Morgunblaðið - 28.12.2019, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 28.12.2019, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2019 ÁRIÐ ENDURSPEGLAÐ Í LIST Með leyfi Patty Chang Patty Chang Patty Chang er listamaður og vinnur við gjörninga, myndskeið, skriftir og innsetningar. Hún býr í Los Angeles. „Mjólkurskuld“ („Milk Debt“ (2019)) Sumarið 2018 fann ég fyrir yfirþyrmandi kvíðatilfinningu vegna loftslagsbreytinga og nú- verandi stöðu mála í Bandaríkjunum. Ég ákvað að gera lista yfir allt sem ég óttaðist á þeirri stundu. Það var léttir að komast að því að ótti minn var að einhverju leyti órökréttur en það var jafn mikið áhyggjuefni að vita að afdrifaríkir hlutir voru þess eðlis að ég gæti engin áhrif haft. Síðan í febrúar 2019 hef ég unnið að „Mjólkurskuld“, vídeóverkefni í mörgum hlutum um konur, sem dæla brjóstamjólk á meðan þær telja upp það sem þær óttast. Fram að þessu hef ég safnað saman ótta kvenna í Los Angeles og Hong Kong. Eftir því sem verkinu vindur fram vonast ég til að vinna á fleiri stöðum, þar á meðal nærri landamærum Bandaríkjanna að Mexíkó. Heitið á verkinu vísar til þeirrar hugmyndar í kínverskum búddisma að börn séu ævilangt skuldbundin mæðrum sínum fyrir móðurmjólkina. Brjóstamjólkin verður til þegar líkaminn byrjar að framleiða hríðahormón og mjólkurhormón. Hríðahormón verður einnig til þegar maður verður ástfanginn. Mjólkurskuld er fyrirkomulag, sem bindur okkur við sögu okkar og jörðina. Hún er ógreiðanleg skuld. Þetta eru þrjár myndskeiðsstillur úr hluta úr „Mjólkurskuld“ sem teknar voru í Hong Kong 9. júní. Þann dag fór hátt í milljón íbúa í friðsama göngu til að mótmæla tilskipun um brotamenn á flótta, sem hefði lögleitt framsal til Kína. Gjörningurinn er sem athöfn þar sem flytjandinn veitir í gegnum sig ótta annarra í ræðu á almannafæri og breytir honum þannig úr því að vera einstaklingsbundinn í að verða sameiginlegur. Á tímum sem fólk er í uppnámi vegna loftslagsbreytinga, stefnu stjórnvalda og skorts á bol- magni er lífsnauðsynlegt að tengja við aðra, vera opinn og sýna hluttekningu og finna leiðir til að sjá merkingu í heiminum. Mjólkurskuld (2019) eftir Patty Chang. „Neðanjarðarlestin í London: Brixton-stöðin og starfsfólk Viktoríulínunnar“ („London Underground: Brixton Station and Victoria Line Staff “ (2019)) Gregg Bordowitz prófessor, sem eitt sinn kenndi mér, var vanur að spyrja: „Hver er pólitíkin í herberginu, sem þú ert í núna?“ Fyrir honum vakti að við gerðum okkur grein fyrir því hvernig við semjum okkur að samböndum og valdastrúktúr í daglegum samskiptum okkar. Mitt ferli snýst um að sitja með einhverjum, sem ég iðulega þekki ekki mjög vel, í nokkrar klukkustundir á meðan ég mála mynd af viðkomandi per- sónu. Þeir sem sitja fyrir fylgjast með og spjalla við mig á meðan ég mála og þeir eru fyrstu vitnin að sköpun verksins. (Stundum horfa þeir á bíómyndir á fartölvunni minni eða sofna). Ég reyni að gera persónu þeirra verðug skil, jafnvel þannig að myndin líkist þeim. Yfirleitt eru þessar stundir skemmti- legar, en stundum kvikna erfiðar pólitískar samræður. Þetta eru stundir þar sem bæði eru berskjölduð. Síðasta vetur fékk ég það verkefni hjá stofnuninni Art on the Underground í London að gera verk á staðnum í Brixton-neðanjarðarstöðinni þar sem ég að lokum málaði 15 starfsmenn Viktoríu-línunnar. Þar á meðal var ræst- ingafólk og lestarstjórar. Allir, sem sátu fyrir sögðu mér á endanum afstöðu sína til brexit hvort sem það var upphátt