Morgunblaðið - 28.12.2019, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 28.12.2019, Qupperneq 63
hafís eftir að hafa verið skipstjóri á ísbrjót í rúm tíu ár. Nú er hann kominn til Ponant- skipafélagsins sem stundar ferðir á Suður- skautslandið og á norðurslóðir. Nýjasta skip félagsins er ísbrjótur sem verður nefndur í höfuðið á og til heiðurs dr. Jean-Baptiste Charcot. Ísbrjóturinn er eins og klipptur út úr James Bond-mynd og mun sigla á norðurpól- inn, meðal annars frá Íslandi. Frakkar eiga frækna sjómenn og siglingasögu, hetjudáðir þeirra á heimshöfunum eru rómaðar og vel sést í þessari sjóferð að þeir vita hvað þeir eru að gera. Dr. Jean-Baptiste Charcot gerði ómetanlegar rannsóknir bæði á suð- urheimskautinu og á norðurslóðum fyrir heiminn allan á skipi sínu Pourquoi-Pas á ár- um áður. Um borð í skipinu eru vísindamenn og aðrir sem hafa áhuga á Suðurskautslandinu. Blaða- menn frá New York Times eru að skrifa um breytingar á suðurheimskautinu. Margt at- hyglisvert kemur fram í fyrirlestrum þeirra um þær breytingar sem eiga sér stað á jörð- inni og hafa þeir skrifað um það fjölda greina í blað sitt. Það er sérstök tilfinning að vera kominn á enda heimsins í annað sinn. Mörgæsarungi sem í fyrra skiptið reif kjaft og bölvaði öllu og öllum í sand og ösku hlaut að vonum nafnið Bölvar, vegna geðvonsku sinnar. Nú bólar ekkert á Bölvari, sama hvaða mörgæs er spurð. Einmana selur verður hálfskömmustu- legur þegar spurt er um Bölvar; þeir eiga það víst til að éta mörgæsir. Skyldi hann muna eftir mér ef ég finn hann? Hann gargaði alla vega á mig og beit í stígvélin mín. Munum við sameinast á ný, Bölvar og Ragnar? Hljóðið í þögninni Það sem gerir suðurheimskautið sérstakt er hljóðið í þögninni; hvæsið í vindinum og óm- urinn frá dýrum sem hræðast ekki manninn og vilja jafnvel spjalla þegar vel liggur á þeim. Stormarnir á Suðurskautslandinu eru ein- hverjir þeir verstu á jörðinni en þeir standa helst á veturna. Sjólag á Drake-sundi er einn- ig illvígt þegar verst lætur og risaöldur al- gengar. Enda þótt þær hafi hægt um sig núna getur hafið ygglt sig á hverri stundu. Nýjasta íshellan, og sú næststærsta svo vit- að sé, brotnaði í haust frá meginíshellunni í Weddel-hafi. Jakinn er 1.636 ferkílómetrar og það mun taka hann um tuttugu ár að bráðna. Síðasta stóra íshellan sem brotnaði frá meg- inísnum á Suðurskautslandinu bráðnaði í hafið rétt við Nýja-Sjáland. Siglingin yfir Drake-sund er hafin; vindinn er að herða og öldurnar að stækka. Alba- trosinn er kominn á flug og eltir skipið. Það er eins og að sigla inn í aðra veröld, milljónir ára aftur í tímann, þegar horft í augun á honum rétt við skipshliðina. Ekki væri nú amalegt að sjá risaeðlu fljúga fram hjá, ef ske kynni að einhver þeirra hafi orðið eftir á Suðurskauts- landinu. Risaeðlurnar réðu lögum og lofum á jörðinni í 175 milljón ár þar til þær dóu út. Eða dóu þær kannski aldrei alveg út; eru þær enn á hverju strái í mannheimum? Albatrosinn tekur flugið þegar vindinn herðir. MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29. 12. 2019 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.