Morgunblaðið - 28.12.2019, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 28.12.2019, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2019 Hvenær hófst síðara kalda stríðið? Sagnfræð- ingar framtíðarinnar munu segja að það hafi verið árið 2019. Sumir munu halda því fram að nýtt kalt stríð – við Rússland – hafi þegar hafist 2014 þegar Moskva sendi herlið inn í Úkraínu. En hnignun samskipta Rússa og Bandaríkjamanna bliknar í samanburði við vaxandi fjandskap milli Kín- verja og Bandaríkjamanna undanfarin ár. Og þótt Bandaríkin og Kína geti sennilega komist hjá heitu stríði er annað kalt stríð ekki vænleg framtíðarsýn. Smásmugulegir fræðimenn munu segja að hið nýja kalda stríð hafi í raun hafist með kjöri Donalds Trumps í kosningunum í nóvember 2016 í Bandaríkjunum eða þegar hann setti í upphafi tolla á innfluttar þvottavélar og sól- arsellur framleiddar í Kína í janúar 2018. Aðrir munu leggja til byrjun október 2018 þegar Mike Pence varaforseti fordæmdi notkun Peking á „pólitískum, efnahagslegum og hern- aðarlegum meðulum, sem og áróðri, til að auka áhrif sín“ sem líklegt upphaf. Það var þó ekki fyrr en 2019 sem sú stefna stjórnar Trumps að bjóða Kínverjum birginn var tekin upp af mönnum beggja vegna hinnar pólitísku gjár í Bandaríkjunum. Andúð Trumps breyttist úr sérvisku í utanríkismálum í viðtekið viðhorf með ótrúlegum hraða. Meira að segja Elizabeth Warren, sem sækist eftir að verða forsetaframbjóðandi demókrata, fór að kalla eftir harðari afstöðu í garð Kína. Almenningsálitið tók sambærilegum breyt- ingum. Samkvæmt könnun rannsóknarstofn- unarinnar Pew fór hlutfall þeirra, sem litu Kína með vanþóknun, í 60% árið 2019 úr 47% árið áð- ur. Aðeins 26% Bandaríkjamanna litu Kína með velþóknun. Annað breyttist árið 2019. Það sem hófst sem viðskiptastríð – álögur tolla þar sem svarað var í sömu mynt á meðan rifist var um viðskiptahalla Bandaríkjanna og hugverkastuld Kína – um- breyttist í staðbundinn ágreining af ýmsu öðru tagi. Skyndilega eru Bandaríkin og Kína komin í tæknistríð vegna alþjóðlegra yfirráða kínverska fyrirtækisins Huawei yfir 5G-kerfinu og hug- myndafræðilegan ágreining vegna ofsókna á hendur múslimum úr röðum uighura í Xinjiang- héraði í Kína, auk klassísks stórveldakapp- hlaups um yfirburði í vísindum og tækni. Einnig vofði yfir ógn gjaldmiðlastríðs vegna gengis kín- verska júansins, sem kínverski seðlabankinn leyfði að falla og veikjast gegn dollar. Eldri lesendur munu sennilega telja að annað kalt stríð sé vond hugmynd. Í minningu þeirra er líklegt að finna megi Kúbudeiluna frá 1962 þegar við blasti kjarnorkustyrjöld og fjöldi hefðbundinna styrjalda allt frá Víetnam til El Salvador. En það er engin augljós ástæða til þess að seinna kalda stríðið ætti að leiða okkur á barm kjarnorkustyrjaldar eða út í staðgengla- stríð. Fyrir það fyrsta er Kína svo vanmáttugt gagnvart Bandaríkjunum í kjarnorkuvopnum að mun líklegra er að skerist í brýnu í net- heimum eða úti í geimnum en að gripið verði til langdrægra kjarnorkuflauga. Alþýðulýðveldið beitir einnig öðrum aðferðum í útþenslu á al- þjóðlegum vettvangi en Sovétríkin. Kínverskir peningar fara í innviðaverkefni og vasa stjórn- málamanna frekar en skæruliðahreyfingar. Frumkvæðið „Belti og braut“, fjárfesting- arverkefni Xis Jinpings, forseta Kína, á alþjóð- legum vettvangi miðar ekki að heimsbyltingu. Ef síðara kalda stríðið mun afmarkast af efnahagslegri og tæknilegri samkeppni milli tveggja kerfa – annað lýðræðislegt og hitt ekki – gætu kostirnir jafnvel orðið meiri en gallarnir. Þegar öllu er á botninn hvolft voru efnahags- legar afleiður af þróun og rannsóknum vegna upprunalega kalda stríðsins hluti af ástæðunni fyrir öflugum vexti Bandaríkjanna á sjötta og sjöunda áratugnum. Á þeim tíma fylgdi einnig pólitískur ábati. Þegar flogakasti McCarthyismans linnti og samstaða myndaðist meðal Bandaríkjamanna um að þeir ættu allir sameiginlegan óvin dró verulega úr ágreiningi innan lands. Það segir sína sögu að ein helsta uppspretta pólitísks og félagslegs ágreinings í