Morgunblaðið - 28.12.2019, Qupperneq 63
hafís eftir að hafa verið skipstjóri á ísbrjót í
rúm tíu ár. Nú er hann kominn til Ponant-
skipafélagsins sem stundar ferðir á Suður-
skautslandið og á norðurslóðir. Nýjasta skip
félagsins er ísbrjótur sem verður nefndur í
höfuðið á og til heiðurs dr. Jean-Baptiste
Charcot. Ísbrjóturinn er eins og klipptur út úr
James Bond-mynd og mun sigla á norðurpól-
inn, meðal annars frá Íslandi. Frakkar eiga
frækna sjómenn og siglingasögu, hetjudáðir
þeirra á heimshöfunum eru rómaðar og vel
sést í þessari sjóferð að þeir vita hvað þeir eru
að gera. Dr. Jean-Baptiste Charcot gerði
ómetanlegar rannsóknir bæði á suð-
urheimskautinu og á norðurslóðum fyrir
heiminn allan á skipi sínu Pourquoi-Pas á ár-
um áður.
Um borð í skipinu eru vísindamenn og aðrir
sem hafa áhuga á Suðurskautslandinu. Blaða-
menn frá New York Times eru að skrifa um
breytingar á suðurheimskautinu. Margt at-
hyglisvert kemur fram í fyrirlestrum þeirra
um þær breytingar sem eiga sér stað á jörð-
inni og hafa þeir skrifað um það fjölda greina í
blað sitt.
Það er sérstök tilfinning að vera kominn á
enda heimsins í annað sinn. Mörgæsarungi
sem í fyrra skiptið reif kjaft og bölvaði öllu og
öllum í sand og ösku hlaut að vonum nafnið
Bölvar, vegna geðvonsku sinnar. Nú bólar
ekkert á Bölvari, sama hvaða mörgæs er
spurð. Einmana selur verður hálfskömmustu-
legur þegar spurt er um Bölvar; þeir eiga það
víst til að éta mörgæsir. Skyldi hann muna
eftir mér ef ég finn hann? Hann gargaði alla
vega á mig og beit í stígvélin mín. Munum við
sameinast á ný, Bölvar og Ragnar?
Hljóðið í þögninni
Það sem gerir suðurheimskautið sérstakt er
hljóðið í þögninni; hvæsið í vindinum og óm-
urinn frá dýrum sem hræðast ekki manninn
og vilja jafnvel spjalla þegar vel liggur á þeim.
Stormarnir á Suðurskautslandinu eru ein-
hverjir þeir verstu á jörðinni en þeir standa
helst á veturna. Sjólag á Drake-sundi er einn-
ig illvígt þegar verst lætur og risaöldur al-
gengar. Enda þótt þær hafi hægt um sig núna
getur hafið ygglt sig á hverri stundu.
Nýjasta íshellan, og sú næststærsta svo vit-
að sé, brotnaði í haust frá meginíshellunni í
Weddel-hafi. Jakinn er 1.636 ferkílómetrar og
það mun taka hann um tuttugu ár að bráðna.
Síðasta stóra íshellan sem brotnaði frá meg-
inísnum á Suðurskautslandinu bráðnaði í hafið
rétt við Nýja-Sjáland.
Siglingin yfir Drake-sund er hafin; vindinn
er að herða og öldurnar að stækka. Alba-
trosinn er kominn á flug og eltir skipið. Það er
eins og að sigla inn í aðra veröld, milljónir ára
aftur í tímann, þegar horft í augun á honum
rétt við skipshliðina. Ekki væri nú amalegt að
sjá risaeðlu fljúga fram hjá, ef ske kynni að
einhver þeirra hafi orðið eftir á Suðurskauts-
landinu. Risaeðlurnar réðu lögum og lofum á
jörðinni í 175 milljón ár þar til þær dóu út.
Eða dóu þær kannski aldrei alveg út; eru þær
enn á hverju strái í mannheimum?
Albatrosinn tekur
flugið þegar
vindinn herðir.
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29. 12. 2019 63