Morgunblaðið - 28.12.2019, Page 57

Morgunblaðið - 28.12.2019, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29. 12. 2019 57 Fegurð er jákvæð og drífandi orka sem hefur mátt til að koma til skila tilfinningum og tjá hið einstaka jafnt sem hið sameiginlega. Við get- um fundið hana með öllum skilningarvitunum en stórkostlegust er hún þegar hún hefur sig yfir öll fimm. Á rúmum 30 árum sem matreiðslumeistari hef ég séð fegurð koma fram í gegnum elda- mennskuna hjá mér og í sköpun nýrra rétta. Uppskriftir hafa sýnt mér að fegurð er ekki einn þáttur, hlutur eða hugmynd, heldur summa hlutanna. Hver réttur hefur útlit, bragð, hitastig, lykt, áferð og næringargildi, en sigurinn felst í þeirri sögu, sem partarnir segja þegar þeir eru saman komnir. Þegar ég og samstarfsmenn mínir hleypt- um Refettorio Ambrosiano, fyrsta samfélags- eldhúsinu okkar, af stokkunum í Mílanó 2015 var fegurðin höfð að leiðarljósi í viðleitni okk- ar til að næra hina heimilislausu. Við unnum með listamönnum, arkitektum, hönnuðum og matreiðslumeisturum til að smíða hlýjan stað þar sem öllum yrði sýnd gestrisni og reisn. Ég sá að með því að raða ólíku fólki og sjónar- miðum við borðið var hægt að virkja hinn djúpstæða eiginleika fegurðarinnar til að reisa samfélag. Á móttökusvæði fengu gestir okkar frelsi til að ímynda sér hverjir þeir vildu vera og byrja að breyta lífi sínu. Á því svæði réði fegurðin yfir kraftinum til umbreytingar. Þegar ég kem á þau Refettorio, sem Food for Soul, góðgerðarsamtökin, sem ég stofn- aði, hafa reist um víða veröld í áranna rás upplifi ég hvorki fegurð í borði, stól né mál- verki á vegg. Fegurðin er í tveimur ein- staklingum, sem þekkjast ekki og brjóta brauð. Hún er í stoltu brosi manns sem finnst hann eiga heima í veröldinni. Hún er í tilfinn- ingu augnabliksins og þeim mætti þess að geta fyllt herbergi af óði til lífsins. © 2019 The New York Times Company og Massimo Bottura. Á vegum The New York Times Licensing Group. Callo Albanese & Sueo Massimo Bottura Massimo Bottura er matreiðslu- meistari og stofnandi Food for Soul. Við gerum hvað sem er til að sjá sólsetur á heiðskírum sumardegi á ströndinni. Við stönd- um og horfum í þögn á meðan fljótandi rauð- gulir litir teygja sig yfir sjóndeildarhringinn. Á meðan leysir sólin, eins og málari sem stöðugt skiptir um skoðun á hvaða liti hann eigi að nota, allt upp með litbrigðum af bleiku og gulu áður en hún loks sekkur í sláandi hvítleika. Skyndilega fyllumst við lotningu og lyftumst upp, dregin út úr okkar litla, venjulega lífi inn í vídd sem er mun auðugri og segir meira en allt sem við þekkjum. Við getum kallað það galdur, muninn á því sem er á klafa tímans og tímalaust, milli okkar og þess sem er af öðrum heimi. Öll fegurð og list kveikir samhljóm, sem flytur okkur á stað þar sem, þótt aðeins sé í nokkrar sekúndur, tíminn stendur í stað og við erum eitt með heiminum. Það er það besta sem lífið hefur upp á að bjóða. Undir álögum fegurðar upplifum við fágætt ástand sem kallast allsnægtir, þar sem okkur skortir ekkert. Þetta er ekki bara tilfinning. Eða sé svo er það tilfinning á borð við ást – já, nákvæmlega eins og ást. Ást er, þegar allt kemur til alls, það innilegasta sem við þekkjum. Og að finnast maður vera einn með einhverjum eða ein- hverju er ekki aðeins óviðjafnanlegt ástand, við myndum ekki vilja lifa án þess. Við verðum ástfangin af