Morgunblaðið - 28.12.2019, Page 56

Morgunblaðið - 28.12.2019, Page 56
56 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2019 Maðurinn hefur velt fyrir sér hugtakinu fegurð í árþúsundir, reynt að skilgreina það á meðan það hefur skilgreint hann. Plató taldi að það eitt að íhuga fegurð „léði sálinni vængi“. Ralph Waldo Emerson fann fegurð í „Ummynduninni“ eftir Rafael og skrifaði að „kyrr- lát, góðkynja fegurð lýsti yfir allri myndinni og færi beint til hjartans“. Í laginu „My Skin“ syngur Lizzo: „Það fegursta sem þú hefur nokkurn tímann séð er meira en við höldum að það merki.“ Við leitum að fegurð. Þráum hana. Fordæmum hana. Hyllum hana. Efumst um hana og öfundum. En hvers vegna? Við báðum hóp listamanna, vísindamanna, rithöfunda og hugsuða að svara þessari einföldu spurningu: Hvers vegna er fegurð, hvernig sem við skilgreinum hana, svona mikilvæg í lífi okkar? Shawna X Af hverju er fegurð okkur mikilvæg? Hópur listamanna, vísindamanna, rithöfunda og hugsuða veltir fyrir sér hvers vegna fegurð er ómissandi í lífi okkar. STÓRA SPURNINGIN Markaðsvélar okkar tíma vilja að við trúum því að fegurð snúist um líkamlega þætti. Í ljósi þeirrar visku, sem við höfum aflað okkur í áranna rás á ferðum okkar um jörðina sem nátt- úruverndarljósmyndarar vitum við betur. Fegurð snýst minna um hina efnislegu hluti í kringum okkur og meira um hvernig við verj- um tíma okkar á jörðu. Við sköpum aðeins sanna fegurð þegar við beinum orku okkar í að ná æðra tilgangi, búa til öflug samfélög og móta hegðun okkar þannig að það verði öðrum inn- blástur til að koma betur fram við aðra og plánetuna. Fegurð kemur nýjasta farðanum eða tískustraumnum ekkert við, en snýst að öllu leyti um hvernig við lifum lífi okkar á þessari plánetu og hvað við gerum til að vernda hana. Við heyrum daglega að tegundir, landslag og þekking frumbyggja hverfi fyrir augunum á okkur. Þess vegna höfum við helgað líf okkar því að minna heiminn á hina brothættu fegurð okkar einu heimkynna og að venda náttúruna, ekki bara fyrir mannkyn heldur í þágu alls lífs á jörðu. Það fyllir líf okkar fegurð að helga tíma okkar, orku og bolmagn því að ná þessum markmiðum. ©2019 The New York Times Company, Cristina Mittermeier og Paul Nicklen. Á vegum The New York Tim- es Licensing Group. Ben Moon Cristina Mittermeier og Paul Nicklen Cristina Mittermeier og Paul Nicklen eru náttúruverndarljósmyndarar og stofnendur SeaLegacy. Andy Katz

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.