Morgunblaðið - 28.12.2019, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2019
Það gerðist ævinlega þegar ég síst átti von á því.
Skyndilega varð ég að finna mér afvikið horn
þar sem ég gat brotnað saman og grátið.
Eitt sinn var ég á tökustað fyrir kvikmynd
sem ég var að vinna að. Við vorum að taka söng-
atriði og það var mikil orka í flytjendunum. Allir
voru hamingjusamir og í skapi til að fagna. Ég
var umkringd stórum hópi fólks en þó leið mér
eins og ég væri týnd og alein. Ég hljóp í hjól-
hýsið mitt, læsti mig inni á baði og fór að gráta.
Ég hef leikið margar persónur á ferli mínum
sem Bollywood-leikkona, allt frá kátum partí-
stúlkum til fagurra drottninga og syrgjandi
ekkna. En hlutverkið sem breytti mér mest
þurfti ég að taka að mér í lífinu sjálfu – sem per-
sóna í baráttu við þunglyndi. Það var mikilvægt
fyrsta skref í átt að bata að geta greint ástand
mitt.
Ég byrjaði að finna fyrir einkennum 2014.
Það var um miðjan febrúar og það hafði liðið yf-
ir mig eftir langan vinnudag. Næsta morgun
vaknaði ég með tómleikatilfinningu í maganum
og langaði helst til að gráta.
Á pappírnum hefði þetta átt að vera frábær
tími í lífi mínu – ég hafði nýlokið við að leika í
fjórum af mínum eftirminnilegustu myndum,
fjölskyldan veitti mér mikinn stuðning og ég var
byrjuð að fara út með manninum, sem átti eftir
að verða eiginmaður minn. Ég hafði enga
ástæðu til að líða eins og mér gerði. En þannig
leið mér samt.
Ég var öllum stundum uppgefin og sorg-
mædd. Ef einhver spilaði glaðlegt lag til að
kæta mig leið mér aðeins verr. Á hverjum degi
var það eins og gríðarlegt fyrirtæki að fara fram
úr. Allt sem ég vildi gera var að sofa. Þegar ég
svaf þurfti ég ekki að takast á við veruleikann.
Mánuðum saman bar ég þjáningu mína í
hljóði og vissi ekki hvað komið hafði yfir mig.
Ég hafði ekki hugmynd um að fjöldi fólks um
allan heim – rúmlega 300 milljónir samkvæmt
Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) – þyrfti
að takast á við sama vanda.
Þá komu foreldrar mínir að heimsækja mig
til Múmbaí. Meðan á heimsókninni stóð lét ég
eins og allt léki í lyndi. En þegar þau voru að
pakka niður í töskur sínar áður en þau héldu út
á flugvöll brotnaði ég grátandi saman.
Móðir mín horfði á mig og spurði: „Hvað er
að?“ En ég átti ekkert svar. Hún spurði mig
hvort eitthvað bjátaði á í vinnunni. Hún spurði
hvort eitthvað væri í ólagi milli mín og kærasta
míns. Ég gat bara hrist höfuðið. Hún tók sér
augnablik til umhugsunar og sagði svo:
„Deepika, ég held að þú þurfir aðstoð sérfræð-
ings.“
Greining geðlæknisins var klínískt þunglyndi.
Ég var orðin svo örvæntingarfull að læknirinn
hafði ekki fyrr sagt, „Þetta hrjáir þig,“ en ég
fann fyrir miklum létti. Loks skildi einhver hvað
ég var að ganga í gegnum. Að vita ekki hvað var
að gerast hafði verið erfiðast viðureignar. Um
leið og greiningin lá fyrir hófst batinn.
Eitt af því besta, sem ég gerði fyrir sjálfa
mig, var að sætta mig við ástand mitt. Ég barð-
ist ekki gegn því. Læknirinn lét mig fá lyfseðil
fyrir lyfjum og mælti með lífsstílsbreytingum,
svefn fengi forgang, heilbrigðu mataræði og nú-
vitund. Þetta ferli gerði mig mun meðvitaðri um
hver ég er.
Eftir því sem mér batnaði fór ég að leiða hug-
ann að reynslu minni. Hvers vegna vissi ég ekk-
ert um þennan sjúkdóm? Hvers vegna hafði
enginn – fyrir utan móður mína – áttað sig á
merkjunum? Og hvers vegna hafði ég verið
svona treg til að færa tilfinningar mínar í orð?
Þessar spurningar leiddu mig að þeirri ákvörð-
un að segja opinberlega frá ástandi mínu. Þótt
aðeins ein manneskja, sem glímir við geðheil-
brigðisvanda, læsi um mitt tilfelli og fyndist hún
ekki standa ein uppi, væri það nóg.
Liðið mitt og ég ákváðum að gera það þannig
að við næðum til sem flestra á Indlandi og fara í
viðtal við blaðið Hindustan Times og koma síðan
fram hjá sjónvarpsstöð sem næst um allt land.