sólsetrum, tennis, listaverkum, stöðum á borð við Toskana og Kletta- fjöllum og Suður-Frakklandi og auðvitað öðru fólki – ekki bara vegna þess hver eða hvað þau eru heldur vegna fyrirheitsins um að þau hjálpi okkur að stilla okkur saman við betri hlutann af okkur, við þann sem við höfum alltaf vitað að við værum en vanræktum að verða, fólkið sem við viljum verða áður en við föllum á tíma. ©2019The New York Times Company og André Aciman. Á vegum The New York Times Licensing Group. Chris Ferguson André Aciman André Aciman er höfundur „Call Me by Your Name“ og „Find Me“. Fegurð er aðeins ein þeirra birtingarleiða, sem tilhneiging samfélags okkar til að búa til valdastiga og aðskilja fólk, býr yfir. Sú staðreynd að ákveðnir einstaklingar og fyrir- tæki hafa undanfarna hálfa öld gert sér grein fyrir því hvað það er ótrúlega arðvæn- legt að ota að okkur síbreytilegum fegurð- arstöðlum hefur aðeins gert illt verra. Dásömun ómögulegra fyrirmynda er grunnur megrunar- og fegurðariðnaðarins. Vegna þeirra erum við í stöðugri hringiðu og eyðum þeim peningum og tíma sem þarf til að ná mælikvörðum samfélagsins. Fyrst vildum við ekki einkenni kynþátta. Nú snýst allt um að belgja út varir og fá augnlyftingu til að fá halla á augað. Meðferðir til að bleikja húðina og brúnkukrem. Fyrirmyndin er á stöðugri hreyfingu og alltaf utan seil- ingar. Hugtakið fegurð er viðvarandi þráhyggja sem gegnsýrir menningarheima um alla ver- öld. ©2019 The New York Times Company og Jameela Jamil. Á vegum The New York Times Licensing Group. Sela Shiloni Jameela Jamil Jameela Jamil er leikkona og stofnandi hreyfingarinnar „I Weigh“. Fegurð getur látið okkur falla í stafi. Hún getur veitt okkur innblástur, látið okkur komast við, kallað fram tár. Fegurð getur skapað algeran glundroða og síðan algeran skýrleika. Best er fegurðin þegar hún breytir hjarta og huga. Þess vegna er hugrekki stúlknanna okkar svo fallegt — það getur gert þetta allt. Undanfarið ár hafa stúlkur fengið okkur til að gráta með hjartnæmum ræðum um tak- mörkun byssueignar, kynferðislegar árásir og loftslagsbreytingar. Þær hafa ýtt við ríkjandi stöðu og kallað fram skýrleika með sýn sinni á framtíðina. Þær hafa breytt huga og hjarta kynslóða, sem eru eldri, en ekki nauðsynlega vísari. Stúlkur á borð við Gretu Thunberg og Irsu Hirsi berjast fyrir umhverfinu. Ungar konur á borð við Diönu Kris Navarro, sem útskrifaðist frá Girls Who Code, leiða baráttunna gegn áreiti í tæknigeiranum. Stúlkur á borð við Lauren Hogg, sem lifði af skotárásina í Park- land, og Thandiwe Abdullah, aðgerðarsinni í hreyfingunni Svört líf skipta máli, tala gegn of- beldi með skotvopnum. Listinn er endalaus. Þessar stúlkur eru vísari og hugrakkari en árin segja til um. Þær láta í sér heyra vegna þess að þeim stendur ekki á sama, ekki vegna þess að þær eru með hóp áheyrenda eða myndavélar fyrir framan sig. Og þær halda áfram þótt þeim sé sagt að þær séu of ungar, of litlar, of valdalausar – vegna þess að þær eru það ekki. Hugrekki þeirra er fegurð, endurskilgreind. Og á því þurfum við nú að halda, meira en nokkru sinni. © 2019The New York Times Company og Reshma Saujani. Á vegum The New York Times Licensing Group. Girls Who Code Reshma Saujani Reshma Saujani er stofnandi og framkvæmdastjóri Girls Who Code og höfundur „Hugrökk, ekki full- komin“ („Brave, Not Perfect“). Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.