eða ekki. Jafnvel þótt þú sért ósammála skoðunum fólks getur þú fundið til hlut- tekningar vegna þess að þú finnur fyrir óþægindum þess eða kvíða. Ef þau roðna eða hnykla brýrnar gætir þú greint viðkvæmni í líkamstjáningu þeirra og skynjað hvað brexit gæti þýtt fyrir þau. Á meðan við spjöllum og ég blanda saman olíulitum til að ná litarafti þess sem situr fyrir er eins og ég og fyrirsætan séum að stilla af tengslin á milli okkar, hversu opin við eigum að leyfa okkur að vera. Málverkið verður heim- ild um trúnaðinn, sem er skjalfestur með þessari hægfara, uppsöfnuðu skráningu tímans. Því fylgir hreinskilni að sýna öðrum nærgætni. Stjórnmál fara venjulega fram á stóru plani samfélagsstofnana líkt og Bandaríkin og Bretland hafa gengið í gegnum svipaðan pólitískan veruleika undanfarið ár. En pólitík á sér einnig stað í því hvernig við veitum skoðunum annarra athygli, af næmi og þolinmæði, þessi prívataugnablik þegar aðeins er maður á mann. Aliza Nisenbaum Aliza Nisenbaum gerir portrett af óskráðum innflytjendum frá Rómönsku Ameríku og fólki úr öðrum afmörkuðum samfélögum með því að nota athyglina sem fylgir því að mála með því að fylgjast með til að marka þá sem eru félagslega ómarkaðir í samfélaginu. „Ferðamenn, Abyssínska baptistakirkjan“ („Tourists, Abyssinian Baptist Church“ (2019)) Ég geng á meðal drauga þegar ég er í Harlem. Ég hef þekkt hverfið frá því ég var barn. Ef talin er með sú staðreynd að móðir mín og faðir kynntust þar hefur borgarhlutinn alltaf verið hluti af lífi mínu. Hverfið Harlem líkist hins veg- ar minna og minna sjálfu sér, eða sjálfu sér eins og ég hef þekkt það alla þessa áratugi. Breytingar eru vitaskuld óhjákvæmilegar. En hvað þýða breytingar þegar Harlem er í vaxandi mæli farið að missa hluta af sýnilegri og mikilvægri sögu sinni? Og hvað þýða þessar breytingar fyrir rótgróna íbúa Harlem? Þegar ég byrjaði að taka myndir í Harlem á áttunda áratugnum voru þrótt- miklir söfnuðir í voldugum kirkjum hverfisins. Bekkirnir voru fullir og úr pre- dikunarstólunum heyrðust lofgjarðir staðfestingar og andlegrar næringar. Nú eru þessar byggingar, oft umsetnar ferðamönnum, að tæmast um leið og söfnuðirnir skreppa saman eða þær eru einfaldlega orðnar of dýrar í viðhaldi. Klerkar og sóknarnefndir taka þann kostinn að selja þessar kirkjur verktök- um, sem síðan rífa þær niður án tilstands eða viðhafnar og reisa enn einn íbúðaturninn – stundum er komið til móts við söfnuðinn með athvarfi í nýju byggingunni með eigin inngangi. Þegar árið 2019 er á enda og hillir undir annan áratug vaknar sú spurning hvað muni verða um Harlem og önnur slík hverfi í Bandaríkjunum, svartar og brúnar borgir, sem glíma við kosti og ógnir áframhaldandi innstreymis al- þjóðlegs fjármagns og óheftra framkvæmda. Munu slík samfélög geta við- haldið fjölbreyttu félagslegu og menningarlegu lífi í anda langlífrar arfleifðar sinnar? Eða munu þessir borgarhlutar láta undan fyrir deyfandi einsleitni, sem er knúinn sölumennsku þar sem fortíðin þjónar aðeins því hlutverki að vera nostalgískt markaðstæki? Dawoud Bey Dawoud Bey er styrkþegi hjá MacArthur-stofnuninni og ljós- myndari og býr nú í Chicago. Undanfarið hefur hann í verkum sínum einbeitt sér að því að endurímynda sér afrísk-ameríska sögu í ljósi samtímans. Yfirlitssýning yfir 40 ára feril hans verður opnuð í Nútímalistasafninu í San Francisco í febrúar 2020 og verður í kjölfarið sett upp í Atlanta og New York.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.