Það var 2015.
Ég hugsaði ekki um afleiðingarnar – hvort
þetta gæti orðið til þess að ég missti hlutverk
eða fyrirtæki myndu rifta samningum um aug-
lýsingar á vörum. Ég vildi bara vera heiðarleg
og deila sögu minni. Vitaskuld var ég svolítið
kvíðin. Nokkrir höfðu velt fyrir sér hvort þetta
væri bragð til að ná í athygli. Sumir létu að því
liggja að ég væri á mála hjá lyfjafyrirtæki til að
tala um sjúkdóminn. En áhrifin sem ég hafði á
fólk sem heyrði sögu mína voru það sem skipti
mestu máli.
Svo vel vildi til að ég fékk mikinn stuðning.
Margir skildu það sem ég hafði þurft að ganga í
gegnum.
Hvar sem ég fór – hvort sem það var við-
burður, tökustaður eða heilsuræktin – vildi fólk
deila geðheilbrigðisvanda sínum með mér. Það
var eins og þetta leyndarmál hefði verið falið
aftast í sameiginlegum skáp og nú væri það loks
komið fram í dagsljósið.
Eftir því sem fleiri leituðu til mín áttaði ég
mig betur á því að verki mínu væri ekki lokið.
Mér fannst ég þurfa að gera svo miklu meira.
Því setti ég á fót Live Love Laugh-stofnunina.
Bannhelgi hvílir yfir geðheilbrigðismálum á
Indlandi, jafn vel þótt skórinn kreppi víða.
Næstum 57 milljónir manna um landið allt
glíma við þunglyndi, samkvæmt mati í skýrslu
WHO frá 2017. Í könnun, sem indversk stjórn-
völd létu gera 2016, kom fram að 85% manna
með geðheilbrigðisvandamál fá ekki viðunandi
meðferð við þeim. Það er mikið áhyggjuefni í
landi þar sem íbúar eru 1,3 milljarðar, skortur
er á sérfræðingum í geðheilbrigðismálum og
tíðni sjálfsvíga er með því hæsta sem gerist í
heiminum.
Undanfarin fjögur ár hefur Live Love
Laugh-stofnunin unnið að því að auka vitund og
draga úr fordómum tengdum geðsjúkdómum á
Indlandi. Við höfum farið í herferðir, gert átak í
skólum, snúið bökum saman við lækna og ráðist
í sérstakt geðverndarverkefni í sveitum lands-
ins.
Meginmarkmið okkar er að minna fólk á að
það eigi möguleika á betra lífi. Þess vegna
nefndum við stofnunina „Live Love Laugh“
(„Lifið elskið hlæið“) – starfið snýst jafn mikið
um tilfinningar fólks og læknisfræðilegu hliðina
á að veita meðferð við sjúkdómum þess. Við er-
um staðráðin í að veita þeim, sem hrjáðir eru af
geðsjúkdómum, von og stór þáttur í því er að
kenna fólki að vera betra við sjálft sig.
Við þurfum meira en nokkru sinni að minna
okkur á að við megum vera brothætt, mannleg
og viðkvæm – við sjálf. Bati snýst um að finna
tilfinningu fyrir jafnvægi. Hvað mig varðar held
ég að mér hafi loks tekist að finna frið og þæg-
indi inni í mér. Ég umgengst fólk, sem er
heiðarlegt gagnvart mér, og hugsa um sjálfa
mig án þess að finna til sektarkenndar.
Ekki líður sá dagur að ég hafi ekki áhyggjur
af því að fá bakslag. Nú veit ég þó að barátta
mín hefur veitt mér dýpra samband við huga
minn og líkama. Ef ég þarf einhvern tímann aft-
ur að glíma við þunglyndi veit ég að ég verð
nógu sterk til að takast á við það.
© 2019 The New York Times Syndicate og Deepika
Padukone. Á vegum The New York Times Licensing
Group.
Deepika Padukone á rauða dreglinum í 72. kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir sýningu á kvikmyndinni „Rocket Man“ í maí.
Stephane Mahe/Reuters
Deepika Padukone talar á viðburði hjá Live Love Laugh.
Chandan Khanna/Agence France-Presse Getty Images
Indverska leikkonan Deepika Padukone
um hvers vegna hún ákvað að kljást
við þunglyndi fyrir opnum tjöldum
Indverska leikkonan Deepika Padukone var greind með þunglyndi árið 2014. Nú er hún staðráðin í að draga
úr áfellisdóminum, sem fylgir geðrænum sjúkdómum á Indlandi.
DEEPIKA PADUKONE
er Bollywood-leikkona og stofnandi Live Love
Laugh-stofnunarinnar.
Nú veit ég þó að barátta mín hefur veitt
mér dýpra samband við huga minn og
líkama. Ef ég þarf einhvern tímann aftur
að glíma við þunglyndi veit ég að ég verð nógu
sterk til að takast á við það.
SJÓNARHORN
’’