Morgunblaðið - 28.12.2019, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 28.12.2019, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2019 Ég steig fyrst fæti í Afríku árið 2017. Ég var í heimsókn til Kenía og Rúanda í hlutverkum mínum sem sérlegur ráðgjafi ráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna um þróun og viðskipti og tals- maður markmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og var að tala fyrir því að frumkvöðlastarfsemi væri leiðin til efnahags- vaxtar. Ég hafði lesið talsvert um Afríku og taldi að ég hefði hugmynd um hvað væri í vændum. Að mestu átti ég von á að vera fyrir utan þæg- indarammann – að líða eins og ég væri á fram- andi slóðum ólíkt því sem ég var vanur. Það kom mér því verulega á óvart að mér hefði ekki getað liðið meira eins og heima hjá mér. Alltaf þegar ég ferðast set ég í forgang að hitta ungt fólk og frumkvöðla. Þegar ég talaði við hópa afrískra frumkvöðla og heyrði sögur þeirra og drauma sá ég sjálfan mig fyrir mér fyrir 20 árum þegar ég var rétt búinn að stofna Alibaba. Ég hef komist að því að víðast hvar í Afríku á okkar dögum er frumkvöðlarekstur ekki jafn hátt skrifaður starfsvettvangur og í Bandaríkj- unum og jafnvel í vaxandi mæli í Kína. Fyrir flesta Afríkubúa er skynsamlegast að ná í stöð- ugt launastarf í banka-, orku- eða námageir- anum. Sjálfstæður atvinnurekstur er fyrir braskara – þá sem geta ekki tollað í fastri vinnu og verða að vera skapandi og harðir í horn að taka til að hafa í sig og á. Þó held ég að framtíð Afríku liggi í frum- kvöðlunum – soltnum mönnum sem láta sig dreyma og líta á vandamál sem lausnir. Þegar ég horfði í augun á unga fólkinu sem ég hitti 2017 sá ég framtíðarhetjur Afríku. Og ég hét því að ég myndi gera mitt til að hjálpa þeim að ná takmarki sínu. Afríka er á barmi mikilla breytinga. Heim- urinn er að ganga í gegnum stafræna byltingu sem ég held að muni ekki bara verða sú sem veldur mestum breytingum til þessa, heldur muni þessi tæknibylting ná til fleiri en nokkur önnur. Í dag getur hver sem á snjallsíma fengið lán og stofnað fyrirtæki. Snjallsímatæknin og netið hafa lagt aðgang að óteljandi vörum og ómældri þjónustu í lófann á hverjum einasta manni. Stafræna byltingin gefur möguleikann á að færa Afríku gríðarlega efnahagslega vel- sæld, sem getur náð til allra. En það þarf staf- ræna frumkvöðla til að stofna fyrirtækin, sem munu gera allt þetta mögulegt. Efasemdarmenn gætu bent á innviði í Afríku og sagt að álfan væri ekki tilbúin fyrir stafræna tíma. Sterkir innviðir eru satt að segja til traf- ala í þessum nýja heimi. Í reynd er Afríka í full- kominni stöðu. Þegar núverandi kerfi virkar of vel verður til andstaða við breytingar og arf- leifðin, sem þarf að yfirstíga, of fyrirferðamikil. Sem betur fer var þetta ekki vandamál í Kína þegar ég stofnaði Alibaba árið 1999. Við vorum með marga íbúa og lágar meðaltekjur. Innviðir í viðskiptum, flutningum og bankastarfsemi voru bágir. En á aðeins tveimur áratugum hef- ur netnotendum í Kína fjölgað úr 8,8 milljónum manna í 850 milljónir. Meðaltekjur á mann hafa hækkað úr 800 dollurum (99.000 krónum) í 9.000 dollara (1,1 milljón króna) og rafræn við- skipti eru komin í eina billjón dollara (123 billj- ónir króna). Hagkerfi Alibaba eitt og sér hefur skapað rúmlega 40 milljónir starfa í Kína. Í fyrra voru tekjur af rafrænum viðskiptum í strjálbýli í Kína rúmlega 97 milljarðar dollara (12 billjónir króna) og sköpuðu næstum sjö milljónir nýrra starfstækifæra. Ég hef trú á því að Afríka geti gert jafnvel enn betur. Skorturinn á innviðum er kostur rétt eins og hann var í Kína. En á meginlandinu eru einnig aðrar forsendur til velgengni. 