Morgunblaðið - 28.12.2019, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2019
Ný meðferð gegn jarð-
hnetuofnæmi samþykkt
Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna mælti með því að
leyfi yrði gefið fyrir fyrsta lyfinu til að nota gegn jarð-
hnetuofnæmi barna. Árið 2017 voru um 1,2 milljónir barna í
Bandaríkjunum með ofnæmi fyrir jarðhnetum og sum
þeirra með lífshættulegt bráðaofnæmi. Nýja lyfið, Palforzia,
á að draga úr líkum á banvænum ofnæmisviðbrögðum við
jarðhnetum í börnum á aldrinum fjögurra til 17 ára.
Söguleg tunglferð Kínverja
Kínverska geimfarið Chang’e-4 lenti á tunglinu snemma í
janúar. Tilgangur leiðangursins var að kanna hina dularfullu
fjarhlið mánans. Önnur tilraun til að lenda á tunglinu í sept-
ember mistókst. Að þessu sinni voru Indverjar á ferð. Sam-
band geimfarsins við stjórnstöð á jörðu niðri rofnaði þegar
það var í tveggja kílómetra hæð yfir yfirborði tunglsins og
heyrðist ekki frá því meir.
Fágæt, alhvít panda
Mynd náðist af albínóapöndu á náttúruverndarsvæði í hér-
aðinu Sichuan í Kína. Er það í fyrsta skipti, sem mynd næst
af slíkri pöndu. Sést hafa pöndur, sem eru bæði brúnar og
hvítar í norðvesturhluta Kína, en alhvít panda hefur ekki áð-
ur verið skráð með þessum hætti.
Banna hugbúnað til
að bera kennsl á andlit
Notkun lögreglu og annarra ríkisstofnana á hugbúnaði til að
bera kennsl á andlit var bönnuð í San Francisco, sem varð
þar með fyrsta stórborgin í Bandaríkjunum til að leggja
bann við notkun slíks búnaðar. Embættismenn og réttinda-
samtök höfðu lýst yfir áhyggjum af að tæknin kynni að verða
misnotuð. Yfirvöld hafa nýtt sér tæknina til að bera kennsl á
einstaklinga, sem grunaðir eru um aðild að margs konar
brotum, allt frá smáglæpum til alvarlegra skotárása. Gagn-
rýnendur bannsins segja að borgaryfirvöld ættu að leggja
sitt af mörkum til að semja lög, sem gerðu lögreglu kleift að
nota tæknina með ábyrgum hætti.
Ríkisstjórn Mexíkó
sakar tískuhús um stuld
Menningarmálaráðherra Mexíkó sakaði fyrirtækið Carolina
Herrera í New York um menningarstuld þegar tískuhúsið
birti fyrr á þessu ári tískulínu ársins 2020 þar sem sjá mátti
útsaum og áberandi mynstur, sem innfædd samfélög í
Mexíkó eru þekkt fyrir. Í tískusögunni hafa ítrekað komið
fram ásakanir um menningarstuld og tillitssleysi, en ríkis-
stjórn hefur ekki áður tekið slaginn.
Aston Martin afhjúpar fyrsta
rafbíl framleiðandans
Veröldin dugar ef til vill ekki njósnara hennar hátignar en
James Bond er reiðubúinn til að gera sitt til að hún megi
vera græn. Aston Martin, breski bílaframleiðandinn, sem
smíðar sportbílana, sem njósnarinn ekur á hvíta tjaldinu,
sýndi fyrsta bílinn úr smiðju hans, sem eingöngu gengur fyr-
ir rafmagni á bílasýningu í Sjanghæ í apríl. Bíllinn nefnist
Rapide E, kostar 326.000 dollara (tæpar 40 milljónir króna),
kemst úr 0 í 100 km hraða á klukkustund á fjórum sekúnd-
um og nær að hámarki 250 km hraða á klukkustund, sem
ætti að duga til að elta uppi varmenni og þrjóta.
Áttavitar í Greenwich
beinast í raunnorður
Í fyrsta skipti í 360 ár beindust áttavitarnir, seguláttavitinn
og raunáttavitinn, í Greenwhich á Englandi báðir í raun-
norður. Jörðin hefur tvo norðurpóla, segulnorðurpól og land-
fræðilegan norðurpól. Yfirleitt vísa áttavitar ekki í raun-
norður, heldur beinast þess í stað að segulpól jarðar, sem
færist til vegna segulmögnunar í fljótandi miðju jarðar.
AFP
22 HLUTIR SEM GERÐUST Í FYRSTA SKIPTI 2019
Nýtt undir
sólinni 2019
Óvæntir, alvarlegir og stund-
um kjánalegir viðburðir og
straumar, sem gerðust eða
vart var við í fyrsta skipti 2019.
Eftir Triciu Tisak
Tvær konur voru ímamar og leiddu bænagjörð blandaðs safnaðar í Frakklandi í september.
Var það í fyrsta skipti sem konur stýrðu íslömsku helgihaldi í Frakklandi. Konurnar snerust til
íslams fyrir um tíu árum og vinna að því að gera íslömsk trúarbrögð nútímalegri og opnari
fyrir fjölbreytni.
Lionel Bonaventure/Agence-France Presse Getty Images
Konur leiddu
íslamskt
bænahald
Metverð fékkst fyrir verkið „Kanína“, skúlptúr úr ryðfríu stáli,
sem listamaðurinn Jeff Koons gerði árið 1986. Listaverkið
seldist á 91,1 milljón dollara (11,1 milljarð króna) með sölu-
þóknun og gjöldum þegar það var boðið upp í maí og er það
heimsmet. Aldrei hefur verk eftir lifandi listamann selst svo
dýru verði á uppboði. Listaverkasalinn Robert E. Mnuchin,
sonur Steves Mnuchins fjármálaráðherra Bandaríkjanna,
keypti verkið fyrir óþekktan viðskiptavin.
Christie’s
Metverð fyrir verk Koons
Stjörnufræðingar birtu í fyrsta skipti í sögunni mynd af svartholi. Reynt hafði verið að ná slíkri
mynd án árangurs í rúmlega hálfa öld. Fylgst var með svartholinu, sem liggur í Messier 87,
risasporvöluvetrarbraut í miðju Meyjarþyrpingarinnar í um 55 milljóna ljósára fjarlægð frá
jörðu, í tíu daga í apríl 2017 úr átta skoðunarstöðvum. Það tók tvö ár að setja myndina saman
með tölvugreiningu og hún var birt í apríl á þessu ári.
Event Horizon Telescope/National Science Foundation via Reuters
Vísindamenn birta fyrstu
myndina af svartholi