Morgunblaðið - 28.12.2019, Síða 21

Morgunblaðið - 28.12.2019, Síða 21
Stofnað 1901 Ísfélagið óskar öllum Vestmannaeyingum og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með þökkum fyrir samskiptin og viðskiptin í gegnum árin. Þessi afstaða umlykur viðhorf Kirchners til yf- irburða sína yfir aðrar konur við völd á okkar tímum; í kosningabaráttunni gerði hún lítið úr ríkisstjóra héraðsins Buenos Aires – sem er fráskilin – vegna hjónabandsstöðu hennar. Í endurminningum hennar, sem komu út á þessu ári og heita „Sinceramente“ („Í ein- lægni“) gaf Kirchner til kynna að Mauricio Macri forseti og kona hans (sem bæði eru frá- skilin og hafa gifst á ný) falli ekki að ímyndinni um hina fullkomnu fjölskyldu, sem látið var að liggja að að þau væru. Hún gerði samanburð við hjónaband sitt með Kirchner, sem var eina hjónaband beggja og stóð í 35 ár þar til hann lést 2010. Kirchner hefur nýverið útvíkkað skoðanir sínar á málum, sem tengjast femínisma. Þann tæpa áratug, sem hún var forseti, lagðist hún gegn lögleiðingu fóstureyðinga. Þegar fjöl- miðlar spurðu hana hvaða skoðun hún hefði á svokölluðum kvennamálum lýsti hún yfir því eins og frægt varð að hún væri „perónisti, ekki femínisti“. Þegar grasrótarkvennahreyfingin Ni Una Menos (Ekki einni færra) hóf göngu sína 2015 með miklum mótmælum á götum úti gegn kyn- bundnum morðum á konum sat Kirchner á for- setastóli. Hún skrifaði síðar að hún hefði litið á Ni Una Menos sem afl í stjórnarandstöðu. Árið 2018 hóf Macri þjóðarumræðu um frumvarp, sem hefði leyft fóstureyðingar, augsýnilega fyrir áhrif alþjóðlegrar athygli bæði Ni Una Menos og #MeToo-hreyfingarinnar. Að þessu sinni, að því er virtist vegna hlutverks síns í stjórnarandstöðu, greiddi Kirchner atkvæði með lögleiðingu. Forsetinn fyrrverandi skilur lögmál valds betur en nokkur annar í Argentínu. Ef Evita var dáð sem stuðningsmaður hinna undir- okuðu – og varð enn goðsagnakenndari vegna ótímabærs andláts af völdum krabbameins – laðar Kirchner fólk að sér sem hin þrautseiga ekkja, sem stenst allar þolraunir: andlát eigin- mannsins, ásakanir um spillingu og lista svik- ara, sem stöðugt lengist. Fernandez, verðandi forseti, varð meira að segja óvinur Kirchner þegar hann lét af stöðu yfirmanns ríkis- stjórnar hennar (í Argentínu jafngildir emb- ættið forsætisráðherrastóli) árið 2008 til að leggja á ráðin um nýjan perónisma án hennar. Um skeið reyndi Fernández ásamt öðrum pólitískum andstæðingum Kirchner að grafa undan henni og gerði lítið úr henni og banda- mönnum hennar á pólitískum fundum og í sjónvarpi. La Señora hélt þó ítökum sínum og áhrifum. Hún heldur fylgi 35% kjósenda og hjarta stuðningsins slær í þéttbýlum lágtekju- úthverfum Buenos Aires. Ef þú nærð ekki að sigra þá er best að ganga til liðs við þá. Svo fór að Fernández sneri við blaðinu og kyssti hring Kirchner. Kirchner er líkt og Evita meistari sjónar- spilsins. Hún hefur endurskapað sig sem rit- höfund. Kosningaherferð hennar fyrir skemmstu var bókarkynning á „Sincera- mente“ og á þessum viðburðum mátti sjá hana undirrita eintök og tala beint við dygga fylgj- endur. Heimur Kirchner er mótaður af baráttunni milli afla hins illa og varðmanna hins góða (hinir síðarnefndu eru vitaskuld í Cristina- liðinu). Að hennar mati er hún föst í baráttu við lagalegar offarir og ofsóknir í réttarsölum. Í baráttu sinni gegn spillingarrannsóknunum málar hún sig sem málsvara fólksins, hermann með goðsagnakennda stöðu ekki ósvipað Evitu. Fyrir Kirchner er þetta slagur, sem meðvitað heldur henni við völd. Þegar Kirchner tókst á við hinar fjölmörgu hindranir á leið sinni til valda á ný veitti hún svar við knýjandi spurningu í femínisma í dag: Hvað eigum við að gera við karla? Hún kaus að gera eiginmann sinn að píslarvætti perónista. Að því leyti fylgdi Kirchner fordæmi Juans Peróns, ekki Evitu. Néstor Kirchner hefur verið breytt í hálftrúarlega persónu – ekki ólíkt því þegar Perón herforingi breytti á sín- um tíma konu sinni í íkon – þannig að Kirchner gæti komið sér að verki. Það var hennar leið til að segja: Bless, Néstor. Nú ræð ég. Hversu lengi mun blekkingin endast? ©2019 The New York Times Company og Pola Oloixarac. Á vegum The New York Times Licensing Group. Verðandi forseti, Alberto Fernández, og varaforsetaefni hans, Cristina Fernández de Kirchner, veifa stuðingsmönnum í Buenos Aires á kjördag, 27. október. Agustin Marcarian/Reuters Drengur veifar fána með mynd af Kirchner við opnun leikvangs með nafn manns hennar. Alejandro Pagni/Agence France-Presse Getty Images

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.