1,3 milljarðar manna búa í Afríku og 40% þeirra eru undir 16 ára aldri. Sex af þeim tíu hag- kerfum, sem vaxa hvað hraðast í heiminum um þessar mundir, eru í Afríku. Og hlutfall þeirra, sem eru komnir með snjallsíma, hækkar hratt. Til þess að Afríka dafni þarf fernt til. Það fyrsta er frumkvöðlastarfsemi. Við þurfum að styðja þá sjálfstæðu atvinnurekendur sem fyrir eru og veita næstu kynslóð innblástur. Við skulum sýna ungum Afríkubúum hvað frum- kvöðlar geta gert til að umbreyta samfélaginu. Ég er ekki að tala um að hampa milljarðamær- ingum og setningu félaga á hlutabréfamarkað. Ég er að tala um sprotafyrirtæki sem eru drif- krafturinn á bak við hagvöxt sem nær til allra og leysa félagsleg vandamál. Þess vegna efndi stofnunin mín nýlega til hinna árlegu Netkvöðlaverðlauna Afríku. Í til- efni af því að þau verða veitt fyrsta sinni á þessu ári gerðum við leit um alla álfuna ásamt samstarfsfyrirtækjum okkar á staðnum að markverðustu frumkvöðlum í Afríku. Rúmlega 10 þúsund umsóknir bárust og þeir, sem höfn- uðu í tíu efstu sætunum, fengu tækifæri til að gera grein fyrir sér fyrir framan mig og hóp dómara í beinni sjónvarpsútsendingu og áttu kost á að vinna peningaverðlaun auk leiðsagnar og þjálfunar. Sigurvegararnir í efstu þremur sætunum, Temie Giwa-Tubosun, Christelle Kwizera og Dr. Omar Sakr, eru meðal efnileg- ustu frumkvöðla heims. Já, við vildum verðlauna og styðja stórkost- lega frumkvöðla Afríku. En mikilvægara fannst okkur að þeir yrðu öðrum innblástur. Næstu tvö atriðin eru rafræn stjórnsýsla og menntun, sem eru nauðsynleg til að styðja frumkvöðla í þessari vegferð. Í Afríku er þörf á stjórnvöldum með tæknivit og -reynslu til að skapa nauðsynlegar aðstæður til að stafræna hagkerfið vaxi. Þá þurfa frumkvöðlar Afríku aðgang að þjálfun og menntakerfi mótað fyrir stafræna tíma. Ég vil líka leggja mitt af mörkum. Þess vegna hefur Alibaba í samvinnu við þing Sam- einuðu þjóðanna um viðskipti og þróun búið til þjálfunarnámskeið í rafrænum viðskiptum – eFounders Fellowship – til að afrískir frum- kvöðlar geti orðið sér úti um þá hæfni sem þarf til að þróa blómleg fyrirtæki í rafræna geir- anum. Alibaba setti á fót sambærilega þjálf- unarskóla fyrir opinbera embættismenn og stefnumótendur til að hjálpa þeim að komast leiðar sinnar í síbreytilegu tæknilandslagi. Við- skiptaskóli Alibaba fór einnig með námskeiðið Þjálfum þjálfarana til Rúanda í fyrra í sam- starfi við stjórnvöld til að undirbúa kennara undir að mennta næstu kynslóð frumkvöðla í landinu. Ráðgert er að námskeiðin verði haldin í öðrum Afríkulöndum í framtíðinni. Fjórði þátturinn, rafrænir innviðir, er undir- staða hinna þriggja. Í Afríku er þörf á fyrsta flokks netþjónustu, sem getur verið undirstaða hins nýja, rafræna hagkerfis, til að greina gögn, sjá um skipulag og aðföng og greiðslur. Frá því ég fyrst kom til Afríku fyrir tveimur ár- um hef ég stokkið á hvert tækifæri til að kanna meira af þessari stórkostlegu álfu og hitta fleiri frumkvöðla sem þar búa. Markmið mitt er að fara til hvers einasta lands. Í hvert skipti sem ég fer sný ég aftur enn sannfærðari um að frumkvöðlar Afríku muni skrifa framtíðina í álfunni. Besta leiðin til að hjálpa þeim er að styðja við vöxt þeirra og láta þá hafa verkfærin sem ég vildi að ég hefði haft þegar ég hófst handa. Ef við vinnum öll saman að því að styðja frum- kvöðla verður Afríka miðstöð nýsköpunar og vaxtar og sá heimsleiðtogi, sem við vitum að hún getur orðið. © 2019 The New York Times Company og Jack Ma. Á vegum The New York Times Licensing Group. Sendill í Abidjan á Fílabeinsströndinni situr á farartæki með auglýsingu fyrir nígerísku netverslunina Jumia, sem í apríl varð fyrsta afríska nýsköpunarfyrirtækið á hlutabréfamarkaðnum í New York, NYSE. Issouf Sanogo/Agence France-Presse Getty Images Meintir ágallar Afríku munu gera hinum kappsömu og útsjónarsömu í álfunni kleift að endurmóta hana þannig að hún taki forustu í heiminum í hagvexti og nýsköpun. JACK MA er meðstofnandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Alibaba Group. Hann er einnig stofnandi Jack Ma-stofnunarinnar Þó held ég að framtíð Afríku liggi í frum- kvöðlunum – soltnum mönnum sem láta sig dreyma og líta á vandamál sem lausn- ir. Þegar ég horfði í augun á unga fólkinu sem ég hitti 2017 sá ég framtíðarhetjur Afríku. TÍMAMÓT: FYRSTI SNJALLSÍMINN SEM ALFARIÐ ER FRAMLEIDDUR Í AFRÍKU, MARA-SÍMINN, Á MARKAÐ ’’ Afrískir frumkvöðlar munu leiða næstu stafrænu byltingu Sómölsk stúlka sækir tíma í bráðabirgðaskóla í búðum fyrir fólk á ver- gangi innanlands í Sómalíu. Háskólanemar kenna þar í sjálfboðastarfi. Mohamed Abdiwahab/Agence France-Presse Getty Images
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.