Morgunblaðið - 28.12.2019, Page 39

Morgunblaðið - 28.12.2019, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29. 12. 2019 39 Eldar geisuðu í Ástralíu í nóvember og þurfti að bjarga fjölda kóaladýra og veita þeim lækn- isaðstoð við brunasárum og ofþornun. Gróðureldarnir voru sérstaklega skæðir í Nýju Suður- Wales, fjölmennasta fylki Ástralíu, og eyðilögðu þeir fjölda heimila. Þá létust að minnsta kosti fjórir í eldunum í nóvember. Saeed Khan/AFP via Getty Images Kóaladýr flýja gróðurelda Leiðtogafundur Atlantshafs- bandalagsins var haldinn í Lundúnum í byrjun desember í tilefni af 70 ára afmæli banda- lagsins. Fundurinn snerist fljótt upp í skeytasendingar milli Donalds Trump Bandaríkja- forseta og annarra leiðtoga vestrænna ríkja. Trump brást reiður við þegar myndband sýndi nokkra aðra leiðtoga, þar á meðal Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, baktala Trump. Al Drago/The New York Times Ósætti meðal banda- manna Sótarar frá 24 löndum komu saman í september í bænum Santa Maria Maggiore á Ítalíu, en þar fór fram hin árlega alþjóðlega hátíð sótara. Bærinn hefur löngum verið stoltur af því að vera vagga sótaraiðnarinnar og fagnar því nú með mikilli veislu, þar sem sótarar mæta í full- um herklæðum, gefa börnum sælgæti og faðma fullorðna með sótugum höndunum. Elisabetta Zavoli/The New York Times Fagnað við vöggu sótaraiðnarinnar Fellibylurinn Hagibis skall á ströndum Japans í október og barði nágrenni höfuðborgarinnar Tókýó og norðausturhluta landsins með regni og stormi, þannig að flæddi yfir heimili. Að minnsta kosti 84 létust vegna fellibylsins, sem var einn sá versti í sögu Japans. Nærri 27.000 björgunarmenn þurftu að aðstoða við að rýma þau svæði sem verst urðu úti í óveðrinu. Ko Sasaki/The New York Times Fellibylurinn Hagibis skekur Japan Í ágúst bárust þau tíðindi að engir drengir hefðu fæðst í nærri því heilan áratug í pólska þorp- inu Miejsce Odrzanskie, en þar búa 272 manns. Þetta kom í ljós þegar þorpið sendi lið ein- ungis skipað stúlkum í keppni fyrir unga slökkviliðsmenn. Einungis tólf fæðingar hafa átt sér stað síðan síðasti drengurinn fæddist, og telja íbúarnir þetta því einungis vera tilviljun. Kasia Strek/The New York Times Bara stúlkur sem fæðast

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.