvinnuþjálfara í fótbolta í Kamerún. Móðir hennar óttast að missa hana í karlasport. Zohra Bensemra/Reuters Konur hafa náð efstu hæðum í atvinnuíþróttum. Það er eins gott að venjast því. FLICK HAIGH er breskur kappakstursmaður og fyrsta konan til að sigra í breska GT-meistarakappakstrinum (e. the British GT Championship premier class.) Eftir því sem stúlkur vita betur af mögulegum fyrirmyndum, þeim mun meira munu þær leitast við að verða eins og þær. TÍMAMÓT: BANDARÍSKA KVENNALANDSLIÐIÐ SETTI MET MEÐ FJÓRÐA HEIMSMEISTARATITLINUM ’’ Ekki aðskilja konur í íþróttum – hyllið þær Þýski ökuþórinn Naomi Schiff keppir á móti í Hollandi, sem er aðeins fyrir konur. Piroschka Van De Wouw/Reuters

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.