kalda stríðinu var stríðið gegn kommúnisma sem Bandaríkjunum tókst ekki að vinna – stríðið í Víetnam. Ef Bandaríkjamenn eru nú að vakna upp við nýjan utanaðkomandi óvin er ekki líklegt að það muni draga úr hinum alræmdu innri flokka- dráttum seinni tíma sem birtast í hnignun sam- starfs á þingi og ofsafengnum deilum á fé- lagsmiðlum? Það er mögulegt. Ef til vill gæti hugmyndin um ytri óvin fært stjórnmálamönnum í Bandaríkjunum heim sanninn um mikilvægi þess að setja alvörukraft í nýja tækni á borð við skammtatölvur. Vísbend- ingar um njósnir Kínverja og aðgerðir til að hafa áhrif í bandarískum fræðaheimi og Sílikon- dal eru þegar farnar að ýta við stjórnvöldum um að forgangsraða að nýju í þjóðaröryggismálum þegar kemur að rannsóknum og þróun. Það væri ekkert annað en hörmulegt ef Kínverjar sigruðu í kapphlaupinu um yfirráð yfir skammtatækninni, sem myndi gera alla hefð- bundna tölvudulkóðun úrelta. Helsta hættan við síðara kalda stríðið væri að ganga að því sem vísu að Bandaríkin hljóti að sigra. Þar með væri bæði verið að mislesa fyrra kalda stríðið og núverandi aðstæður. Árið 1969 hefði sigur Bandaríkjanna á óvinum komm- únista síður en svo virst óhjákvæmilegur. Það hefði heldur ekki verið fyrirfram gefin niður- staða að hrun Sovétríkjanna ef til þess kæmi myndi að mestu vera án blóðsúthellinga. Að auki væri Kína í dag mun meiri efnahags- leg áskorun en Sovétríkin hefðu nokkurn tím- ann verið. Sögulegt mat á landsframleiðslu sýni að aldrei meðan á kalda stríðinu stóð náði sov- éskur efnahagur að verða meira en 44% af efna- hag Bandaríkjanna. Kína er nú þegar komið fram úr Bandaríkjunum á að minnsta kosti ein- um mælikvarða eftir 2014; landsframleiðslu miðað við kaupmáttarjafnvægi þar sem gert hefur verið ráð fyrir því að framfærslu- kostnaður er lægri í Kína. Sovétmenn gátu aldr- ei reitt sig á afrakstur þróttmikils einkageira. Það geta Kínverjar. Á sumum mörkuðum – sér- staklega í fjármálatækni – er Kína þegar komið fram úr Bandaríkjunum. Í stuttu máli þá er 2019 ekki 1949. Sáttmálinn um stofnun Atlantshafsbandalagsins var undir- ritaður fyrir 70 árum til að bregðast við útþenslu- áformum Sovétríkjanna. Ekkert sambærilegt verður sett á fót til að halda Kína í skefjum. Ég á ekki von á að út brjótist annað Kóreustríð á næsta ári. Engu að síður á ég von á að þetta nýja kalda stríð kólni enn, jafnvel þótt Trump reyni að koma á þíðu í formi viðskiptasamnings við Kína. Forseti Bandaríkjanna kann að hafa verið kveikj- an að kuldakastinu mikla, en hann getur ekki undið ofan af því þegar honum sýnist. Árið 2007 notuðum við Moritz Shcularick hagfræðingur og ég orðið „Kímeríka“ til þess að lýsa samlífissambandi Kína og Bandaríkjanna. Nú er það samband dautt. Annað kalda stríðið er hafið. Ef sagan veitir einhverja leiðsögn mun það endast mun lengur en forsetinn sem var á vaktinni þegar það hófst. ©2019 The New York Times Syndicate og Niall Ferguson. Á vegum The New York Times Licensing Group. Eftirlitsmyndavélar á hinni árlegu ráð- stefnu Huawei Connect í Sjanghaí í Kína í september. Aly Song/Reuters Erin Schaff/The New York Times NIALL FERGUSON er á Milbank family-rannsóknarstyrk við Hoover- stofnunina í Stanford-háskóla og höfundur 15 bóka, nú síðast „The Square and the Tower: Networks and Power from the Freemasons to Facebook“. En hnignun samskipta Rússa og Banda- ríkjamanna bliknar í samanburði við vax- andi fjandskap milli Kínverja og Banda- ríkjamanna undanfarin ár. Og þótt Bandaríkin og Kína geti sennilega komist hjá heitu stríði er annað kalt stríð ekki vænleg framtíðarsýn. TÍMAMÓT: VIÐSKIPTASTRÍÐ BANDARÍKJANNA OG KÍNA HARÐNAÐI 2019 OG STEYPTI HEIMSMÖRKUÐUM Í ÓVISSU ’’ Hið nýja kalda stríð er við Kína og er þegar hafið Árið 2019 breytist það sem hófst sem viðskiptastríð í staðbundinn ágreining hér og þar. Fánar fyrir utan herbergið þar sem Trump forseti og Xi Jinping, forseti Kína, ákváðu að hefja við- skiptaviðræður að nýju í viðræðum á G20 fundinum í Osaka í Japan í júní 2019.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.